Akranesbær styður meiri byggðafestu í kvótakerfið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2017 20:30 Bæjarstjóri Akraness segir að ekkert verði gefið eftir til að tryggja að þar verði áfram útgerð og segir bæjaryfirvöld styðja hugmyndir um meiri byggðafestu í kvótakerfið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var þungt hljóð í starfsmönnum frystihúss HB Granda á Akranesi í gær eftir að tilkynnt var að þeim yrði öllum sagt upp og vinnslunni lokað. Væntingar um störf hjá HB Granda í Reykjavík slá ekki á áhyggjur, eins og heyra mátti í viðtölum, sem sjá má hér að ofan.Sesselja Andrésdóttir, starfsmaður í fiskvinnslu HB Granda.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er áfall. Það er verið að kippa fótunum undan mörgum af okkur. Við vitum ekkert hvernig framtíðin er. Hvar fáum við vinnu? Fáum við vinnu?“ spurði Sesselja Andrésdóttir, starfsmaður HB Granda. „Þegar svona stór vinnustaður fer, þá eru það ekki bara við. Það eru allir þeir sem tengjast þessu; búðir, þjónustufyrirtæki, - bara allt. Þetta er alveg rosastór biti þegar svona fer,“ sagði Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir trúnaðarmaður, sem segir að Akranes sé að verða svefnbær.Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður í frystihúsinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir að staðið verði við þau áform að stækka höfnina, en bærinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar HB Granda. En verður hún til þess að bæjaryfirvöld krefjist þess að kvótakerfið verði endurskoðað? Bæjarstjórinn vísar til þess að nefnd sé að hefja störf til að fara yfir þau mál. „Við munum auðvitað fylgja því vel eftir að hér geti orðið útgerð á Akranesi. Það er alveg klárt. Við munum ekki gefa neitt eftir hvað það varðar. Það hefur komið fram að það eigi að tryggja það að það sé meiri byggðafesta í kvótakerfinu. Við munum styðja við allar slíkar hugmyndir,“ segir Sævar. Einnig var fjallað um málið í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi. Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Bæjarstjóri Akraness segir að ekkert verði gefið eftir til að tryggja að þar verði áfram útgerð og segir bæjaryfirvöld styðja hugmyndir um meiri byggðafestu í kvótakerfið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var þungt hljóð í starfsmönnum frystihúss HB Granda á Akranesi í gær eftir að tilkynnt var að þeim yrði öllum sagt upp og vinnslunni lokað. Væntingar um störf hjá HB Granda í Reykjavík slá ekki á áhyggjur, eins og heyra mátti í viðtölum, sem sjá má hér að ofan.Sesselja Andrésdóttir, starfsmaður í fiskvinnslu HB Granda.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er áfall. Það er verið að kippa fótunum undan mörgum af okkur. Við vitum ekkert hvernig framtíðin er. Hvar fáum við vinnu? Fáum við vinnu?“ spurði Sesselja Andrésdóttir, starfsmaður HB Granda. „Þegar svona stór vinnustaður fer, þá eru það ekki bara við. Það eru allir þeir sem tengjast þessu; búðir, þjónustufyrirtæki, - bara allt. Þetta er alveg rosastór biti þegar svona fer,“ sagði Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir trúnaðarmaður, sem segir að Akranes sé að verða svefnbær.Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður í frystihúsinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir að staðið verði við þau áform að stækka höfnina, en bærinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar HB Granda. En verður hún til þess að bæjaryfirvöld krefjist þess að kvótakerfið verði endurskoðað? Bæjarstjórinn vísar til þess að nefnd sé að hefja störf til að fara yfir þau mál. „Við munum auðvitað fylgja því vel eftir að hér geti orðið útgerð á Akranesi. Það er alveg klárt. Við munum ekki gefa neitt eftir hvað það varðar. Það hefur komið fram að það eigi að tryggja það að það sé meiri byggðafesta í kvótakerfinu. Við munum styðja við allar slíkar hugmyndir,“ segir Sævar. Einnig var fjallað um málið í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14
Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32