Íslendingur sat tíma hjá Angelinu Jolie í LSE Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2017 19:30 Álfrún Perla Baldursdóttir sat tíma hjá bandarísku leikkonunni Angelinu Jolie í LSE í dag. vísir Álfrún Perla Baldursdóttir, meistaranemi í átakafræðum í London School of Economics and Political Science (LSE), segir að það hafi verið mjög áhugavert að sitja tíma hjá kvikmyndastjörnunni Angelinu Jolie í dag en Jolie, sem er gestaprófessor við LSE, hélt fyrirlestur í dag í námskeiðinu Women, Peace and Security (ísl. Konur, friður og öryggi). Er þetta í fyrsta skipti sem Jolie heldur fyrirlestur við háskólann en tæpt ár er síðan tilkynnt var um að Jolie væri orðin gestaprófessor í sérstöku meistaranámi sem snýr einmitt að konum, friði og öryggi. Áður en Jolie hélt fyrirlesturinn í dag sagði hún við dagblaðið London Evening Standard að hún væri dálítið stressuð og með fiðrildi í maganum. Álfrún segir að Jolie hafi einmitt minnst á það við upphaf fyrirlestursins að hún væri dálítið stressuð. Sjálf hefði hún ekki lagt mikla áherslu á að mennta sig og ekki verið mikið inni í akademíunni en auk þess að vera ein þekktasta kvikmyndaleikkona heims í dag er Jolie sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttamanna og hefur hún stöðu diplómata innan samtakanna. Áður var hún velgjörðarsendiherra hjá Flóttamannastofnuninni sem hún hefur starfað fyrir allt frá árinu 2001.Ræddi mikilvægi forgangsröðunar verkefna í mannúðarstarfsemi „Þetta var mjög áhugavert og hún var að segja mjög skemmtilega hluti. Hún talaði um hversu blaut hún hafi verið á bak við eyrun þegar hún byrjaði að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og sagði til dæmis frá því þegar hún kom í flóttamannabúðir í Darfúr þar sem voru 250 þúsund manns en engin sápa. Hún spurði af hverju það væri ekki bara keypt sápa og komst þá að því að það kostaði 250 þúsund dollara. Þá spurði hún hvort að fólkið í flóttamannabúðunum gæti ekki bara búið sápuna til og benti á að það væri atvinnuskapandi. Á móti var henni þá bent á að slík framleiðsla gæti haft slæm áhrif á efnahag landsins,“ segir Álfrún.Jolie með nemendum LSE í dag.mynd/facebook-síða LSEÞá segir hún að Jolie hafi mikið rætt mikilvægi þess að forgangsraða verkefnum í mannúðarstarfsemi og það þyrfti að breyta og bæta forgangsröðunina. Auk þess ræddi hún um stöðu kvenna í átökum og í flóttamannabúðum. Fyrirlesturinn stóð í um einn og hálfan tíma og sátu hann um 50 nemendur við LSE.En hvernig var stemningin fyrir tímann og í tímanum? „Okkur var ekki sagt að hún væri að koma fyrr en mínútu áður en hún kom inn í stofuna. Það eina sem var búið að segja fyrir tímann var að það myndi koma gestaprófessor og svo kom í Daily Mail í gær að Angelina Jolie væri í London. Þá fór fólk svona að pæla hvort að hún myndi koma í tímann í dag og svo þegar okkur var sagt það mínútu áður en hún kom þá urðu smá læti en síðan var það bara búið. Það var svo kannski dálítil spenna fyrstu tíu mínúturnar,“ segir Álfrún.Jolie táraðist þegar hún rifjaði upp reynslusögu 13 ára stúlku frá Íran Aðspurð hvort það hafi verið öðruvísi að vera í tíma hjá kvikmyndastjörnu heldur en háskólaprófessor segir Álfrún: „Já og nei. Það sem var öðruvísi var kannski að hún viðurkenndi sína veikleika þegar hún fékk til dæmis tvær spurningar sem hún vissi ekki nákvæmlega svarið við. Þá sagði hún það bara, að hún vissi ekki svarið við nákvæmlega þessu en hún gæti hins vegar sagt frá öðru. Það er eitthvað sem háskólaprófessorar og stjórnmálamenn eru ekki mikið í heldur tala þeir bara um það sem þeir vita. Svo var hún auðvitað mjög sjarmerandi, fyndin og skemmtilegt. Hún er greinilega performer og það er augljóst að það liggur fyrir henni að tala fyrir framan fólk.“ Þá segir að Jolie hafi verið einlæg. „Hún er auðvitað aktívisti og náttúrulega mjög innblásin af þessu öllu saman. Hún táraðist til dæmis þegar hún sagði okkar reynslusögu 13 ára stelpu frá Íran. Það er ekki eitthvað sem maður myndi sjá háskólaprófessor gera í tíma.“ Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Álfrún Perla Baldursdóttir, meistaranemi í átakafræðum í London School of Economics and Political Science (LSE), segir að það hafi verið mjög áhugavert að sitja tíma hjá kvikmyndastjörnunni Angelinu Jolie í dag en Jolie, sem er gestaprófessor við LSE, hélt fyrirlestur í dag í námskeiðinu Women, Peace and Security (ísl. Konur, friður og öryggi). Er þetta í fyrsta skipti sem Jolie heldur fyrirlestur við háskólann en tæpt ár er síðan tilkynnt var um að Jolie væri orðin gestaprófessor í sérstöku meistaranámi sem snýr einmitt að konum, friði og öryggi. Áður en Jolie hélt fyrirlesturinn í dag sagði hún við dagblaðið London Evening Standard að hún væri dálítið stressuð og með fiðrildi í maganum. Álfrún segir að Jolie hafi einmitt minnst á það við upphaf fyrirlestursins að hún væri dálítið stressuð. Sjálf hefði hún ekki lagt mikla áherslu á að mennta sig og ekki verið mikið inni í akademíunni en auk þess að vera ein þekktasta kvikmyndaleikkona heims í dag er Jolie sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttamanna og hefur hún stöðu diplómata innan samtakanna. Áður var hún velgjörðarsendiherra hjá Flóttamannastofnuninni sem hún hefur starfað fyrir allt frá árinu 2001.Ræddi mikilvægi forgangsröðunar verkefna í mannúðarstarfsemi „Þetta var mjög áhugavert og hún var að segja mjög skemmtilega hluti. Hún talaði um hversu blaut hún hafi verið á bak við eyrun þegar hún byrjaði að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og sagði til dæmis frá því þegar hún kom í flóttamannabúðir í Darfúr þar sem voru 250 þúsund manns en engin sápa. Hún spurði af hverju það væri ekki bara keypt sápa og komst þá að því að það kostaði 250 þúsund dollara. Þá spurði hún hvort að fólkið í flóttamannabúðunum gæti ekki bara búið sápuna til og benti á að það væri atvinnuskapandi. Á móti var henni þá bent á að slík framleiðsla gæti haft slæm áhrif á efnahag landsins,“ segir Álfrún.Jolie með nemendum LSE í dag.mynd/facebook-síða LSEÞá segir hún að Jolie hafi mikið rætt mikilvægi þess að forgangsraða verkefnum í mannúðarstarfsemi og það þyrfti að breyta og bæta forgangsröðunina. Auk þess ræddi hún um stöðu kvenna í átökum og í flóttamannabúðum. Fyrirlesturinn stóð í um einn og hálfan tíma og sátu hann um 50 nemendur við LSE.En hvernig var stemningin fyrir tímann og í tímanum? „Okkur var ekki sagt að hún væri að koma fyrr en mínútu áður en hún kom inn í stofuna. Það eina sem var búið að segja fyrir tímann var að það myndi koma gestaprófessor og svo kom í Daily Mail í gær að Angelina Jolie væri í London. Þá fór fólk svona að pæla hvort að hún myndi koma í tímann í dag og svo þegar okkur var sagt það mínútu áður en hún kom þá urðu smá læti en síðan var það bara búið. Það var svo kannski dálítil spenna fyrstu tíu mínúturnar,“ segir Álfrún.Jolie táraðist þegar hún rifjaði upp reynslusögu 13 ára stúlku frá Íran Aðspurð hvort það hafi verið öðruvísi að vera í tíma hjá kvikmyndastjörnu heldur en háskólaprófessor segir Álfrún: „Já og nei. Það sem var öðruvísi var kannski að hún viðurkenndi sína veikleika þegar hún fékk til dæmis tvær spurningar sem hún vissi ekki nákvæmlega svarið við. Þá sagði hún það bara, að hún vissi ekki svarið við nákvæmlega þessu en hún gæti hins vegar sagt frá öðru. Það er eitthvað sem háskólaprófessorar og stjórnmálamenn eru ekki mikið í heldur tala þeir bara um það sem þeir vita. Svo var hún auðvitað mjög sjarmerandi, fyndin og skemmtilegt. Hún er greinilega performer og það er augljóst að það liggur fyrir henni að tala fyrir framan fólk.“ Þá segir að Jolie hafi verið einlæg. „Hún er auðvitað aktívisti og náttúrulega mjög innblásin af þessu öllu saman. Hún táraðist til dæmis þegar hún sagði okkar reynslusögu 13 ára stelpu frá Íran. Það er ekki eitthvað sem maður myndi sjá háskólaprófessor gera í tíma.“
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira