Sport

Katrín Tanja vann sína aðra grein og lyfti sér upp í 5. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katrín Tanja er komin upp í 5. sætið.
Katrín Tanja er komin upp í 5. sætið. vísir/gva
Katrín Tanja Davíðsdóttir hrósaði sigri í annarri grein dagsins, 2223 Intervals, á heimsleikunum í Crossfit.

Katrín Tanja var með besta tímann, 10:38,09, er komin upp í 5. sætið í heildina. Þetta er önnur greinin sem hún vinnur á heimsleikunum í ár en hún varð einnig hlutskörpust í Strongman's Fear.

Annie Mist Þórisdóttir lenti í 2. sæti í 2223 Intervals og lyfti sér upp í 3. sætið í heildina.

Annie Mist, sem hlaut nafnbótina hraustasta kona heims 2011 og 2012, er nú 56 stigum á eftir efstu konu, Tiu-Clair Toomey, sem náði aðeins 14. sæti í annarri grein dagsins.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir lenti í 6. sæti í 2223 Intervals og er í 4. sæti í heildina.

Þuríður Erla Helgadóttir lenti í 12. sæti í annarri grein dagsins og er í 18. sætinu í heildina.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá mótinu með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Íslensku stelpurnar þurfa góðan endasprett

Fyrir lokadaginn á heimsleikunum í Crossfit er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í 3. sæti og Annie Mist Þórisdóttir í því fjórða. Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem hefur unnið keppnina undanfarin tvö ár, er í 6. sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.