Íslendingur sat tíma hjá Angelinu Jolie í LSE Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2017 19:30 Álfrún Perla Baldursdóttir sat tíma hjá bandarísku leikkonunni Angelinu Jolie í LSE í dag. vísir Álfrún Perla Baldursdóttir, meistaranemi í átakafræðum í London School of Economics and Political Science (LSE), segir að það hafi verið mjög áhugavert að sitja tíma hjá kvikmyndastjörnunni Angelinu Jolie í dag en Jolie, sem er gestaprófessor við LSE, hélt fyrirlestur í dag í námskeiðinu Women, Peace and Security (ísl. Konur, friður og öryggi). Er þetta í fyrsta skipti sem Jolie heldur fyrirlestur við háskólann en tæpt ár er síðan tilkynnt var um að Jolie væri orðin gestaprófessor í sérstöku meistaranámi sem snýr einmitt að konum, friði og öryggi. Áður en Jolie hélt fyrirlesturinn í dag sagði hún við dagblaðið London Evening Standard að hún væri dálítið stressuð og með fiðrildi í maganum. Álfrún segir að Jolie hafi einmitt minnst á það við upphaf fyrirlestursins að hún væri dálítið stressuð. Sjálf hefði hún ekki lagt mikla áherslu á að mennta sig og ekki verið mikið inni í akademíunni en auk þess að vera ein þekktasta kvikmyndaleikkona heims í dag er Jolie sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttamanna og hefur hún stöðu diplómata innan samtakanna. Áður var hún velgjörðarsendiherra hjá Flóttamannastofnuninni sem hún hefur starfað fyrir allt frá árinu 2001.Ræddi mikilvægi forgangsröðunar verkefna í mannúðarstarfsemi „Þetta var mjög áhugavert og hún var að segja mjög skemmtilega hluti. Hún talaði um hversu blaut hún hafi verið á bak við eyrun þegar hún byrjaði að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og sagði til dæmis frá því þegar hún kom í flóttamannabúðir í Darfúr þar sem voru 250 þúsund manns en engin sápa. Hún spurði af hverju það væri ekki bara keypt sápa og komst þá að því að það kostaði 250 þúsund dollara. Þá spurði hún hvort að fólkið í flóttamannabúðunum gæti ekki bara búið sápuna til og benti á að það væri atvinnuskapandi. Á móti var henni þá bent á að slík framleiðsla gæti haft slæm áhrif á efnahag landsins,“ segir Álfrún.Jolie með nemendum LSE í dag.mynd/facebook-síða LSEÞá segir hún að Jolie hafi mikið rætt mikilvægi þess að forgangsraða verkefnum í mannúðarstarfsemi og það þyrfti að breyta og bæta forgangsröðunina. Auk þess ræddi hún um stöðu kvenna í átökum og í flóttamannabúðum. Fyrirlesturinn stóð í um einn og hálfan tíma og sátu hann um 50 nemendur við LSE.En hvernig var stemningin fyrir tímann og í tímanum? „Okkur var ekki sagt að hún væri að koma fyrr en mínútu áður en hún kom inn í stofuna. Það eina sem var búið að segja fyrir tímann var að það myndi koma gestaprófessor og svo kom í Daily Mail í gær að Angelina Jolie væri í London. Þá fór fólk svona að pæla hvort að hún myndi koma í tímann í dag og svo þegar okkur var sagt það mínútu áður en hún kom þá urðu smá læti en síðan var það bara búið. Það var svo kannski dálítil spenna fyrstu tíu mínúturnar,“ segir Álfrún.Jolie táraðist þegar hún rifjaði upp reynslusögu 13 ára stúlku frá Íran Aðspurð hvort það hafi verið öðruvísi að vera í tíma hjá kvikmyndastjörnu heldur en háskólaprófessor segir Álfrún: „Já og nei. Það sem var öðruvísi var kannski að hún viðurkenndi sína veikleika þegar hún fékk til dæmis tvær spurningar sem hún vissi ekki nákvæmlega svarið við. Þá sagði hún það bara, að hún vissi ekki svarið við nákvæmlega þessu en hún gæti hins vegar sagt frá öðru. Það er eitthvað sem háskólaprófessorar og stjórnmálamenn eru ekki mikið í heldur tala þeir bara um það sem þeir vita. Svo var hún auðvitað mjög sjarmerandi, fyndin og skemmtilegt. Hún er greinilega performer og það er augljóst að það liggur fyrir henni að tala fyrir framan fólk.“ Þá segir að Jolie hafi verið einlæg. „Hún er auðvitað aktívisti og náttúrulega mjög innblásin af þessu öllu saman. Hún táraðist til dæmis þegar hún sagði okkar reynslusögu 13 ára stelpu frá Íran. Það er ekki eitthvað sem maður myndi sjá háskólaprófessor gera í tíma.“ Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Álfrún Perla Baldursdóttir, meistaranemi í átakafræðum í London School of Economics and Political Science (LSE), segir að það hafi verið mjög áhugavert að sitja tíma hjá kvikmyndastjörnunni Angelinu Jolie í dag en Jolie, sem er gestaprófessor við LSE, hélt fyrirlestur í dag í námskeiðinu Women, Peace and Security (ísl. Konur, friður og öryggi). Er þetta í fyrsta skipti sem Jolie heldur fyrirlestur við háskólann en tæpt ár er síðan tilkynnt var um að Jolie væri orðin gestaprófessor í sérstöku meistaranámi sem snýr einmitt að konum, friði og öryggi. Áður en Jolie hélt fyrirlesturinn í dag sagði hún við dagblaðið London Evening Standard að hún væri dálítið stressuð og með fiðrildi í maganum. Álfrún segir að Jolie hafi einmitt minnst á það við upphaf fyrirlestursins að hún væri dálítið stressuð. Sjálf hefði hún ekki lagt mikla áherslu á að mennta sig og ekki verið mikið inni í akademíunni en auk þess að vera ein þekktasta kvikmyndaleikkona heims í dag er Jolie sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttamanna og hefur hún stöðu diplómata innan samtakanna. Áður var hún velgjörðarsendiherra hjá Flóttamannastofnuninni sem hún hefur starfað fyrir allt frá árinu 2001.Ræddi mikilvægi forgangsröðunar verkefna í mannúðarstarfsemi „Þetta var mjög áhugavert og hún var að segja mjög skemmtilega hluti. Hún talaði um hversu blaut hún hafi verið á bak við eyrun þegar hún byrjaði að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og sagði til dæmis frá því þegar hún kom í flóttamannabúðir í Darfúr þar sem voru 250 þúsund manns en engin sápa. Hún spurði af hverju það væri ekki bara keypt sápa og komst þá að því að það kostaði 250 þúsund dollara. Þá spurði hún hvort að fólkið í flóttamannabúðunum gæti ekki bara búið sápuna til og benti á að það væri atvinnuskapandi. Á móti var henni þá bent á að slík framleiðsla gæti haft slæm áhrif á efnahag landsins,“ segir Álfrún.Jolie með nemendum LSE í dag.mynd/facebook-síða LSEÞá segir hún að Jolie hafi mikið rætt mikilvægi þess að forgangsraða verkefnum í mannúðarstarfsemi og það þyrfti að breyta og bæta forgangsröðunina. Auk þess ræddi hún um stöðu kvenna í átökum og í flóttamannabúðum. Fyrirlesturinn stóð í um einn og hálfan tíma og sátu hann um 50 nemendur við LSE.En hvernig var stemningin fyrir tímann og í tímanum? „Okkur var ekki sagt að hún væri að koma fyrr en mínútu áður en hún kom inn í stofuna. Það eina sem var búið að segja fyrir tímann var að það myndi koma gestaprófessor og svo kom í Daily Mail í gær að Angelina Jolie væri í London. Þá fór fólk svona að pæla hvort að hún myndi koma í tímann í dag og svo þegar okkur var sagt það mínútu áður en hún kom þá urðu smá læti en síðan var það bara búið. Það var svo kannski dálítil spenna fyrstu tíu mínúturnar,“ segir Álfrún.Jolie táraðist þegar hún rifjaði upp reynslusögu 13 ára stúlku frá Íran Aðspurð hvort það hafi verið öðruvísi að vera í tíma hjá kvikmyndastjörnu heldur en háskólaprófessor segir Álfrún: „Já og nei. Það sem var öðruvísi var kannski að hún viðurkenndi sína veikleika þegar hún fékk til dæmis tvær spurningar sem hún vissi ekki nákvæmlega svarið við. Þá sagði hún það bara, að hún vissi ekki svarið við nákvæmlega þessu en hún gæti hins vegar sagt frá öðru. Það er eitthvað sem háskólaprófessorar og stjórnmálamenn eru ekki mikið í heldur tala þeir bara um það sem þeir vita. Svo var hún auðvitað mjög sjarmerandi, fyndin og skemmtilegt. Hún er greinilega performer og það er augljóst að það liggur fyrir henni að tala fyrir framan fólk.“ Þá segir að Jolie hafi verið einlæg. „Hún er auðvitað aktívisti og náttúrulega mjög innblásin af þessu öllu saman. Hún táraðist til dæmis þegar hún sagði okkar reynslusögu 13 ára stelpu frá Íran. Það er ekki eitthvað sem maður myndi sjá háskólaprófessor gera í tíma.“
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira