Nálgunarbann gagnvart móður sem beitti dóttur sína ofbeldi Anton Egilsson skrifar 20. september 2017 21:41 Móðir stúlkunnar neitar alfarið að hafa beitt hana ofbeldi. Vísir/Getty Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að kona sem liggur undir sterkum grun um að hafa beitt dóttur sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi skyldi sæta nálgunarbanni í sex vikur. Í ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 2. september kemur fram að stúlkan hafi greint frá alvarlegu og ítrekuðu ofbeldi af hálfu móður sinnar áður en fjölskyldan flutti til Íslands fyrir þremur árum. Dregið hafi úr ofbeldinu eftir að til Íslands kom en það byrjað fljótlega aftur. Um hafi verið að ræða barsmíðar með opnum lófa eða krepptum hnefa og hafi móðir hennar leitast við að höggin lentu í andliti hennar. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði stúlkan meðal annars að móðir hennar hafi lamið hana í klessu og ekki leyft henni að fara í skóla eftir það til að koma í veg fyrir að marblettir sem hún hafi fengið sæjust og hafi slíkt gerst nokkrum sinnum.„Ertu heimsk að lemja mig“Móðir stúlkunnar neitaði alfarið sök um ofbeldi gagnvart henni en viðurkenndi við skýrslutöku að annað slagið, stundum tvisvar í viku eða sjaldnar, rífist þær á háu nótunum.. Tilgreindi stúlkan sambýlismann móður sinnar sem vitni af atvikunum og vinkonu sína í eitt skipti. Þvertók sambýlismaður hennar fyrir að hafa orðið vitni að ofbeldi konunnar í garð dóttur hennar. Vinkona stúlkunnar staðfesti þó frásögn hennar af atviki sem gerðist í herbergi hennar. Kvað hún móður stúlkunnar hafa kallað hana illum nöfnum og gert lítið úr henni. Þá hafi hún heyrt stúlkuna segja við móður sína „Ertu heimsk að lemja mig“. Þegar stúlkan hafi komið út úr herberginu hafi hún verið með greinilegan roða á vinstri helming andlitsins, verið grátandi og skolfið.Greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá ofbeldinuÍ dómnum kemur fram að málefni fjölskyldunnar hafi verið til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum um tveggja ára skeið og segir í gögnum frá barnavernd að upplýsingar og vísbendingar hafi komið fram um að konan beitti dóttur sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Svo virðist sem málið hafi verið kært til lögreglu í kjölfar þess að stúlkan greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá hinu meinta ofbeldi af hálfu móður sinnar. Með nálgunarbanninu er lagt bann við því að móðir stúlkunnar komi nálægt henni á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus. Þá sé henni jafnframt bannað að veita dóttur sinni eftir eftirför, heimsækja, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu hennar hverju sinni, eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við hana, svo sem með símtölum, tölvupósti eða með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að kona sem liggur undir sterkum grun um að hafa beitt dóttur sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi skyldi sæta nálgunarbanni í sex vikur. Í ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 2. september kemur fram að stúlkan hafi greint frá alvarlegu og ítrekuðu ofbeldi af hálfu móður sinnar áður en fjölskyldan flutti til Íslands fyrir þremur árum. Dregið hafi úr ofbeldinu eftir að til Íslands kom en það byrjað fljótlega aftur. Um hafi verið að ræða barsmíðar með opnum lófa eða krepptum hnefa og hafi móðir hennar leitast við að höggin lentu í andliti hennar. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði stúlkan meðal annars að móðir hennar hafi lamið hana í klessu og ekki leyft henni að fara í skóla eftir það til að koma í veg fyrir að marblettir sem hún hafi fengið sæjust og hafi slíkt gerst nokkrum sinnum.„Ertu heimsk að lemja mig“Móðir stúlkunnar neitaði alfarið sök um ofbeldi gagnvart henni en viðurkenndi við skýrslutöku að annað slagið, stundum tvisvar í viku eða sjaldnar, rífist þær á háu nótunum.. Tilgreindi stúlkan sambýlismann móður sinnar sem vitni af atvikunum og vinkonu sína í eitt skipti. Þvertók sambýlismaður hennar fyrir að hafa orðið vitni að ofbeldi konunnar í garð dóttur hennar. Vinkona stúlkunnar staðfesti þó frásögn hennar af atviki sem gerðist í herbergi hennar. Kvað hún móður stúlkunnar hafa kallað hana illum nöfnum og gert lítið úr henni. Þá hafi hún heyrt stúlkuna segja við móður sína „Ertu heimsk að lemja mig“. Þegar stúlkan hafi komið út úr herberginu hafi hún verið með greinilegan roða á vinstri helming andlitsins, verið grátandi og skolfið.Greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá ofbeldinuÍ dómnum kemur fram að málefni fjölskyldunnar hafi verið til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum um tveggja ára skeið og segir í gögnum frá barnavernd að upplýsingar og vísbendingar hafi komið fram um að konan beitti dóttur sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Svo virðist sem málið hafi verið kært til lögreglu í kjölfar þess að stúlkan greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá hinu meinta ofbeldi af hálfu móður sinnar. Með nálgunarbanninu er lagt bann við því að móðir stúlkunnar komi nálægt henni á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus. Þá sé henni jafnframt bannað að veita dóttur sinni eftir eftirför, heimsækja, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu hennar hverju sinni, eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við hana, svo sem með símtölum, tölvupósti eða með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira