Sport

Sara og Annie jafnar í öðru sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. Mynd/Fésbókarsíða The CrossFit Games
Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir eru jafnar ásamt Kara Webb frá Ástralíu í öðru sæti á heimsleikunum í Crossfit sem nú fara fram í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir, ríkjandi meistari, er í sjötta sæti.

Keppt var í níundu keppnisgrein nú síðdegis en þar náði Sara þriðja sæti á 9:02 mínútum en Annie Mist var skammt á eftir í fimmta sæti á 9:36 mínútum.

Þær áttu hins vegar ekki möguleika gegn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu sem kláraði þrautina (e. Muscle-Up Clean Ladder) á 7:12 mínútum og hefur nú forystuna í stigakeppninni. Hún er með 692 stig, 20 stigum meira en þær Sara, Annie Mist og Webb.

Katrín Tanja er í sjötta sætinu með 608 stig en hún var ekki á meðal tíu efstu í greininni.

Björgvin Karl Guðmundsson er enn í fimmta sæti í karlaflokki eftir að hafa endað í níunda sæti í síðustu grein. Mathew Fraser er langefsturí heildarkeppni karla með 750 stig en næstur Ricky Garard með 616 stig. Björgvin Karl er með 558 stig.

Keppendur vita hvernig tíunda keppnisgrein leikanna lítur út en hún hefst laust fyrir miðnættu í kvöld. Hægt verður að fylgjast með henni í beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×