Tæplega helmingur þjóðarinnar fengið vegabréf á tveimur árum Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 19:00 Íslendingar ferðast mun meira til útlanda nú en á árunum eftir hrun sem kemur fram í mikilli aukningu á útgáfu vegabréfa. En um 140 þúsund vegabréf hafa verið gefin út síðast liðin tvö ár. Forgangsraða þarf útgáfu vegabréfa næsta mánuðinn vegna bruna hjá þeim sem framleiðir þau í Kanada. Þjóðskrá Íslands átti von á þrjátíu þúsund vegabréfum í byrjun þessa mánaðar. En sú afhending tefst vegna bruna hjá framleiðandanum í Kanada. Enginn ætti þó að lenda í vandræðum vegna þessa. „Við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. En til að koma í veg fyrir að enginn lendi í því að fá ekki vegabréf tímalega fyrir brottför til útlanda tóku nýjar reglur tímabundið gildi í dag varðandi afgreiðslu vegabréfa. Þeir sem eru á leið til Evrópu fyrir 10 júní munu fá svo kallað neyðarvegabréf gefið út til skamms tíma en þeir sem eru að fara til landa utan Evrópu og þá sérstaklega til Bandaríkjanna, fá almennt vegabréf. Þá verða þeir sem þurfa vegabréf á næstu vikum að sækja um það fyrst á heimasíðu Þjóðskrár. „Við breytum í raun og veru útgáfuferli vegabréfa. Í stað þess að gefa út vegabréf eftir umsóknardeginum verða vegabréf gefin út eftir brottfarardegi,“ segir Margrét. Eftirspurn eftir vegabréfum hefur aukist á undanförnum árum með meiri kaupmætti, þannig voru gefin út 70 þúsund vegabréf árið 2015 og 71 þúsund í fyrra, eða 141 þúsund vegabréf á tveimur árum.Þannig að þið finnið fyrir því að fólk er að ferðast meira? „Já, já það er alveg augljóst mál. Hefur verið allt árið í fyrra og kippurinn byrjaði eiginlega árið 2015,“ segir Margrét Hauksdóttir. Tengdar fréttir Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30 Svona lítur neyðarvegabréfið út Upplýsingar eru handskrifaðar. 12. maí 2017 14:57 Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Íslendingar ferðast mun meira til útlanda nú en á árunum eftir hrun sem kemur fram í mikilli aukningu á útgáfu vegabréfa. En um 140 þúsund vegabréf hafa verið gefin út síðast liðin tvö ár. Forgangsraða þarf útgáfu vegabréfa næsta mánuðinn vegna bruna hjá þeim sem framleiðir þau í Kanada. Þjóðskrá Íslands átti von á þrjátíu þúsund vegabréfum í byrjun þessa mánaðar. En sú afhending tefst vegna bruna hjá framleiðandanum í Kanada. Enginn ætti þó að lenda í vandræðum vegna þessa. „Við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. En til að koma í veg fyrir að enginn lendi í því að fá ekki vegabréf tímalega fyrir brottför til útlanda tóku nýjar reglur tímabundið gildi í dag varðandi afgreiðslu vegabréfa. Þeir sem eru á leið til Evrópu fyrir 10 júní munu fá svo kallað neyðarvegabréf gefið út til skamms tíma en þeir sem eru að fara til landa utan Evrópu og þá sérstaklega til Bandaríkjanna, fá almennt vegabréf. Þá verða þeir sem þurfa vegabréf á næstu vikum að sækja um það fyrst á heimasíðu Þjóðskrár. „Við breytum í raun og veru útgáfuferli vegabréfa. Í stað þess að gefa út vegabréf eftir umsóknardeginum verða vegabréf gefin út eftir brottfarardegi,“ segir Margrét. Eftirspurn eftir vegabréfum hefur aukist á undanförnum árum með meiri kaupmætti, þannig voru gefin út 70 þúsund vegabréf árið 2015 og 71 þúsund í fyrra, eða 141 þúsund vegabréf á tveimur árum.Þannig að þið finnið fyrir því að fólk er að ferðast meira? „Já, já það er alveg augljóst mál. Hefur verið allt árið í fyrra og kippurinn byrjaði eiginlega árið 2015,“ segir Margrét Hauksdóttir.
Tengdar fréttir Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30 Svona lítur neyðarvegabréfið út Upplýsingar eru handskrifaðar. 12. maí 2017 14:57 Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30
Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01