Innlent

Segir Bjarna og félaga ekki hafa ætlað sér að gera grín að Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, handleika knöttinn í Bergen.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, handleika knöttinn í Bergen. Utanríkisráðuneytið
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og norrænir kollegar hans ætluðu sér ekki að gera grín að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna með því að herma eftir frægri mynd af Trump og öðrum þjóðarleiðtogum.

Þetta segir embættismaður innan norsku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu AP. Tilefnið er myndin sem birt var í gær og sjá má Bjarna ásamt öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna halda á bolta.

Myndin þykir afar keimlík mynd sem tekin var af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, Abdel Fattah el-Sisi, forseta Egyptalands, og Salman bin Abdulaziz al-Saud, konungi Sádi-Arabíu, er Alþjóðleg miðstöð gegn hugmyndafræði öfgamanna var vígð í heimsókn Bandaríkjaforseta til Sádi-Arabíu á dögunum.

Embættismaðurinn segir að myndin hafi verið fyndið uppátæki til þess að auglýsa umhverfisleg sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, en þau höfðu verið rituð á boltann sem ráðherrarnir héldu á.

Ljósmyndin umrædda af Donald Trump, Bandaríkjaforseta og leiðtogum Egyptalands og Sádi-Arabíu.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Forsætisráðherrar Norðurlandanna gerðu grín að Donald Trump

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, og aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna hafa vakið mikla athygli fyrir mynd, sem tekin var af ráðherrunum í gær á sumarfundi þeirra í Bergen í Noregi. Myndin þykir skopstæling á mynd sem tekin var af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og öðrum leiðtogum í heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×