„Einhver sú kolvitlausasta fýlubomba sem ég hef séð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 16:05 Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm „Ég er búinn að vera hérna á þingi í næstum því fjórtán ár og þetta er nú einhver sú kolvitlausasta fýlubomba sem ég hef séð stjórnarandstöðu reyna að sprengja í þessum sal,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, um málflutning stjórnarandstöðunnar á þingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær um tvær skýrslur sem fjalla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána. Skýrslan var unnið að beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en stjórnarandstaðan hefur sakað hann um að hafa setið á skýrslunum fram yfir kosningar. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði það alvarlegt að tveir stjórnarflokkar taki ekki þátt í umræðum um stórpólitísk mál, og bað forseta Alþingis að taka þessi mál upp á fundi þingflokksformanna. „Þakka þér fyrir hv. þingmaður Svandís Svavarsdóttir, fyrir að gefa mér orð í þessu. Því þessi furðulega uppákoma, að allir þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar og sjö eða átta eða hvað það er þingmenn til viðbótar komi daginn eftir til að kvarta yfir fjarveru einhverra flokka úr sérstakri umræðu daginn áður, það er einhver furðulegasta fýlubomba sem ég hef séð [...] Ég get ekki sagt neitt annað. Ef málefnaþurrð stjórnarandstöðunnar er með þessum hætti er það átakanlegt,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði fýluna líklega skýrast af málefnaþurrð ríkisstjórnarinnar, frekar heldur en stjórnarandstöðunnar. „Ég tek eftir því að það er stuð á þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í dag. Ég get vel skilið að hann reyni að breiða yfir það að á dagskránni í dag eru ágæt mál, sérstök umræða, sem ég vona að sem flestir taki þátt í, mál frá nefnd og síðan ein fjögur mál frá þingmönnum. Það er með öðrum orðum ekkert frá ríkisstjórninni. Fýla stjórnarandstöðunnar er þá kannski aðallega út af því að hún hefur ekki nóg fyrir stafni, málefnaþurrðin, hún hefur ekkert til þess að veita ríkisstjórninni aðhald við vegna þess að það eru bara þingmannamál á dagskrá. Við tökum vonandi öll þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna á þingi í næstum því fjórtán ár og þetta er nú einhver sú kolvitlausasta fýlubomba sem ég hef séð stjórnarandstöðu reyna að sprengja í þessum sal,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, um málflutning stjórnarandstöðunnar á þingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær um tvær skýrslur sem fjalla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána. Skýrslan var unnið að beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en stjórnarandstaðan hefur sakað hann um að hafa setið á skýrslunum fram yfir kosningar. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði það alvarlegt að tveir stjórnarflokkar taki ekki þátt í umræðum um stórpólitísk mál, og bað forseta Alþingis að taka þessi mál upp á fundi þingflokksformanna. „Þakka þér fyrir hv. þingmaður Svandís Svavarsdóttir, fyrir að gefa mér orð í þessu. Því þessi furðulega uppákoma, að allir þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar og sjö eða átta eða hvað það er þingmenn til viðbótar komi daginn eftir til að kvarta yfir fjarveru einhverra flokka úr sérstakri umræðu daginn áður, það er einhver furðulegasta fýlubomba sem ég hef séð [...] Ég get ekki sagt neitt annað. Ef málefnaþurrð stjórnarandstöðunnar er með þessum hætti er það átakanlegt,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði fýluna líklega skýrast af málefnaþurrð ríkisstjórnarinnar, frekar heldur en stjórnarandstöðunnar. „Ég tek eftir því að það er stuð á þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í dag. Ég get vel skilið að hann reyni að breiða yfir það að á dagskránni í dag eru ágæt mál, sérstök umræða, sem ég vona að sem flestir taki þátt í, mál frá nefnd og síðan ein fjögur mál frá þingmönnum. Það er með öðrum orðum ekkert frá ríkisstjórninni. Fýla stjórnarandstöðunnar er þá kannski aðallega út af því að hún hefur ekki nóg fyrir stafni, málefnaþurrðin, hún hefur ekkert til þess að veita ríkisstjórninni aðhald við vegna þess að það eru bara þingmannamál á dagskrá. Við tökum vonandi öll þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira