Datt í það fjórum sinnum í viku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 14:15 Búsið var böl Ball en hann hefur nú snúið við blaðinu. vísir/getty Fyrrum hlaupari Denver Broncos, Montee Ball, er enn að slá sjálfan sig utan undir eftir að hafa sturtað NFL-ferli sínum ofan í klósettið með áfengisdrykkju. Ball var frábær hlaupari hjá Wisconsin-háskólanum og var síðan valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2013 af Broncos. Margir spáðu því að hann myndi eiga glæstan feril í NFL-deildinni. Ball var aftur á móti alkóhólisti og áfengisdrykkjan gerði út um feril leikmannsins sem er nú hættur að drekka enda hefur líf hans verið stjórnlaust um árabil. Hann byrjaði að drekka reglulega á næstsíðasta ári sínu í háskólanum og segist hafa verið að detta í það fjórum sinnum í viku.Taldi mig vera með öll svörin „Ég tók ekkert alvarlega. Ég var svo vitlaus að ég hélt að ég myndi spila fótbolta að eilífu. Á liðsfundum hékk ég bara í símanum og sleppti því að hlusta á ráð um hvernig ég ætti að undirbúa líf mitt eftir boltann,“ sagði Ball. „Ég nýtti ekki minn tíma til þess að hjálpa öðrum eða sjálfum mér. Ég var í vondum félagsskap og taldi mig vera með öll svörin. Ég er enn að slá sjálfan mig utan undir fyrir að hafa klúðrað öllu.“Ball ásamt goðsögninni, Peyton Manning. Ball sat í fangelsi er Peyton og félagar unnu Super Bowl. Þar hefði hann átt að vera með liðinu en klúðraði því.vísir/gettyÖlvaður á æfingu Hann mætti eitt sinn ölvaður á æfingu hjá Broncos. Hlauparaþjálfari Broncos bauð honum þá aðstoð til þess að takast á við drykkjuna en Ball hafnaði henni. Eftir tvö ár hjá Broncos losaði félagið sig við Ball. Hann fékk tækifæri til þess að æfa með New England Patriots en fékk ekki samning. Eftir tímann hjá Broncos lenti Ball í alls konar vandræðum og var meðal annars stungið í steininn eftir að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni. Þar var hann er félagar hans í Broncos-liðinu unnu Super Bowl-leikinn.„Þá grét ég í fangelsinu. Ég var á toppi lífsins og nokkrum mánuðum síðar sat ég í fangelsi á meðan félagar mínir voru að vinna Super Bowl. Það sveið alveg rosalega.“ Tvær fyrrverandi kærustur kærðu hann fyrir líkamsárás og svo hringdi þriðja fyrrum kærastan frá Denver og tjáði honum að hann væri orðinn faðir. Það breytti lífi Ball að fá þau tíðindi. Þá viðurkenndi hann að vera alkóhólisti og fór að taka á sínum málum. Í dag er Ball á réttri braut í lífinu á ný og sestur aftur á skólabekk í Wisconsin. NFL Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Fyrrum hlaupari Denver Broncos, Montee Ball, er enn að slá sjálfan sig utan undir eftir að hafa sturtað NFL-ferli sínum ofan í klósettið með áfengisdrykkju. Ball var frábær hlaupari hjá Wisconsin-háskólanum og var síðan valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2013 af Broncos. Margir spáðu því að hann myndi eiga glæstan feril í NFL-deildinni. Ball var aftur á móti alkóhólisti og áfengisdrykkjan gerði út um feril leikmannsins sem er nú hættur að drekka enda hefur líf hans verið stjórnlaust um árabil. Hann byrjaði að drekka reglulega á næstsíðasta ári sínu í háskólanum og segist hafa verið að detta í það fjórum sinnum í viku.Taldi mig vera með öll svörin „Ég tók ekkert alvarlega. Ég var svo vitlaus að ég hélt að ég myndi spila fótbolta að eilífu. Á liðsfundum hékk ég bara í símanum og sleppti því að hlusta á ráð um hvernig ég ætti að undirbúa líf mitt eftir boltann,“ sagði Ball. „Ég nýtti ekki minn tíma til þess að hjálpa öðrum eða sjálfum mér. Ég var í vondum félagsskap og taldi mig vera með öll svörin. Ég er enn að slá sjálfan mig utan undir fyrir að hafa klúðrað öllu.“Ball ásamt goðsögninni, Peyton Manning. Ball sat í fangelsi er Peyton og félagar unnu Super Bowl. Þar hefði hann átt að vera með liðinu en klúðraði því.vísir/gettyÖlvaður á æfingu Hann mætti eitt sinn ölvaður á æfingu hjá Broncos. Hlauparaþjálfari Broncos bauð honum þá aðstoð til þess að takast á við drykkjuna en Ball hafnaði henni. Eftir tvö ár hjá Broncos losaði félagið sig við Ball. Hann fékk tækifæri til þess að æfa með New England Patriots en fékk ekki samning. Eftir tímann hjá Broncos lenti Ball í alls konar vandræðum og var meðal annars stungið í steininn eftir að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni. Þar var hann er félagar hans í Broncos-liðinu unnu Super Bowl-leikinn.„Þá grét ég í fangelsinu. Ég var á toppi lífsins og nokkrum mánuðum síðar sat ég í fangelsi á meðan félagar mínir voru að vinna Super Bowl. Það sveið alveg rosalega.“ Tvær fyrrverandi kærustur kærðu hann fyrir líkamsárás og svo hringdi þriðja fyrrum kærastan frá Denver og tjáði honum að hann væri orðinn faðir. Það breytti lífi Ball að fá þau tíðindi. Þá viðurkenndi hann að vera alkóhólisti og fór að taka á sínum málum. Í dag er Ball á réttri braut í lífinu á ný og sestur aftur á skólabekk í Wisconsin.
NFL Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira