Lífið

Skemmtilegt að njósna um mömmu og pabba

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Gunnar Páll leikur sér úti þegar veðrið er gott.
Gunnar Páll leikur sér úti þegar veðrið er gott. Fréttablaðið/Eyþór Árnason
 Gunnar Páll Elvarsson er úti að leika með bekkjarfélaga sínum í Vestmannaeyjum enda veðrið upp á það besta. Hvað skyldi honum þykja skemmtilegast að gera?

Skemmtilegast er að njósna um mömmu og pabba og líka að fá páskafrí í skólanum.

Æfir þú einhverjar íþróttir? Ég æfi fótbolta með ÍBV og golf með Golfklúbbi Vestmannaeyja.

Hvað langar þig að verða?  Mig langar að verða lögga, sjúkrabílstjóri og slökkviliðsmaður.

Hvað ætlar þú að gera í sumar?  Ég ætla að fara til útlanda, ég ferðast til sex landa og ég hugsa að ég heimsæki Legoland í Þýskalandi. Svo ætla ég líka að halda áfram að læra golf inni í Herjólfsdal.

Ferðu oft í dalinn? Ég hjóla þangað stundum. Æfði mig að hjóla þar og hjólaði reyndar bæði á vegg og ruslatunnu.

Hefur þú verið á Þjóðhátíð? Já, mér finnst ótrúlega gaman á Þjóðhátíð. En ég sleppi henni núna í sumar af því að ég verð í útlöndum.

Heyrir þú oft talað  um eldgosið í Eyjum?  Já, Þingholt, húsið hennar Þórsteinu ömmu minnar og Páls afa fór undir hraunið og ég fer stundum að steini sem er þar sem húsið stóð. Ég á rosalega marga frændur og frænkur hér í Eyjum og hef heyrt mikið um gosið.

Hefur þú farið á sjó? Nei, ekki enn þá, bara verið um borð í bát sem heitir Huginn þegar var verið að færa hann í höfninni.

 

Greinin birtist fyrst 1. apríl 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×