Árni og Jakob hnífjafnir upp á fimmta aukastaf í slaka taumnum Telma Tómasson skrifar 10. mars 2017 13:30 Eins og sönnum íþróttamanni sæmir færði Árni Björn sig til á efsta pallinum í verðlaunaafhendingunni til að hleypa Jakobi Svavar að og deildu þeir því þannig með sér fyrsta og öðru sætinu. Stöð 2 Sport Afreksknaparnir Árni Björn Pálsson og Jakob Svavar Sigurðsson voru hnífjafnir upp á fimmta aukastaf í A-úrslitum í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi, báðir hlutu 8.29 í einkunn. Dómarapörin fimm þurftu því að sýna sætaröðun, sem réð endanlegum úrslitum og setti Árna Björn í fyrsta sæti og Jakob Svavar í annað. Þriðja sætið kom síðan í hlut Elinar Holst. Forkeppnin í slaktaumatöltinu T2 var geysisterk, feiknagóðir hestar og reynslumiklir knapar. Í íþróttakeppni þykir býsna gott að fá einkunn um og yfir 7, en í slaktaumatöltinu í gærkvöldi þurfti 7.60 eða hærra í einkunn til að ná úrslitasæti. Baráttan var ekki síður hörð þegar í A-úrslitin var komið, en þangað fóru einungis sex efstu knaparnir. Í úrslitunum urðu heldur betur sviptingar á toppnum. Bergur Jónsson á Kötlu frá Ketilsstöðum, sem kom langefstur inn eftir forkeppnina, var sannfærandi í fyrstu tveimur sýningaratriðunum, frjálsri ferð á tölti og hægu tölti, hlaut enda himinháa einkunn hjá dómurum. Síðasta sýningaratriðið var tölt riðið á slökum taumi, sem reynir mjög á knapa og hest, jafnvægi, hraðastjórnun, takt og fleiri atriði. Þar brást Bergi bogalistin með Kötlu, varð á dýrkeypt mistök, fékk laka einkunn og hrapaði því úr leiðandi sæti niður í það sjötta, en vægi slaka taumsins er tvöfalt í einkunnagjöf. Þá stóð baráttan á milli Árna Björns Pálssonar á Skímu frá Kvistum og Jakobs Svavars Sigurðssonar á Júlíu frá Hamarsey. Árni Björn hafði titil að verja, sigurvegari greinarinnar frá því í fyrra, og var talsvert hærri en Jakob Svavar eftir fyrstu tvö atriðin, frjálsa ferð og hægt tölt. Árni Björn með 8,75 og Jakob Svavar með 8,40. Slaki taumurinn var hins vegar talsvert betri hjá Jakobi Svavari og varð niðurstaðan með ólíkindum, báðir með 8,2875 í aðaleinkunn eða 8,29 að aukastöfunum slepptum. Þegar þannig stendur á þurfa dómarar að rétta upp spjöld sem setur hvorn knapa um sig í fyrsta eða annað sætið. Hlaut Árni Björn fyrsta sætið hjá þremur dómarapörum en Jakob Svavar hjá tveimur og gat munurinn því ekki verið minni.Eins og sönnum íþróttamanni sæmir færði Árni Björn sig til á efsta pallinum í verðlaunaafhendingunni til að hleypa Jakobi Svavar að og deildu þeir því þannig með sér fyrsta og öðru sætinu. Árni Björn og Jakob Svavar eru báðir í liði Top Reiter, en liðsstjóri þess er Viðar Ingólfsson og komst hann einnig í úrslit með Pixi frá Mið-Fossum. Það var því ekki flókið að reikna út hvaða lið hafði hlotið flest stigin þetta kvöldið og fékk Top Reiter því liðaplattann eftir keppnina í slaktaumatöltinu T2. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en meðfylgjandi eru myndskeið úr forkeppninni, sem sýnir þá Árna Björn og Jakob Svavar. Niðurstöður í A-úrslitum í slaktaumatölti í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - 8.29 2. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 8.29 3. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 8.21 4. Viðar Ingólfsson - Pixi frá Mið-Fossum - 8.04 5. Guðmar Þór Pétursson - Brúney frá Grafarkoti - 7.83 6. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 7.71 Hestar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Sjá meira
Afreksknaparnir Árni Björn Pálsson og Jakob Svavar Sigurðsson voru hnífjafnir upp á fimmta aukastaf í A-úrslitum í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi, báðir hlutu 8.29 í einkunn. Dómarapörin fimm þurftu því að sýna sætaröðun, sem réð endanlegum úrslitum og setti Árna Björn í fyrsta sæti og Jakob Svavar í annað. Þriðja sætið kom síðan í hlut Elinar Holst. Forkeppnin í slaktaumatöltinu T2 var geysisterk, feiknagóðir hestar og reynslumiklir knapar. Í íþróttakeppni þykir býsna gott að fá einkunn um og yfir 7, en í slaktaumatöltinu í gærkvöldi þurfti 7.60 eða hærra í einkunn til að ná úrslitasæti. Baráttan var ekki síður hörð þegar í A-úrslitin var komið, en þangað fóru einungis sex efstu knaparnir. Í úrslitunum urðu heldur betur sviptingar á toppnum. Bergur Jónsson á Kötlu frá Ketilsstöðum, sem kom langefstur inn eftir forkeppnina, var sannfærandi í fyrstu tveimur sýningaratriðunum, frjálsri ferð á tölti og hægu tölti, hlaut enda himinháa einkunn hjá dómurum. Síðasta sýningaratriðið var tölt riðið á slökum taumi, sem reynir mjög á knapa og hest, jafnvægi, hraðastjórnun, takt og fleiri atriði. Þar brást Bergi bogalistin með Kötlu, varð á dýrkeypt mistök, fékk laka einkunn og hrapaði því úr leiðandi sæti niður í það sjötta, en vægi slaka taumsins er tvöfalt í einkunnagjöf. Þá stóð baráttan á milli Árna Björns Pálssonar á Skímu frá Kvistum og Jakobs Svavars Sigurðssonar á Júlíu frá Hamarsey. Árni Björn hafði titil að verja, sigurvegari greinarinnar frá því í fyrra, og var talsvert hærri en Jakob Svavar eftir fyrstu tvö atriðin, frjálsa ferð og hægt tölt. Árni Björn með 8,75 og Jakob Svavar með 8,40. Slaki taumurinn var hins vegar talsvert betri hjá Jakobi Svavari og varð niðurstaðan með ólíkindum, báðir með 8,2875 í aðaleinkunn eða 8,29 að aukastöfunum slepptum. Þegar þannig stendur á þurfa dómarar að rétta upp spjöld sem setur hvorn knapa um sig í fyrsta eða annað sætið. Hlaut Árni Björn fyrsta sætið hjá þremur dómarapörum en Jakob Svavar hjá tveimur og gat munurinn því ekki verið minni.Eins og sönnum íþróttamanni sæmir færði Árni Björn sig til á efsta pallinum í verðlaunaafhendingunni til að hleypa Jakobi Svavar að og deildu þeir því þannig með sér fyrsta og öðru sætinu. Árni Björn og Jakob Svavar eru báðir í liði Top Reiter, en liðsstjóri þess er Viðar Ingólfsson og komst hann einnig í úrslit með Pixi frá Mið-Fossum. Það var því ekki flókið að reikna út hvaða lið hafði hlotið flest stigin þetta kvöldið og fékk Top Reiter því liðaplattann eftir keppnina í slaktaumatöltinu T2. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en meðfylgjandi eru myndskeið úr forkeppninni, sem sýnir þá Árna Björn og Jakob Svavar. Niðurstöður í A-úrslitum í slaktaumatölti í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - 8.29 2. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 8.29 3. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 8.21 4. Viðar Ingólfsson - Pixi frá Mið-Fossum - 8.04 5. Guðmar Þór Pétursson - Brúney frá Grafarkoti - 7.83 6. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 7.71
Hestar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Sjá meira