Starfsmatskerfi borgarinnar minnkar kynbundinn launamun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. júní 2017 12:08 Kennarar voru í mikilli kjarabaráttu fyrir áramót og má hér sjá hóp þeirra koma saman í Hagaskóla fyrir áramót. vísir/ernir Kynbundinn launamunur minnkaði um 0,8 prósentustig milli áranna 2014 og 2015 hjá þeim starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem taka laun samkvæmt starfsmati. Launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat. Á meðal þeirra sem ekki falla undir starfsmat eru kennarar. Kynbundinn launamunur minnkaði úr 3,2 prósentum í 2,4 prósent hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar milli áranna 2014 og 2015. Þetta á eingöngu við um þá starfsmenn sem taka laun samkvæmt starfsmati en það gerir meirihluti starfsmanna borgarinnar eða fimm þúsund manns. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Reykjavíkurborg. Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, segir ánægjulegt að sjá árangur af starfsmatskerfinu sem hefur verið endurskoðað og bætt síðustu ár. „Starfsmat er aðferðafræði við að launasetja út frá málefnalegum forsendum – þannig að allir eru launasettir á sömu forsendum. Þetta er grunnurinn að jafnlaunahugtakinu, því að jafnverðmæt störf séu launasett eins,“ segir Helga.Stendur í stað þegar allar tölur eru teknar með Kynbundni launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat og fór úr 4,9% í 5,4% á heildarlaunum þegar tekið hefur verið tillit til starfaflokkunar, aldurs, starfsaldurs, starfshlutfalls og vinnutíma. Þegar tölur fyrir alla starfsmenn Reykjaborgar eru skoðaðar stendur því kynbundinn launamunur í stað. Helga segir góðan árangur sem hafi fengist með notkun starfsmatskerfis vera hvatningu til að fá fleiri hópa til að vinna samkvæmt kerfinu. „Starfsmat er eitthvað sem við semjum um við stéttarfélög en þau félög sem hafa ekki gert það hafa jafnvel ástæðu til þess, t.d. standa kennarar fyrir utan starfsmatskerfið. Þannig er það líka hjá Bretum og þeir eru framarlega í starfsmatsárum þannig að þetta er ekki óþekkt. Við myndum þó vilja sjá fleiri taka þátt í þessari aðferðafræði launasetningar,“ segir Helga. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Kynbundinn launamunur minnkaði um 0,8 prósentustig milli áranna 2014 og 2015 hjá þeim starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem taka laun samkvæmt starfsmati. Launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat. Á meðal þeirra sem ekki falla undir starfsmat eru kennarar. Kynbundinn launamunur minnkaði úr 3,2 prósentum í 2,4 prósent hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar milli áranna 2014 og 2015. Þetta á eingöngu við um þá starfsmenn sem taka laun samkvæmt starfsmati en það gerir meirihluti starfsmanna borgarinnar eða fimm þúsund manns. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Reykjavíkurborg. Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, segir ánægjulegt að sjá árangur af starfsmatskerfinu sem hefur verið endurskoðað og bætt síðustu ár. „Starfsmat er aðferðafræði við að launasetja út frá málefnalegum forsendum – þannig að allir eru launasettir á sömu forsendum. Þetta er grunnurinn að jafnlaunahugtakinu, því að jafnverðmæt störf séu launasett eins,“ segir Helga.Stendur í stað þegar allar tölur eru teknar með Kynbundni launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat og fór úr 4,9% í 5,4% á heildarlaunum þegar tekið hefur verið tillit til starfaflokkunar, aldurs, starfsaldurs, starfshlutfalls og vinnutíma. Þegar tölur fyrir alla starfsmenn Reykjaborgar eru skoðaðar stendur því kynbundinn launamunur í stað. Helga segir góðan árangur sem hafi fengist með notkun starfsmatskerfis vera hvatningu til að fá fleiri hópa til að vinna samkvæmt kerfinu. „Starfsmat er eitthvað sem við semjum um við stéttarfélög en þau félög sem hafa ekki gert það hafa jafnvel ástæðu til þess, t.d. standa kennarar fyrir utan starfsmatskerfið. Þannig er það líka hjá Bretum og þeir eru framarlega í starfsmatsárum þannig að þetta er ekki óþekkt. Við myndum þó vilja sjá fleiri taka þátt í þessari aðferðafræði launasetningar,“ segir Helga.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira