Tónlist

Tíma­móta­samningur í ís­lenskri rapp­út­gáfu

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds auk Jóns Diðriks, forstjóra Senu, við stofnun Öldu Music.
Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds auk Jóns Diðriks, forstjóra Senu, við stofnun Öldu Music. Fréttablaðið/Eyþór
„Þetta er almennur samstarfssamningur en þetta snýst í raun um að við erum „partner“ fyrir 300 á Íslandi og við stefnum á að verða það líka fyrir Skandinavíu. Í praxís þýðir þetta að okkar listamenn eru á þeirra „roadmappi“ og við erum dreifingaraðili fyrir þeirra tónlist hér á Íslandi og vonandi víðar. Það þýðir líka að við erum að „teyma upp“ með þeirra taktsmiðum jafnvel fyrir íslenska rappara, þeir fá fyrsta möguleika á þeim listamönnum sem við skrifum undir með hérna heima – við erum í raun virkur „partner“ fyrir þá hérna heima. Þetta er í raun algjör „game changer“ fyrir framtíð Öldu,“ segir Sölvi Blöndal, annar stjórnenda Öldu Music, en fyrirtækið skrifaði undir samstarfssamning við bandaríska hipphoppútgáfufyrirtækið 300 Entertainment nú á dögunum.

Sölvi segir samninginn geta þýtt það að íslenskir hipphopplistamenn eigi kost á samvinnu með listamönnum 300 útgáfunnar – en meðal þeirra sem eru undir samningi hjá fyrirtækinu eru Íslandsvinirnir Migos og Young Thug, Fetty Wap, Riff Raff og fleiri.

Alda Music var stofnað í fyrra og eru það þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds sem eru í brúnni. Þeir gáfu til að mynda út nýjustu plötu Úlfur Úlfur, Kristalsplötu Páls Óskars og plötu með Ella Grill.

Íslandsvinurinn Young Thug er meðal þeirra listamanna sem er á snærum 300 Entertainment.Vísir/Getty

300 Entertainment

Útgáfufyrirtæki stofnað árið 2012 af Lyor Cohen, Roger Gold, Kevin Liles og Todd Moscowitz.

Fyrirtækið fókusar aðallega á hipphopptónlist og eru margir af þeim stærstu í þeim bransa á samningi hjá fyrirtækinu. 

Lyor Cohen, einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins, yfirgaf það nýlega og stjórnar nú tónlistardeild YouTube.

Hann er einn af þeim allra stærstu bak við tjöldin í rappbransanum og byrjaði feril sinn hjá umboðsfyrirtækinu Rush þar sem hann landaði sveitum eins og A Tribe Called Quest, EPMD og De La Soul. Hann á einnig heiðurinn af ódauðlegu samstarfi Run-DMC og Adidas auk þess að vera einn af stofnendum Def Jam.


Tengdar fréttir

Nýtt nafn í útgáfubransanum

Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×