Banksy opinberaður: Safnstjóri Listasafns Akureyrar segir Banksy áhrifavald í veggjalist Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. júní 2017 16:07 Hlynur Hallsson segir spennandi tíma framundan. Vísir/Auðunn Níelsson Búið er að opinbera nafn manns sem líklegur er til að vera á bak við listamannsnafnið Banksy. Banksy hefur farið huldu höfði undanfarin ár. Listaverk hans hafa prýtt veggi um heim allan og í þeim er oft að finna mikla ádeilu á samfélagið og óréttlæti. CNN greinir frá. Nú er svo komið að fyrra nafn dularfulla listamannsins er komið upp á yfirborðið. Talið er að nafn hans sé Robert. Sá sem upplýsti um nafnið var breski plötusnúðurinn Goldie. Sá var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem meðal annars var fjallað um veggjalist. Goldie missti nafnið í raun út úr sér en reyndi þó að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú telja margir að Banksy sé í raun tónlistarmaðurinn Robert Del Naja, meðlimur í hljómsveitinni Massive Attack. Robert sá hefur verið bendlaður við hlutverk Banksy áður en hefur aldrei staðfest þetta.Veggurinn tákn um mótþróa „Veggurinn er almenningsrými og hefur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki bara stað inn í listasafni heldur líka út á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hlynur segir að það verði áhugavert að sjá hvernig Banksy eða Robert bregst við. Hlynur segir að líklega hafi Banksy viljað halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist hafi ekki beint verið lögleg. Fólk hafi líka farið að velta því fyrir sér hvort að verk hafi í raun verið eftir Banksy og það hafi einmitt gert þetta svo áhugavert. „Það hefur verið auðveldara fyrir hann að koma fram með einhver verk sem oft eru mjög gagnrýnin,“ segir Hlynur í samtali við Vísi.Önnur túlkun Hlynur segir að mögulega muni fólk túlka list Banksy á annan hátt en áður og tengja verk hans við lög og texta Massive Attack. Hann nefnir að Banksy sé mikil fyrirmynd fyrir marga. „Ég held að hann hafi haft áhrif á mjög marga, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim,“ segir Hlynur sem er veggjalistamaður sjálfur. Hlynur notast mikið við texta og nýtir orð til að búa til ádeiluverk. Hann segir áhuga fyrir veggjalist fara vaxandi. „Hérna á Íslandi hefur hún orðið meira áberandi á síðustu tíu árum heldur en þar á undan,“ svarar Hlynur. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Búið er að opinbera nafn manns sem líklegur er til að vera á bak við listamannsnafnið Banksy. Banksy hefur farið huldu höfði undanfarin ár. Listaverk hans hafa prýtt veggi um heim allan og í þeim er oft að finna mikla ádeilu á samfélagið og óréttlæti. CNN greinir frá. Nú er svo komið að fyrra nafn dularfulla listamannsins er komið upp á yfirborðið. Talið er að nafn hans sé Robert. Sá sem upplýsti um nafnið var breski plötusnúðurinn Goldie. Sá var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem meðal annars var fjallað um veggjalist. Goldie missti nafnið í raun út úr sér en reyndi þó að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú telja margir að Banksy sé í raun tónlistarmaðurinn Robert Del Naja, meðlimur í hljómsveitinni Massive Attack. Robert sá hefur verið bendlaður við hlutverk Banksy áður en hefur aldrei staðfest þetta.Veggurinn tákn um mótþróa „Veggurinn er almenningsrými og hefur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki bara stað inn í listasafni heldur líka út á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hlynur segir að það verði áhugavert að sjá hvernig Banksy eða Robert bregst við. Hlynur segir að líklega hafi Banksy viljað halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist hafi ekki beint verið lögleg. Fólk hafi líka farið að velta því fyrir sér hvort að verk hafi í raun verið eftir Banksy og það hafi einmitt gert þetta svo áhugavert. „Það hefur verið auðveldara fyrir hann að koma fram með einhver verk sem oft eru mjög gagnrýnin,“ segir Hlynur í samtali við Vísi.Önnur túlkun Hlynur segir að mögulega muni fólk túlka list Banksy á annan hátt en áður og tengja verk hans við lög og texta Massive Attack. Hann nefnir að Banksy sé mikil fyrirmynd fyrir marga. „Ég held að hann hafi haft áhrif á mjög marga, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim,“ segir Hlynur sem er veggjalistamaður sjálfur. Hlynur notast mikið við texta og nýtir orð til að búa til ádeiluverk. Hann segir áhuga fyrir veggjalist fara vaxandi. „Hérna á Íslandi hefur hún orðið meira áberandi á síðustu tíu árum heldur en þar á undan,“ svarar Hlynur.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira