Alltaf verið rosalega gaman í afmælinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Afmælisbarnið, Gunnar Már Hauksson, ásamt syni sínum, Hauki Gunnarssyni á góðri stundu. Mynd/Gunnar Már Hauksson Gunnar Már Hauksson, fyrrverandi útibússtjóri í Búnaðarbankanum og skrifstofustjóri Landakotsspítala, varð áttræður í vikunni. Í tilefni af því blés hann til tveggja daga afmælisgleði. Það er ekkert grín fyrir Gunnar að koma afkomendum sínum á sama stað, en þeir eru búsettir víðsvegar á jarðarkringlunni. Ein dóttir hans er búsett í Berlín ásamt fjölskyldu og önnur er staðsett í Noregi. „Ég ætlaði að vísu ekki að halda upp á afmælið en þegar ég frétti að þau væru að koma ákvað ég að halda veislu,“ segir Gunnar. Börn Gunnars eru alls fimm en síðast er hann átti stórafmæli ákvað hann að bjóða öllum í ferð á Pýrenaskagann. Þá voru afkvæmin enn dreifðari og sá afmælisbarnið þann kost vænstan að bjóða öllum, börnum og barnabörnum, í ferðina. „Þetta var í júlí 2007 og ég tók þá ákvörðun að selja öll hlutabréfin mín í Kaupþingi og bjóða öllum með. Ég held að þetta hafi verið hárréttur tími til að eiga afmæli því bréfin voru þá í hæstu hæðum,“ segir Gunnar og hlær. Þá voru börn hans enn dreifðari, allt frá Tromsö til Mílanó. Fögnuðinum vegna áttræðisafmælisins lauk síðan í gær. Þá héldu Gunnar og Egill, næstyngsti sonur hans, upp á sameiginlegt 130 ára afmæli með tónleikum í Áskirkju. „Egill varð fimmtugur í fyrra og ætlaði að halda tónleikana þá en þurfti að slá þeim á frest. Við ákváðum því að gera þetta svona þegar í ljós kom að fólkið okkar var að koma frá útlöndum,“ segir Gunnar. Á tónleikunum var boðið upp á verk eftir Egil en sá er tónskáld. Meðal þeirra sem komu fram voru Gissur Páll, kórinn Hljómeyki að ógleymdum öðrum kór sem kallast Silfur Egils. „Það nafn var komið löngu áður en sjónvarpsþátturinn kom til sögunnar,“ segir Gunnar og hlær á ný. Afmælistónleikarnir eru heldur ekki í fyrsta sinn sem Gunnar slær afmælum saman. Það gerðu hann og eiginkona hans heitin þegar þau urðu fertug svo úr varð áttatíu ára afmæli. Fimmtugsafmælið var haldið í Noregi og sextugsafmælið í Grímsnesi. „Það hefur alltaf verið rosalega gaman í afmælinu mínu en sérstaklega í Vatnsholti í fyrradag,“ segir Gunnar að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Gunnar Már Hauksson, fyrrverandi útibússtjóri í Búnaðarbankanum og skrifstofustjóri Landakotsspítala, varð áttræður í vikunni. Í tilefni af því blés hann til tveggja daga afmælisgleði. Það er ekkert grín fyrir Gunnar að koma afkomendum sínum á sama stað, en þeir eru búsettir víðsvegar á jarðarkringlunni. Ein dóttir hans er búsett í Berlín ásamt fjölskyldu og önnur er staðsett í Noregi. „Ég ætlaði að vísu ekki að halda upp á afmælið en þegar ég frétti að þau væru að koma ákvað ég að halda veislu,“ segir Gunnar. Börn Gunnars eru alls fimm en síðast er hann átti stórafmæli ákvað hann að bjóða öllum í ferð á Pýrenaskagann. Þá voru afkvæmin enn dreifðari og sá afmælisbarnið þann kost vænstan að bjóða öllum, börnum og barnabörnum, í ferðina. „Þetta var í júlí 2007 og ég tók þá ákvörðun að selja öll hlutabréfin mín í Kaupþingi og bjóða öllum með. Ég held að þetta hafi verið hárréttur tími til að eiga afmæli því bréfin voru þá í hæstu hæðum,“ segir Gunnar og hlær. Þá voru börn hans enn dreifðari, allt frá Tromsö til Mílanó. Fögnuðinum vegna áttræðisafmælisins lauk síðan í gær. Þá héldu Gunnar og Egill, næstyngsti sonur hans, upp á sameiginlegt 130 ára afmæli með tónleikum í Áskirkju. „Egill varð fimmtugur í fyrra og ætlaði að halda tónleikana þá en þurfti að slá þeim á frest. Við ákváðum því að gera þetta svona þegar í ljós kom að fólkið okkar var að koma frá útlöndum,“ segir Gunnar. Á tónleikunum var boðið upp á verk eftir Egil en sá er tónskáld. Meðal þeirra sem komu fram voru Gissur Páll, kórinn Hljómeyki að ógleymdum öðrum kór sem kallast Silfur Egils. „Það nafn var komið löngu áður en sjónvarpsþátturinn kom til sögunnar,“ segir Gunnar og hlær á ný. Afmælistónleikarnir eru heldur ekki í fyrsta sinn sem Gunnar slær afmælum saman. Það gerðu hann og eiginkona hans heitin þegar þau urðu fertug svo úr varð áttatíu ára afmæli. Fimmtugsafmælið var haldið í Noregi og sextugsafmælið í Grímsnesi. „Það hefur alltaf verið rosalega gaman í afmælinu mínu en sérstaklega í Vatnsholti í fyrradag,“ segir Gunnar að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira