Innlent

Vélsleðaslys á Hellisheiði eystri

Anton Egilsson skrifar
Björgunarsveitamenn voru sendir á slysstað. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitamenn voru sendir á slysstað. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Vopnafirði, úr Jökuldal og af Egilsstöðum voru kallaðar út skömmu eftir hádegi í dag vegna vélsleðaslys á Hellisheiði eystri.

Haft var samband við Neyðarlínu og óskað eftir aðstoð vegna vélsleðamanns sem hafði lent í óhappi.  Í samtali við Vísi segir Jónas Guðmundsson, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjörg, fóru björgunarmenn ásamt lækni á staðinn þar sem hlúð var að manninum. 

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg verður maðurinn fluttur með sjúkrabíl á Vopnafjörð og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Maðurinn er ekki talinn lífshættulega slasaður. 

Slysið átti sér stað í nokkri fjarlægð frá vegi í grjóturð og var því nokkur burður niður á veg. Aðstæður voru góðar og gekk því aðgerðin nokkuð fljótt og vel hjá björgunarmönnum. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×