Gunnar Nelson: Sigur á Undradrengnum kæmi mér hraðar að peningunum og gullinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 09:45 Gunnar Nelson ætlar sér stóra hluti. vísir/getty Gunnar Nelson ætlar sér að berjast tvisvar sinnum í viðbót á árinu 2017 en ef þjálfarinn hans, John Kavanagh, fær draum sinn uppfylltan og allt gengur vel gæti seinni bardaginn verið titilbardagi í lok árs. Kavanagh kallaði eftir því eftir sigurinn á Alan Jouban að Gunnar berjist næst við Stephen Thompson sem kallar sig Undradrenginn eða Wonderboy. Thompson, sem hefur grunn úr karate eins og Gunnar, er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyrone Woodley en er búinn að tapa tvisvar sinnum í röð fyrir Woodley í bardaga um beltið. „Ég myndi elska að berjast við Undradrenginn. Það er bardagi sem fólkið vill sjá. Það er bardaginn sem allir eru að tala um núna. Bardagi við hann og sigur á Undradrengnum yrði risastórt fyrir minn feril. Ég myndi elska það en eins og ég hef alltaf sagt þá er ég klár í að berjast við hvern sem er af þessum bestu,“ segir Gunnar Nelson í viðtali við Fox Sports.Stephen „Wonderboy“ Thompson er efstur á styrkleikalistanum.vísir/gettySama í hvaða röð þeir koma Líklegt þykir að Gunnar, sem er í níunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar, berjist fyrst við einhvern af mönnunum sem eru aðeins fyrir ofan hann. Hafa nöfn eins og Dong Hyun Kim (7. sæti) og Neil Magny (6. sæti) verið nefnd til sögunnar sem og Carlos Condit sem er í fjórða sæti. Taki Gunnar þetta eðlilega milliskref yrði bardaginn á eftir því líklega á móti Thompson eða Robbie Lawler sem er í öðru sæti styrkleikalistans að því gefnu að ekkert breytist á toppnum og Woodley haldi beltinu sínu út árið. Titilbardagi gæti þá verið möguleiki snemma á næsta ári. „Það væri líka risastórt að berjast við Robbie Lawler eða bara einhvern af þessum bestu,“ segir Gunnar sem áttar sig alveg á því að hann væri að sleppa einu þrepi eða svo fari hann beint í þá bestu. En honum er alveg sama. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég alveg að ég væri að sleppa nokkrum þrepum ef ég berst við Robbie eða Undradrenginn næst. Ég kæmist hraðar að peningunum og gullinu en mér líst vel á þá hugmynd. Þegar allt kemur til alls þá trúi ég því að ég muni berjast við alla þessa gaura þannig það skipti mig ekki miklu í hvaða röð þeir koma,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar sér að berjast tvisvar sinnum í viðbót á árinu 2017 en ef þjálfarinn hans, John Kavanagh, fær draum sinn uppfylltan og allt gengur vel gæti seinni bardaginn verið titilbardagi í lok árs. Kavanagh kallaði eftir því eftir sigurinn á Alan Jouban að Gunnar berjist næst við Stephen Thompson sem kallar sig Undradrenginn eða Wonderboy. Thompson, sem hefur grunn úr karate eins og Gunnar, er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyrone Woodley en er búinn að tapa tvisvar sinnum í röð fyrir Woodley í bardaga um beltið. „Ég myndi elska að berjast við Undradrenginn. Það er bardagi sem fólkið vill sjá. Það er bardaginn sem allir eru að tala um núna. Bardagi við hann og sigur á Undradrengnum yrði risastórt fyrir minn feril. Ég myndi elska það en eins og ég hef alltaf sagt þá er ég klár í að berjast við hvern sem er af þessum bestu,“ segir Gunnar Nelson í viðtali við Fox Sports.Stephen „Wonderboy“ Thompson er efstur á styrkleikalistanum.vísir/gettySama í hvaða röð þeir koma Líklegt þykir að Gunnar, sem er í níunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar, berjist fyrst við einhvern af mönnunum sem eru aðeins fyrir ofan hann. Hafa nöfn eins og Dong Hyun Kim (7. sæti) og Neil Magny (6. sæti) verið nefnd til sögunnar sem og Carlos Condit sem er í fjórða sæti. Taki Gunnar þetta eðlilega milliskref yrði bardaginn á eftir því líklega á móti Thompson eða Robbie Lawler sem er í öðru sæti styrkleikalistans að því gefnu að ekkert breytist á toppnum og Woodley haldi beltinu sínu út árið. Titilbardagi gæti þá verið möguleiki snemma á næsta ári. „Það væri líka risastórt að berjast við Robbie Lawler eða bara einhvern af þessum bestu,“ segir Gunnar sem áttar sig alveg á því að hann væri að sleppa einu þrepi eða svo fari hann beint í þá bestu. En honum er alveg sama. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég alveg að ég væri að sleppa nokkrum þrepum ef ég berst við Robbie eða Undradrenginn næst. Ég kæmist hraðar að peningunum og gullinu en mér líst vel á þá hugmynd. Þegar allt kemur til alls þá trúi ég því að ég muni berjast við alla þessa gaura þannig það skipti mig ekki miklu í hvaða röð þeir koma,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Sjá meira
Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00
Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00
Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00
Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30
Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45