Conor McGregor er langvinsælasti bardagakappinn hjá UFC en þó svo hann eigi marga aðdáendur þá líkar öðrum bardagaköppum í UFC ekkert sérstaklega vel við hann.
„Bardagaköppunum líkar ekki við hann því hann talar allt of mikið,“ segir fyrrum þungavigtarmeistarinn, Fabricio Werdum.
„Ef hann hefði borið meiri virðingu fyrir öðrum bardagaköppum þá myndu allir elska hann. En hann talaði of mikið.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem aðrir bardagakappar í UFC lýsa yfir andúð sinni á Íranum. Margir segja að það sé einfaldlega öfund þar sem Conor þéni miklu meira en hinir.
„Conor fær mikla kynningu. Hann talar mikið en ber ekki virðingu fyrir neinum. Ef þið talið við aðra í UFC þá myndu átta af hverjum tíu pottþétt segja að þeir þoli hann ekki. Það er klárt.“
