„Þetta var einstök upplifun“, segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, en hún tók ein kvenna þátt í heimsmeistarakeppninni í rúningi á Nýja Sjálandi. Magnús Hlynur hitti Heiðu Guðnýju og félaga hennar, Hafliða Sævarsson, sem tók einnig þátt í mótinu.
Tveir íslenskir sauðfjárbændur sem tóku þátt í heimsmeistarakeppni í rúningi í Nýja Sjálandi stóðu sig vel því þeir voru að keppa við atvinnumenn allstaðar úr heiminum.
Heiða Guðný sem er frá Ljótarstöðum í Skaftártungu og Hafliði sem er frá Fossárdal í Berufirði eru nýkomin heim eftir að hafa verið í sex vikur í Nýja Sjálandi. Fyrstu fóru þau á námskeið sem mótshaldarar héldu fyrir heimsmeistaramótið en allt önnur tækni er notuð við rúning í Nýja–Sjálandi en hér heima. 56 keppendur tóku þátt í heimsmeistarakeppninni og rúði hver þeirra fimmtán kindur.
Hafliði hafnaði í 39 sæti og Heiða Guðný í 55 sæti sem þau geta bæði verið stolt af. Næsta heimsmeistarakeppni í rúningi verður haldin í Frakklandi 2019, Heiða Guðný segist ætla þangað en Hafliði hefur ekki ákveðið hvar hann gerir.
Nánar er rætt við Heiðu Guðnýju og Hafliða í spilaranum hér fyrir ofan.
Heiða var eina konan á heimsmeistaramóti í rúningi
Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar