Húsið er tæplega þrjú hundruð fermetrar. Naustahverfið er nýjasta íbúðarhverfið á Akureyri. Það er kennt við jörðina Naust og liggur sunnan við meginbyggðina á Brekkunni og útundir Kjarnaskó.
Flöt þök og hrein form einkenna mörg hús í hverfinu og minna þau sumpart fúnkíshúsin sem algeng voru á Akureyri á fjórða áratugnum. Í síðasta þætti af Fallegum íslenskum heimilum var farið til Akureyrar.
Þar fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.
Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.
Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni.