Saumar veggteppi byggt á Riddarateppinu Sæunn Gísladóttir skrifar 26. júní 2017 07:00 Sólveig Hrönn er nýútskrifuð af fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík og stefnir á nám í fornfræði í vetur. vísir/eyþór Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir er 19 ára gömul og fæst nú við öðruvísi sumarstarf en flestir. Á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ er hún að sauma veggteppi byggt á hinu fræga Riddarateppi sem er til sýnis í Þjóðminjasafninu. „Ég var að vinna í Skapandi sumarstörfum í fyrra og mér fannst það mjög skemmtilegt þannig að ég ákvað að sækja um aftur í ár en með öðruvísi verkefni. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að gera eitthvað í höndunum. Í fyrra fór ég að pæla í útsaumi og viðhorfi til útsaums. Svo sótti ég um með það í huga að gera útsaumsverk og mér fannst spennandi hugmynd að ætla bara að gera eitt verk yfir sumarið,“ segir Sólveig. „Það hljómar eins og lítið þegar maður segist ætla að gera eitt verk en þegar maður sér það skilur maður af hverju var bara hægt að gera eitt verk.“ Sólveig hefur verið að rannsaka sögu handverks íslenskra kvenna og lýtur verk hennar meðal annars að nafnleysi saumakvenna fyrri alda og tímanum að baki útsaumsverkum. Sólveig veit ekki enn þá hversu stórt verk hennar verður. „Riddarateppið sjálft er held ég 130 x 160 cm. Ég ætla að byrja á að gera myndirnar sex sem eru í miðjunni og í kringum þær eru drekar sem mig langar að gera líka. Þannig að í rauninni er erfitt að segja til um hversu stórt þetta verður." Útsaumsverk hafa varðveist illa og eru að jafnaði höfundarlaus. Það einskorðast ekki við Ísland en saumur, vefnaður og aðrar hannyrðir þóttu einungis kvenlegar greinar og voru flokkaðar sem nytjalist en ekki alvöru listgreinar. Með verkefninu langar Sólveigu að sýna hversu mörg spor felast í einu dagsverki og efla vitund um gildi handverks og þá vinnu sem liggur að baki. Skapandi sumarstörf vara í átta vikur. Sólveig segir verkefnið fara vel af stað hjá sér og mun hún sýna það í lok júlí. Sólveig er nýútskrifuð af fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hyggur á að hefja háskólanám í fornfræði í vetur. „Það mætti kannski segja að ég sé áhugasöm um gamla tíma," segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir er 19 ára gömul og fæst nú við öðruvísi sumarstarf en flestir. Á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ er hún að sauma veggteppi byggt á hinu fræga Riddarateppi sem er til sýnis í Þjóðminjasafninu. „Ég var að vinna í Skapandi sumarstörfum í fyrra og mér fannst það mjög skemmtilegt þannig að ég ákvað að sækja um aftur í ár en með öðruvísi verkefni. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að gera eitthvað í höndunum. Í fyrra fór ég að pæla í útsaumi og viðhorfi til útsaums. Svo sótti ég um með það í huga að gera útsaumsverk og mér fannst spennandi hugmynd að ætla bara að gera eitt verk yfir sumarið,“ segir Sólveig. „Það hljómar eins og lítið þegar maður segist ætla að gera eitt verk en þegar maður sér það skilur maður af hverju var bara hægt að gera eitt verk.“ Sólveig hefur verið að rannsaka sögu handverks íslenskra kvenna og lýtur verk hennar meðal annars að nafnleysi saumakvenna fyrri alda og tímanum að baki útsaumsverkum. Sólveig veit ekki enn þá hversu stórt verk hennar verður. „Riddarateppið sjálft er held ég 130 x 160 cm. Ég ætla að byrja á að gera myndirnar sex sem eru í miðjunni og í kringum þær eru drekar sem mig langar að gera líka. Þannig að í rauninni er erfitt að segja til um hversu stórt þetta verður." Útsaumsverk hafa varðveist illa og eru að jafnaði höfundarlaus. Það einskorðast ekki við Ísland en saumur, vefnaður og aðrar hannyrðir þóttu einungis kvenlegar greinar og voru flokkaðar sem nytjalist en ekki alvöru listgreinar. Með verkefninu langar Sólveigu að sýna hversu mörg spor felast í einu dagsverki og efla vitund um gildi handverks og þá vinnu sem liggur að baki. Skapandi sumarstörf vara í átta vikur. Sólveig segir verkefnið fara vel af stað hjá sér og mun hún sýna það í lok júlí. Sólveig er nýútskrifuð af fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hyggur á að hefja háskólanám í fornfræði í vetur. „Það mætti kannski segja að ég sé áhugasöm um gamla tíma," segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira