Daniel Cormier varði beltið á skrítnu UFC kvöldi Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. apríl 2017 05:47 Daniel Cormier fagnar sigrinum. Vísir/Getty UFC 210 fór fram í nótt þar sem þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var sérstakt að mörgu leyti og mikið um óvænt úrslit. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier varði beltið sitt þegar hann kláraði Anthony Johnson með „rear naked choke“ í 2. lotu. Síðast þegar þeir mættust kláraði Cormier bardagann með sömu hengingu en þá í 3. lotu. Johnson tók þá undarlegu ákvörðun að sækja í fellur sem kom verulega á óvart. Johnson er langhættulegastur þegar hann heldur sér frá andstæðingnum og kemur með þung högg en þarna gerði hann nákvæmlega það sem Cormier vildi. Cormier nýtti tækifærið og vann glímubaráttuna enda hans helsti styrkleiki. Eftir bardagann tilkynnti Anthony Johnson að hann væri hættur. Johnson er aðeins 33 ára gamall og kom tilkynningin gríðarlega á óvart. Johnson fékk starfstilboð utan MMA heimsins sem hann hreinlega gat ekki hafnað. Það var þó ekki það undarlegasta í nótt. Bardagi Chris Weidman og Gegard Mousasi endaði með umdeildum hætti. Í 2. lotu fékk Weidman tvö hnéspörk í höfuðið og gerði dómarinn hlé í bardaganum þar sem hann taldi að hnéspörkin hefðu verið ólögleg. Dómarinn taldi að Weidman hefði verið með báðar hendur í gólfinu en það hefði gert hnéspörkin ólögleg. Þau voru hins vegar lögleg eins og kom í ljós í endursýningu þar sem aðeins önnur hönd Weidman snerti gólfið. Dómarinn hafði þegar gert hlé á bardaganum og kallaði til lækni til að meta Weidman. Læknirinn taldi Weidman óhæfan til að halda áfram og vann því Mousasi eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Gríðarleg óánægja ríkti með þessa niðurstöðu og var Mousasi tilbúinn til að mæta Weidman aftur. Mikið var um óvænt úrslit á kvöldinu en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00 Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00 Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15 Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
UFC 210 fór fram í nótt þar sem þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var sérstakt að mörgu leyti og mikið um óvænt úrslit. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier varði beltið sitt þegar hann kláraði Anthony Johnson með „rear naked choke“ í 2. lotu. Síðast þegar þeir mættust kláraði Cormier bardagann með sömu hengingu en þá í 3. lotu. Johnson tók þá undarlegu ákvörðun að sækja í fellur sem kom verulega á óvart. Johnson er langhættulegastur þegar hann heldur sér frá andstæðingnum og kemur með þung högg en þarna gerði hann nákvæmlega það sem Cormier vildi. Cormier nýtti tækifærið og vann glímubaráttuna enda hans helsti styrkleiki. Eftir bardagann tilkynnti Anthony Johnson að hann væri hættur. Johnson er aðeins 33 ára gamall og kom tilkynningin gríðarlega á óvart. Johnson fékk starfstilboð utan MMA heimsins sem hann hreinlega gat ekki hafnað. Það var þó ekki það undarlegasta í nótt. Bardagi Chris Weidman og Gegard Mousasi endaði með umdeildum hætti. Í 2. lotu fékk Weidman tvö hnéspörk í höfuðið og gerði dómarinn hlé í bardaganum þar sem hann taldi að hnéspörkin hefðu verið ólögleg. Dómarinn taldi að Weidman hefði verið með báðar hendur í gólfinu en það hefði gert hnéspörkin ólögleg. Þau voru hins vegar lögleg eins og kom í ljós í endursýningu þar sem aðeins önnur hönd Weidman snerti gólfið. Dómarinn hafði þegar gert hlé á bardaganum og kallaði til lækni til að meta Weidman. Læknirinn taldi Weidman óhæfan til að halda áfram og vann því Mousasi eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Gríðarleg óánægja ríkti með þessa niðurstöðu og var Mousasi tilbúinn til að mæta Weidman aftur. Mikið var um óvænt úrslit á kvöldinu en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00 Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00 Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15 Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00
Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00
Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15
Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00