Amanda Nunes veik og getur ekki barist í kvöld - Romero og Whittaker í aðalbardaga kvöldsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júlí 2017 23:15 Hinn fertugi Yoel Romero. Vísir/Getty UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. UFC 213 fer fram í nótt í Las Vegas. Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur bardaginn verið felldur niður. Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker upp á bráðabirgðarbeltið í millivigtinni er nú aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Nunes en heimildir herma að hún hafi verið slöpp alla vikuna. Dana White, forseti UFC, sagði þó að Nunes hefði verið læknisfræðilega fær um að keppa en ekki liðið nógu vel til að keppa. Strávigtarmeistari UFC, Joanna Jedrzejczyk, bauðst til þess að stíga inn í stað Nunes en tíminn einfaldlega of knappur til að það hefði getað orðið að veruleika. Eins og áður segir verður bardagi Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru tveir af þeim bestu í millivigtinni en svo kallað bráðabirgðarbelti er í húfi. Millivigtarmeistarinn Michael Bisping er meiddur og ekki er víst hvenær hann getur snúið aftur og því hefur UFC búið til enn eitt bráðabirgðarbeltið. Yoel Romero er ótrúlegur íþróttamaður sem hlaut silfur í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum árið 2000. Þrátt fyrir að vera með eina bestu glímuferilskrá sem sést hefur í UFC notar hann glímuna ekkert sérstaklega mikið. Af 13 sigrum hans hafa 11 komið eftir rothögg. Romero hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC og þar af sex með rothöggi. Hinn fertugi Romero virðist ekkert vera að hægja á sér og er enn með gríðarlega mikinn sprengikraft. Andstæðingur Romero er Ástralinn Robert Whittaker. Whittaker er 13 árum yngri en Romero og hefur farið hamförum að undanförnu í millivigtinni. Whittaker er með sjö sigra í röð og þar af sex í millivigtinni eftir að hann færði sig upp úr veltivigtinni. Síðast sáum við Whittaker klára ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi og var það hans stærsti sigur á ferlinum til þessa. Whittaker er afar fær standandi og með fjögur rothögg í sex sigrum í millivigtinni. Hann þarf að hafa sig allan við til að bera sigur úr býtum gegn hinum óútreiknanlega Romero. Þetta ætti að verða virkilega spennandi bardagi enda eru stuðlarnir afar jafnir hjá veðbönkum fyrir þennan bardaga. Þrátt fyrir að við höfum misst Nunes og Shevchenko bardagann er aðalbardagi kvöldsins ekki síðri. UFC 213 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. UFC 213 fer fram í nótt í Las Vegas. Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur bardaginn verið felldur niður. Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker upp á bráðabirgðarbeltið í millivigtinni er nú aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Nunes en heimildir herma að hún hafi verið slöpp alla vikuna. Dana White, forseti UFC, sagði þó að Nunes hefði verið læknisfræðilega fær um að keppa en ekki liðið nógu vel til að keppa. Strávigtarmeistari UFC, Joanna Jedrzejczyk, bauðst til þess að stíga inn í stað Nunes en tíminn einfaldlega of knappur til að það hefði getað orðið að veruleika. Eins og áður segir verður bardagi Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru tveir af þeim bestu í millivigtinni en svo kallað bráðabirgðarbelti er í húfi. Millivigtarmeistarinn Michael Bisping er meiddur og ekki er víst hvenær hann getur snúið aftur og því hefur UFC búið til enn eitt bráðabirgðarbeltið. Yoel Romero er ótrúlegur íþróttamaður sem hlaut silfur í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum árið 2000. Þrátt fyrir að vera með eina bestu glímuferilskrá sem sést hefur í UFC notar hann glímuna ekkert sérstaklega mikið. Af 13 sigrum hans hafa 11 komið eftir rothögg. Romero hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC og þar af sex með rothöggi. Hinn fertugi Romero virðist ekkert vera að hægja á sér og er enn með gríðarlega mikinn sprengikraft. Andstæðingur Romero er Ástralinn Robert Whittaker. Whittaker er 13 árum yngri en Romero og hefur farið hamförum að undanförnu í millivigtinni. Whittaker er með sjö sigra í röð og þar af sex í millivigtinni eftir að hann færði sig upp úr veltivigtinni. Síðast sáum við Whittaker klára ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi og var það hans stærsti sigur á ferlinum til þessa. Whittaker er afar fær standandi og með fjögur rothögg í sex sigrum í millivigtinni. Hann þarf að hafa sig allan við til að bera sigur úr býtum gegn hinum óútreiknanlega Romero. Þetta ætti að verða virkilega spennandi bardagi enda eru stuðlarnir afar jafnir hjá veðbönkum fyrir þennan bardaga. Þrátt fyrir að við höfum misst Nunes og Shevchenko bardagann er aðalbardagi kvöldsins ekki síðri. UFC 213 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00