Sport

Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bandaríski bardagakappinn Alan Jouban fer ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. Þar ræði Jouban allt frá aðdraganda bardagans og þar til hann gat ekki annað en gefist upp vegna heningartaks Gunnars í annarri lotu.

Jouban var búinn að vinna þrjá bardaga í röð í UFC áður en kom að bardaganum á móti Gunnari en hann var ekki sá fyrsti sem leitað var til. Jouban tók slaginn, bókstaflega, og þurfti að sætta sig við ansi sannfærandi tap.

„Þetta var góður bardagi. Hann var betri og við spjölluðum saman eftir bardagann. Ef maður á að tapa yfir höfuð er betra að tapa fyrir einhverjum sem er góður íþróttamaður og góður einstaklingur,“ segir Jouban í hlaðvarpinu sem hann er með ásamt Karyn Bryant.

Bryant segir að henni hafi ekkert litist á blikuna þegar hann var kominn í gólfið með Gunnari í fyrstu lotu og íslenski bardagakappinn var í svokallaðri „Mount“-stöðu ofan á Jouban.

„Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér. Það er það versta sem hægt er að lenda í,“ segir Jouban.

Hlaðvarpsþáttinn má sjá hér að ofan.

MMA

Tengdar fréttir

Þessi Gunnar getur farið á toppinn

Gunnar Nelson sýndi UFC-heiminum á laugardagskvöldið að hann ætlar sér stóra hluti. Gunnar gekk frá Alan Jouban­ í O2-höllinni í London með hengingartaki eftir 47 sekúndur í 2. lotu. Gunnar var öryggið uppmálað alla vikuna og sýndi allar sínar bestu hliðar.

Undradrengurinn lyfjaður á Instagram

Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×