Sport

Fjærlægðust forystusauðinn eftir fyrstu grein dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Annie Mist er komin upp í 4. sætið.
Annie Mist er komin upp í 4. sætið. vísir/stefán
Íslensku stelpurnar á heimsleikunum í Crossfit fjarlægðust forystusauðinn, Tiu-Clair Toomey, eftir fyrstu grein dagsins, Madison Triplet.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem var í 3. sæti fyrir daginn, er dottin niður í það fimmta. Hún endaði í 22. sæti í fyrstu grein dagsins og er nú 106 stigum á eftir Toomey.

Annie Mist Þórisdóttir endaði í 15. sæti í Madison Triplet og lyfti sér upp í 4. sætið. Hún er 98 stigum á eftir Toomey.

Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem vann titilinn hraustasta kona heims 2015 og 2016, er enn í 6. sætinu, 144 stigum á eftir Toomey. Katrín Tanja lenti í 13. sæti í Madison Triplet.

Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fyrstu grein dagsins, eða 5. sæti. Hún er í 18. sæti í heildina.

Næsta grein í kvennaflokki hefst klukkan 18:15 að íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá heimsleikunum með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Íslensku stelpurnar þurfa góðan endasprett

Fyrir lokadaginn á heimsleikunum í Crossfit er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í 3. sæti og Annie Mist Þórisdóttir í því fjórða. Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem hefur unnið keppnina undanfarin tvö ár, er í 6. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×