Fólk beðið að fara varlega vegna heitavatnsleka í Vesturbæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2017 16:15 Mikil gufa streymir frá vatninu við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Vísir/Sunna Karen Rétt fyrir klukkan 16 í dag barst Veitum tilkynning um að heitt vatn streymdi af krafti upp á gatnamótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Mannskapur var þegar sendur á staðinn til að stöðva lekann, segir í tilkynningu frá Veitum sem send var út nú á fimmta tímanum í dag. Reikna má með heitavatnsleysi víða í Vesturbæ á meðan gert verður við lögnina. Þá er fólk varað við slysahættu í grennd við lekann og beðið að gæta sérstaklega að því að börn séu ekki að leik á staðnum. Vatnið er sjóðheitt og getur valdið mjög slæmum brunasárum við örsnögga snertingu við vatnið. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.Uppfært klukkan 16:28: Slökkviliðið sendi dælubíl á vettvang auk sjúkrabíls en heitt vatn hefur flætt inn í kjallara húsa í kring. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi og þá sérstaklega við að passa upp á að fólk verði sér ekki að voða vegna heita vatnsins, sem er mjög heitt. Ljóst er að nokkurt tjón hefur orðið vegna heitavatnslekans. Veitur biðja íbúa umræddra húsa að fara varlega þar sem vatnið getur verið sjóðheitt og valdið brunasárum við örsnögga snertingu, segir enn fremur í annarri tilkynningu frá Veitum.Uppfært klukkan 18.25: Starfsfólk Veitna hefur nú staðsett leku lögnina sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag. Reyndist hún vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom hins vegar upp á mótum Kaplaskjólsvegar og Víðimels og nálægum brunnum. Búið er að einangra æðina með því að loka fyrir streymi beggja vegna við hana og hefur sú aðgerð ekki áhrif á afhendingu heits vatns til íbúa. Því ættu allir að vera komnir með heitt vatn en nokkra stund tekur að ná upp fullum þrýstingi á öllu svæðinu Fyrstu fregnir gáfu til kynna að nokkurt tjón hefði orðið þegar heitt vatn flæddi í kjallara í grennd við bilunina. Svo virðist sem þær hafi ekki reynst á rökum reistar, enn sem komið er hafa engar beiðnir um aðstoð við dælingu borist slökkviliði. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Rétt fyrir klukkan 16 í dag barst Veitum tilkynning um að heitt vatn streymdi af krafti upp á gatnamótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Mannskapur var þegar sendur á staðinn til að stöðva lekann, segir í tilkynningu frá Veitum sem send var út nú á fimmta tímanum í dag. Reikna má með heitavatnsleysi víða í Vesturbæ á meðan gert verður við lögnina. Þá er fólk varað við slysahættu í grennd við lekann og beðið að gæta sérstaklega að því að börn séu ekki að leik á staðnum. Vatnið er sjóðheitt og getur valdið mjög slæmum brunasárum við örsnögga snertingu við vatnið. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.Uppfært klukkan 16:28: Slökkviliðið sendi dælubíl á vettvang auk sjúkrabíls en heitt vatn hefur flætt inn í kjallara húsa í kring. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi og þá sérstaklega við að passa upp á að fólk verði sér ekki að voða vegna heita vatnsins, sem er mjög heitt. Ljóst er að nokkurt tjón hefur orðið vegna heitavatnslekans. Veitur biðja íbúa umræddra húsa að fara varlega þar sem vatnið getur verið sjóðheitt og valdið brunasárum við örsnögga snertingu, segir enn fremur í annarri tilkynningu frá Veitum.Uppfært klukkan 18.25: Starfsfólk Veitna hefur nú staðsett leku lögnina sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag. Reyndist hún vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom hins vegar upp á mótum Kaplaskjólsvegar og Víðimels og nálægum brunnum. Búið er að einangra æðina með því að loka fyrir streymi beggja vegna við hana og hefur sú aðgerð ekki áhrif á afhendingu heits vatns til íbúa. Því ættu allir að vera komnir með heitt vatn en nokkra stund tekur að ná upp fullum þrýstingi á öllu svæðinu Fyrstu fregnir gáfu til kynna að nokkurt tjón hefði orðið þegar heitt vatn flæddi í kjallara í grennd við bilunina. Svo virðist sem þær hafi ekki reynst á rökum reistar, enn sem komið er hafa engar beiðnir um aðstoð við dælingu borist slökkviliði.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira