Reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá Eistnaflugi Haraldur Guðmundsson skrifar 25. september 2017 07:00 Stefán Magnússon, stofnandi Eistnaflugs. vísir/daníel Stjórnendur þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs reyna nú að forða henni frá gjaldþroti. Miðasala á hátíðina í sumar var undir væntingum og hefur Fréttablaðið eftir heimildum að starfsfólk hafi ekki fengið greidd öll sín laun. „Ég held ég geti nánast lofað því að við náum að klára þetta. Staðan í sumar var þannig að Íslendingarnir mættu en við fengum varla útlendinga á svæðið en þeir hafa verið um 30 prósent af gestum hátíðarinnar í gegnum tíðina,“ segir Stefán Magnússon, stofnandi og stjórnarformaður Eistnaflugs. Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. Þar spila bæði innlendar og erlendar hljómsveitir yfir alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin stendur yfir. Miðasala á Eistnaflug 2018 er hafin og bjóðast miðar nú á forsöluverði eða 15 þúsund krónur. „Við höfðum áður fengið allt að 700-800 erlenda gesti en ég ætla ekki einu sinni að giska á hvort þeir náðu 50 í sumar,“ segir Stefán. „Það er verið að vinna úr þessu og það tekur tíma að klára þetta. Það eru allir af vilja gerðir og þess vegna er ég bjartsýnn á að við náum því,“ segir Stefán. Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Stjórnendur þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs reyna nú að forða henni frá gjaldþroti. Miðasala á hátíðina í sumar var undir væntingum og hefur Fréttablaðið eftir heimildum að starfsfólk hafi ekki fengið greidd öll sín laun. „Ég held ég geti nánast lofað því að við náum að klára þetta. Staðan í sumar var þannig að Íslendingarnir mættu en við fengum varla útlendinga á svæðið en þeir hafa verið um 30 prósent af gestum hátíðarinnar í gegnum tíðina,“ segir Stefán Magnússon, stofnandi og stjórnarformaður Eistnaflugs. Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. Þar spila bæði innlendar og erlendar hljómsveitir yfir alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin stendur yfir. Miðasala á Eistnaflug 2018 er hafin og bjóðast miðar nú á forsöluverði eða 15 þúsund krónur. „Við höfðum áður fengið allt að 700-800 erlenda gesti en ég ætla ekki einu sinni að giska á hvort þeir náðu 50 í sumar,“ segir Stefán. „Það er verið að vinna úr þessu og það tekur tíma að klára þetta. Það eru allir af vilja gerðir og þess vegna er ég bjartsýnn á að við náum því,“ segir Stefán.
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira