Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2017 10:00 Gunnar á vigtinni fyrir sinn síðasta bardaga. vísir/getty Gunnar Nelson segir að uppákoman í tengslum við bardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson á UFC 209 fyrr í mánuðinum, sem var svo aflýst, hafi verið fáránleg. Rússinn Khabib náði ekki þyngd fyrir bardagann en nóttina fyrir vigtunina var hann fluttur á sjúkrahús. UFC sagði það hefði tengst því að hann hafi verið að létta sig fyrir bardagann. Haraldur Nelson, faðir Gunnars, hefur margsinnis gagnrýnt öfgakenndar aðferðir margra bardagakappa sem hafa oft misst fjölda kílóa á aðeins örfáum dögum í aðdraganda bardaga. Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ skrifaði Haraldur á Facebook-síðu sína við þetta tilefni.Khabib hefur verið gagnrýndur fyrir að ná ekki þyngd fyrir síðasta bardaga.vísir/gettyViðkæmt umræðuefni Gunnar, sem berst gegn Alan Jouban á bardagakvöldi UFC í London á laugardag, var í viðali við írska fjölmiðla fyrr í vikunni og gagnrýndi þessa uppákomu harkalega. „Mér fannst þetta algjörlega fáránlegt. Hann hefur verið að væla um að fá titilbardaga í langan tíma. Svo gerist það og ég veit ekki hvað gerist - kannski veiktist hann sem væri afar óheppilegt,“ sagði Gunnar við sportsjoe.ie. „Þetta var bara svolítið skrýtið. Hann hafði verið að tala um titilbardaga í langan tíma. Og svo nær hann ekki einu sinni þyngd.“ Sjá einnig: Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Fulltrúi UFC sem fylgdist með viðtalinu virtist reyndar ekki áhugasamur um að þessi mál yrðu rædd þegar spurningin um Khabib var borin upp. En Gunnar vildi fá að svara henni. „Þessi spurning, þar sem þú spurðir um Khabib. Mér er sama þó svo að ég tali um það, ef það er í lagi,“ sagði Gunnar í upphafi samtalsins.Gunnar Nelson í símaviðtali í vikunni.mynd/mjölnir/Sóllilja baltasarsdóttirLyfjaeftirlitið miklu betra Hann leiðir líkum að því að hert eftirlit UFC með ólöglegri lyfjanotkun hafi sitt að segja með að sífellt fleiri bardögum hafi verið aflýst vegna vandræðum í tengslum við niðurskurð fyrir bardagana. „Kannski er það ástæðan og kannski eru menn ekki að byrja á niðurskurðinum nógu snemma. En nýju lyfjareglurnar eru miklu betri og kannski hafa einhverjir verið að taka einhvern óþverra til að ná þyngdinni niður og það sé nú erfiðara,“ sagði hann. „Ég er ekki viss. Ég hef aldrei verið í harkalegum niðurskurði sjálfur og þekki því ekki þessi lyf og stera sem þessir gaurar hafa verið að taka. En kannski að það sé ástæðan fyrir öllu þessu.“Hann átti að fá borgað Gunnar gagnrýnir einnig UFC fyrir að Tony Ferguson hafi ekki fengið full laun fyrir bardagann, þó svo að honum hafi verið aflýst. „Það er erfitt að segja. En hann ætti að fá eitthvað því hann var búinn að skila sínum undirbúningi. Hann mætti á vigtunina og bar klár í bardagann,“ sagði Gunnar. „Kannski er eðlilegt að hann fái ekki sigurbónusinn enda vann hann ekki bardagann. En hann hefði átt að fá launin sín, það er enginn vafi á því. Hann mætti á staðinn og var tilbúinn.“Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Fáðu þér áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Gunnar Nelson fær ekki jafnmikið út úr bardaga sínum og mótherji hans en hann þarf að minna á sig eftir tíu mánaða fjarveru. 14. mars 2017 19:30 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Umboðsmaður Nurmagomedov útskýrir hvað gerðist síðasta föstudag UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. 7. mars 2017 10:00 Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Gunnar Nelson segir að uppákoman í tengslum við bardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson á UFC 209 fyrr í mánuðinum, sem var svo aflýst, hafi verið fáránleg. Rússinn Khabib náði ekki þyngd fyrir bardagann en nóttina fyrir vigtunina var hann fluttur á sjúkrahús. UFC sagði það hefði tengst því að hann hafi verið að létta sig fyrir bardagann. Haraldur Nelson, faðir Gunnars, hefur margsinnis gagnrýnt öfgakenndar aðferðir margra bardagakappa sem hafa oft misst fjölda kílóa á aðeins örfáum dögum í aðdraganda bardaga. Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ skrifaði Haraldur á Facebook-síðu sína við þetta tilefni.Khabib hefur verið gagnrýndur fyrir að ná ekki þyngd fyrir síðasta bardaga.vísir/gettyViðkæmt umræðuefni Gunnar, sem berst gegn Alan Jouban á bardagakvöldi UFC í London á laugardag, var í viðali við írska fjölmiðla fyrr í vikunni og gagnrýndi þessa uppákomu harkalega. „Mér fannst þetta algjörlega fáránlegt. Hann hefur verið að væla um að fá titilbardaga í langan tíma. Svo gerist það og ég veit ekki hvað gerist - kannski veiktist hann sem væri afar óheppilegt,“ sagði Gunnar við sportsjoe.ie. „Þetta var bara svolítið skrýtið. Hann hafði verið að tala um titilbardaga í langan tíma. Og svo nær hann ekki einu sinni þyngd.“ Sjá einnig: Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Fulltrúi UFC sem fylgdist með viðtalinu virtist reyndar ekki áhugasamur um að þessi mál yrðu rædd þegar spurningin um Khabib var borin upp. En Gunnar vildi fá að svara henni. „Þessi spurning, þar sem þú spurðir um Khabib. Mér er sama þó svo að ég tali um það, ef það er í lagi,“ sagði Gunnar í upphafi samtalsins.Gunnar Nelson í símaviðtali í vikunni.mynd/mjölnir/Sóllilja baltasarsdóttirLyfjaeftirlitið miklu betra Hann leiðir líkum að því að hert eftirlit UFC með ólöglegri lyfjanotkun hafi sitt að segja með að sífellt fleiri bardögum hafi verið aflýst vegna vandræðum í tengslum við niðurskurð fyrir bardagana. „Kannski er það ástæðan og kannski eru menn ekki að byrja á niðurskurðinum nógu snemma. En nýju lyfjareglurnar eru miklu betri og kannski hafa einhverjir verið að taka einhvern óþverra til að ná þyngdinni niður og það sé nú erfiðara,“ sagði hann. „Ég er ekki viss. Ég hef aldrei verið í harkalegum niðurskurði sjálfur og þekki því ekki þessi lyf og stera sem þessir gaurar hafa verið að taka. En kannski að það sé ástæðan fyrir öllu þessu.“Hann átti að fá borgað Gunnar gagnrýnir einnig UFC fyrir að Tony Ferguson hafi ekki fengið full laun fyrir bardagann, þó svo að honum hafi verið aflýst. „Það er erfitt að segja. En hann ætti að fá eitthvað því hann var búinn að skila sínum undirbúningi. Hann mætti á vigtunina og bar klár í bardagann,“ sagði Gunnar. „Kannski er eðlilegt að hann fái ekki sigurbónusinn enda vann hann ekki bardagann. En hann hefði átt að fá launin sín, það er enginn vafi á því. Hann mætti á staðinn og var tilbúinn.“Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Fáðu þér áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Gunnar Nelson fær ekki jafnmikið út úr bardaga sínum og mótherji hans en hann þarf að minna á sig eftir tíu mánaða fjarveru. 14. mars 2017 19:30 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Umboðsmaður Nurmagomedov útskýrir hvað gerðist síðasta föstudag UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. 7. mars 2017 10:00 Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Gunnar Nelson fær ekki jafnmikið út úr bardaga sínum og mótherji hans en hann þarf að minna á sig eftir tíu mánaða fjarveru. 14. mars 2017 19:30
Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15
Umboðsmaður Nurmagomedov útskýrir hvað gerðist síðasta föstudag UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. 7. mars 2017 10:00
Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00
Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30