Sport

Þeir sem gagnrýna bardaga Conors og Mayweather hafa aldrei barist

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holly er hér að láta Rondu finna fyrir því.
Holly er hér að láta Rondu finna fyrir því. vísir/getty
Það er offramboð af fólki að segja álit sitt á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather þessa dagana en fáir hafa meira vit á þessum efnum en Holly Holm.

Holm hefur verið heimsmeistari í hnefaleikum og einnig hjá UFC. Hún þekkir því báðar íþróttir vel og veit hvernig það er að skipta á milli þeirra.

„Ég er þannig bardagakappi að ég trúi því að allir eigi möguleika. Er ég kom úr boxinu yfir í MMA þá fannst mér eiga möguleika og það gekk eftir,“ sagði Holm sem varð heimsmeistari í hnefaleikum í þremur þyngdarflokkum og varði titil sinn 18 sinnum.

Hún varð síðan síðan ofurstjarna í UFC er hún rotaði Rondu Rousey með stæl.

„Það er ástæða fyrir því að Mayweather hefur aldrei tapað. Það getur samt allt gerst í bardaga og Conor hefur mikinn hraða. Mayweather hefur líka mikinn hraða sem fáir hafa ráðið við en Conor ræður vel við hraða menn líka. Bardagastíll Conors gæti orðið erfiður viðureignar fyrir Mayweather,“ segir Holm en hún vill þó ekki spá fyrir um úrslit.

„Ef Conor vinnur þá gerist það snemma. Ef bardaginn ílengist þá mun Mayweather vinna. Það getur allt gerst í bardaga og það er skammarlegt að fólk sé að gera grín að þessum bardaga. Það er pottþétt fólk sem hefur aldrei barist sjálft.“

MMA

Tengdar fréttir

Sirkusinn byrjar á Wembley

Fjölmiðlasirkus Conor McGregor og Floyd Mayweather mun hefjast á Wembley síðar í þessum mánuði.

Pacquiao: Conor á enga möguleika

Manny Pacquiao hefur engan áhuga á bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather og varar fólk við því að hann gæti orðið mjög leiðinlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×