Nálgunarbann gagnvart móður sem beitti dóttur sína ofbeldi Anton Egilsson skrifar 20. september 2017 21:41 Móðir stúlkunnar neitar alfarið að hafa beitt hana ofbeldi. Vísir/Getty Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að kona sem liggur undir sterkum grun um að hafa beitt dóttur sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi skyldi sæta nálgunarbanni í sex vikur. Í ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 2. september kemur fram að stúlkan hafi greint frá alvarlegu og ítrekuðu ofbeldi af hálfu móður sinnar áður en fjölskyldan flutti til Íslands fyrir þremur árum. Dregið hafi úr ofbeldinu eftir að til Íslands kom en það byrjað fljótlega aftur. Um hafi verið að ræða barsmíðar með opnum lófa eða krepptum hnefa og hafi móðir hennar leitast við að höggin lentu í andliti hennar. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði stúlkan meðal annars að móðir hennar hafi lamið hana í klessu og ekki leyft henni að fara í skóla eftir það til að koma í veg fyrir að marblettir sem hún hafi fengið sæjust og hafi slíkt gerst nokkrum sinnum.„Ertu heimsk að lemja mig“Móðir stúlkunnar neitaði alfarið sök um ofbeldi gagnvart henni en viðurkenndi við skýrslutöku að annað slagið, stundum tvisvar í viku eða sjaldnar, rífist þær á háu nótunum.. Tilgreindi stúlkan sambýlismann móður sinnar sem vitni af atvikunum og vinkonu sína í eitt skipti. Þvertók sambýlismaður hennar fyrir að hafa orðið vitni að ofbeldi konunnar í garð dóttur hennar. Vinkona stúlkunnar staðfesti þó frásögn hennar af atviki sem gerðist í herbergi hennar. Kvað hún móður stúlkunnar hafa kallað hana illum nöfnum og gert lítið úr henni. Þá hafi hún heyrt stúlkuna segja við móður sína „Ertu heimsk að lemja mig“. Þegar stúlkan hafi komið út úr herberginu hafi hún verið með greinilegan roða á vinstri helming andlitsins, verið grátandi og skolfið.Greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá ofbeldinuÍ dómnum kemur fram að málefni fjölskyldunnar hafi verið til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum um tveggja ára skeið og segir í gögnum frá barnavernd að upplýsingar og vísbendingar hafi komið fram um að konan beitti dóttur sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Svo virðist sem málið hafi verið kært til lögreglu í kjölfar þess að stúlkan greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá hinu meinta ofbeldi af hálfu móður sinnar. Með nálgunarbanninu er lagt bann við því að móðir stúlkunnar komi nálægt henni á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus. Þá sé henni jafnframt bannað að veita dóttur sinni eftir eftirför, heimsækja, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu hennar hverju sinni, eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við hana, svo sem með símtölum, tölvupósti eða með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að kona sem liggur undir sterkum grun um að hafa beitt dóttur sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi skyldi sæta nálgunarbanni í sex vikur. Í ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 2. september kemur fram að stúlkan hafi greint frá alvarlegu og ítrekuðu ofbeldi af hálfu móður sinnar áður en fjölskyldan flutti til Íslands fyrir þremur árum. Dregið hafi úr ofbeldinu eftir að til Íslands kom en það byrjað fljótlega aftur. Um hafi verið að ræða barsmíðar með opnum lófa eða krepptum hnefa og hafi móðir hennar leitast við að höggin lentu í andliti hennar. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði stúlkan meðal annars að móðir hennar hafi lamið hana í klessu og ekki leyft henni að fara í skóla eftir það til að koma í veg fyrir að marblettir sem hún hafi fengið sæjust og hafi slíkt gerst nokkrum sinnum.„Ertu heimsk að lemja mig“Móðir stúlkunnar neitaði alfarið sök um ofbeldi gagnvart henni en viðurkenndi við skýrslutöku að annað slagið, stundum tvisvar í viku eða sjaldnar, rífist þær á háu nótunum.. Tilgreindi stúlkan sambýlismann móður sinnar sem vitni af atvikunum og vinkonu sína í eitt skipti. Þvertók sambýlismaður hennar fyrir að hafa orðið vitni að ofbeldi konunnar í garð dóttur hennar. Vinkona stúlkunnar staðfesti þó frásögn hennar af atviki sem gerðist í herbergi hennar. Kvað hún móður stúlkunnar hafa kallað hana illum nöfnum og gert lítið úr henni. Þá hafi hún heyrt stúlkuna segja við móður sína „Ertu heimsk að lemja mig“. Þegar stúlkan hafi komið út úr herberginu hafi hún verið með greinilegan roða á vinstri helming andlitsins, verið grátandi og skolfið.Greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá ofbeldinuÍ dómnum kemur fram að málefni fjölskyldunnar hafi verið til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum um tveggja ára skeið og segir í gögnum frá barnavernd að upplýsingar og vísbendingar hafi komið fram um að konan beitti dóttur sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Svo virðist sem málið hafi verið kært til lögreglu í kjölfar þess að stúlkan greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá hinu meinta ofbeldi af hálfu móður sinnar. Með nálgunarbanninu er lagt bann við því að móðir stúlkunnar komi nálægt henni á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus. Þá sé henni jafnframt bannað að veita dóttur sinni eftir eftirför, heimsækja, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu hennar hverju sinni, eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við hana, svo sem með símtölum, tölvupósti eða með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira