Rússneska íþróttafólkið neitar að skila "skítugu“ medalíunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 22:45 Jessica Ennis-Hill stóð kasólétt á verðlaunapallinum á dögunum þegar hún fékk loksins gullverðlaun sín afhent frá HM 2011. Vísir/Getty Fjölmargir Ólympíumeistarar og heimsmeistarar í frjálsum íþróttum hafa misst titla sína og verðlaun á síðustu misserum eftir að upp komst að þeir höfðu notað ólögleg lyf. Með betri tækni í lyfjaeftirliti hefur verið hægt að skanna nánar og prófa betur sýni íþróttafólksins frá því þegar þau unnu verðlaun á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum og þá hafa menn uppgötvað að margir heims- og Ólympíumeistarar voru með óhreint mjöl í pokahorninu. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur verið í herför gegn ólöglegri lyfjanotkun í frjálsum íþróttum og hafa sem dæmi tekið mjög hart á skipulagðri lyfjanotkun Rússa. Þeir hafa líka reynt að búa til smá sárabót fyrir það íþróttafólk sem var svindlað á. Á nýloknu heimsmeistaramóti í London fengu þannig sextán íþróttamenn afhent verðlaun með viðhöfn. Allt var þetta íþróttafólk sem hafði verið „svindlað“ á þar sem umræddir verðlaunapeningar fóru á sínum tíma um hálsinn á fólki sem hafði notað ólögleg lyf en sloppið í gegnum lyfjapróf á viðkomandi stórmóti. BBC segir hinsvegar frá því að það getur verið erfitt að finna og endurheimta þessa verðlaunapeninga því svindlararnir eru margir ekki til í að skila medalíunum sínum. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setur það í hendur sambands í hverju landi fyrir sig að endurheimta verðlaunapeninganna og það hefur gengið einstaklega illa hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu að fá medalíurnar til baka. Svo illa að rússneska frjálsíþróttasambandið hefur aðeins fengið til baka 3 af 24 verðlaunapeningum frá því íþróttafólki sínu sem hefur fallið á síðbúnu lyfjaprófi. BBC fjallar betur um þetta mál hér. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Fjölmargir Ólympíumeistarar og heimsmeistarar í frjálsum íþróttum hafa misst titla sína og verðlaun á síðustu misserum eftir að upp komst að þeir höfðu notað ólögleg lyf. Með betri tækni í lyfjaeftirliti hefur verið hægt að skanna nánar og prófa betur sýni íþróttafólksins frá því þegar þau unnu verðlaun á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum og þá hafa menn uppgötvað að margir heims- og Ólympíumeistarar voru með óhreint mjöl í pokahorninu. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur verið í herför gegn ólöglegri lyfjanotkun í frjálsum íþróttum og hafa sem dæmi tekið mjög hart á skipulagðri lyfjanotkun Rússa. Þeir hafa líka reynt að búa til smá sárabót fyrir það íþróttafólk sem var svindlað á. Á nýloknu heimsmeistaramóti í London fengu þannig sextán íþróttamenn afhent verðlaun með viðhöfn. Allt var þetta íþróttafólk sem hafði verið „svindlað“ á þar sem umræddir verðlaunapeningar fóru á sínum tíma um hálsinn á fólki sem hafði notað ólögleg lyf en sloppið í gegnum lyfjapróf á viðkomandi stórmóti. BBC segir hinsvegar frá því að það getur verið erfitt að finna og endurheimta þessa verðlaunapeninga því svindlararnir eru margir ekki til í að skila medalíunum sínum. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setur það í hendur sambands í hverju landi fyrir sig að endurheimta verðlaunapeninganna og það hefur gengið einstaklega illa hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu að fá medalíurnar til baka. Svo illa að rússneska frjálsíþróttasambandið hefur aðeins fengið til baka 3 af 24 verðlaunapeningum frá því íþróttafólki sínu sem hefur fallið á síðbúnu lyfjaprófi. BBC fjallar betur um þetta mál hér.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira