Serena biður McEnroe um að láta hana í friði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2017 08:00 Serena Williams er líklega besta tenniskona sögunnar. Vísir/Getty Serena Williams hefur sent John McEnroe tóninn eftir að sá síðarnefndi lét ummæli falla sem hafa vakið talsverða athygli. McEnroe, sem er fyrrum sjölfaldur meistari á stórmótum, sagði í viðtali við NPR-útvarpsstöðina í Bandaríkjunum að Williams myndi líklega vera í 700. sæti heimslistans ef hún myndi spila í karlaflokki. Williams er besta tenniskona heims og á met yfir flesta titla í nútímatennis en hún hefur unnið 23 stórmó á ferlinum. Hún er nú frá keppni þar sem hún er barnshafandi. McEnroe bætti við að ummælin væru ekki til þess fallinn að draga úr afrekum Williams. „Mér finnst Serena ótrúlegur leikmaður og ég reikna með því að allt sé mögulegt - kannski geti einhvern tímann kvenkyns tennisleikmaður orðið betri en allir aðrir,“ sagði McEnroe. „Ég hef bara ekki séð það gerast í neinni annarri íþrótt og ekki í tennis. Ef hún myndi spila í karlaflokki væri sagan allt önnur.“ Williams svaraði fyrir sig á Twitter-síðu sinni og bað John, sem hún bæri mikla virðingu fyrir, um að láta sig í friði þegar kæmi að ummælum sem þessum. Hún hafi enn fremur aldrei spilað við leikmann sem er í kringum 700. sæti heimslistans í karlaflokki né heldur hefði hún tíma til þess.Dear John, I adore and respect you but please please keep me out of your statements that are not factually based. — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017I've never played anyone ranked "there" nor do I have time. Respect me and my privacy as I'm trying to have a baby. Good day sir — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017BBC hafði samband við Dmitry Tursunov, rússneskan kappa sem er í 701. sæti heimslistans, sem tók undir orð McEnroe. „Raunin er að karlmenn eru yfir höfuð sterkari [en konur]. Ég vona að ég myndi hafa betur gegn Serenu,“ sagði Tursunov. Tennis Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Serena Williams hefur sent John McEnroe tóninn eftir að sá síðarnefndi lét ummæli falla sem hafa vakið talsverða athygli. McEnroe, sem er fyrrum sjölfaldur meistari á stórmótum, sagði í viðtali við NPR-útvarpsstöðina í Bandaríkjunum að Williams myndi líklega vera í 700. sæti heimslistans ef hún myndi spila í karlaflokki. Williams er besta tenniskona heims og á met yfir flesta titla í nútímatennis en hún hefur unnið 23 stórmó á ferlinum. Hún er nú frá keppni þar sem hún er barnshafandi. McEnroe bætti við að ummælin væru ekki til þess fallinn að draga úr afrekum Williams. „Mér finnst Serena ótrúlegur leikmaður og ég reikna með því að allt sé mögulegt - kannski geti einhvern tímann kvenkyns tennisleikmaður orðið betri en allir aðrir,“ sagði McEnroe. „Ég hef bara ekki séð það gerast í neinni annarri íþrótt og ekki í tennis. Ef hún myndi spila í karlaflokki væri sagan allt önnur.“ Williams svaraði fyrir sig á Twitter-síðu sinni og bað John, sem hún bæri mikla virðingu fyrir, um að láta sig í friði þegar kæmi að ummælum sem þessum. Hún hafi enn fremur aldrei spilað við leikmann sem er í kringum 700. sæti heimslistans í karlaflokki né heldur hefði hún tíma til þess.Dear John, I adore and respect you but please please keep me out of your statements that are not factually based. — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017I've never played anyone ranked "there" nor do I have time. Respect me and my privacy as I'm trying to have a baby. Good day sir — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017BBC hafði samband við Dmitry Tursunov, rússneskan kappa sem er í 701. sæti heimslistans, sem tók undir orð McEnroe. „Raunin er að karlmenn eru yfir höfuð sterkari [en konur]. Ég vona að ég myndi hafa betur gegn Serenu,“ sagði Tursunov.
Tennis Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira