Besti leikstjórinn á Cannes 2016 mætir á RIFF Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2017 11:45 Síðustu þrjár kvikmyndir Assayas, Aprés maí (2012), Sils Maria (2014) og Personal Shopper (2016), hafa allar hlotið margvíslegar viðurkenningar. Franski leikstjórinn Olivier Assayas verður einn af heiðursgestum RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem fram fer 28. september til 8. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Assayas hefur um árabil verði einn allra fremsti kvikmyndagerðarmaður Frakklands en eftir hann liggja tugir verka sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga. Assayas sló í gegn á 10. áratug síðustu aldar með kvikmyndinni Irma Vep sem er marglaga listaverk ogóður leikstjórans til kvikmyndaborgarinnar Hong Kong. Eftir aldamót hefur Assayas notið fádæma velgengni en myndir á borð við Les Destinées sentimentales (2000), Demonlover (2002) og Clean (2004) voru allar tilnefndar til Gullpálmans í Cannes. Hann var einn þeirra 22 leiksjtóra sem fengu þann heiður að taka þátt í Paris, je t’aime (2006) og leikstýrði einnig sjónvarpsþáttaröðinni Carlos, sem fjallaði um ævistarf hryðjuverkamannsins Carlos „sjakala“ en þáttaröðin naut mikillar hylli meðal gagnrýnenda sem áhorfenda. Síðustu þrjár kvikmyndir Assayas, Aprés maí (2012), Sils Maria (2014) og Personal Shopper (2016), hafa allar hlotið margvíslegar viðurkenningar. Fyrir þá síðastnefndu var Assayas verðlaunaður sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem er einn æðsti heiður sem leikstjóra getur hlotnast. Á RIFF verður yfirlitssýning á verkum Assayas auk þess sem hann verður aðdáendum og ungu kvikmyndagerðarfólki innan handar á sérstökum masterclass-fyrirlestri. Tengdar fréttir Áhorfendur bauluðu eftir sýningu á nýjustu mynd Kristen Stewart í Cannes „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir,“ sagði Kristen Stewart á blaðamannafundi eftir sýningu myndarinnar. 17. maí 2016 16:50 Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Söngvarinn slæst í hóp með Kristen Stewart, Cara Delevingne og Caroline de Maigret. Taskan ber nafnið Gabrielle. 27. apríl 2017 09:00 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Franski leikstjórinn Olivier Assayas verður einn af heiðursgestum RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem fram fer 28. september til 8. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Assayas hefur um árabil verði einn allra fremsti kvikmyndagerðarmaður Frakklands en eftir hann liggja tugir verka sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga. Assayas sló í gegn á 10. áratug síðustu aldar með kvikmyndinni Irma Vep sem er marglaga listaverk ogóður leikstjórans til kvikmyndaborgarinnar Hong Kong. Eftir aldamót hefur Assayas notið fádæma velgengni en myndir á borð við Les Destinées sentimentales (2000), Demonlover (2002) og Clean (2004) voru allar tilnefndar til Gullpálmans í Cannes. Hann var einn þeirra 22 leiksjtóra sem fengu þann heiður að taka þátt í Paris, je t’aime (2006) og leikstýrði einnig sjónvarpsþáttaröðinni Carlos, sem fjallaði um ævistarf hryðjuverkamannsins Carlos „sjakala“ en þáttaröðin naut mikillar hylli meðal gagnrýnenda sem áhorfenda. Síðustu þrjár kvikmyndir Assayas, Aprés maí (2012), Sils Maria (2014) og Personal Shopper (2016), hafa allar hlotið margvíslegar viðurkenningar. Fyrir þá síðastnefndu var Assayas verðlaunaður sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem er einn æðsti heiður sem leikstjóra getur hlotnast. Á RIFF verður yfirlitssýning á verkum Assayas auk þess sem hann verður aðdáendum og ungu kvikmyndagerðarfólki innan handar á sérstökum masterclass-fyrirlestri.
Tengdar fréttir Áhorfendur bauluðu eftir sýningu á nýjustu mynd Kristen Stewart í Cannes „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir,“ sagði Kristen Stewart á blaðamannafundi eftir sýningu myndarinnar. 17. maí 2016 16:50 Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Söngvarinn slæst í hóp með Kristen Stewart, Cara Delevingne og Caroline de Maigret. Taskan ber nafnið Gabrielle. 27. apríl 2017 09:00 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Áhorfendur bauluðu eftir sýningu á nýjustu mynd Kristen Stewart í Cannes „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir,“ sagði Kristen Stewart á blaðamannafundi eftir sýningu myndarinnar. 17. maí 2016 16:50
Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Söngvarinn slæst í hóp með Kristen Stewart, Cara Delevingne og Caroline de Maigret. Taskan ber nafnið Gabrielle. 27. apríl 2017 09:00