Hópur fólks hefur í vetur neyðst til að búa í húsbílum og hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna hás leiguverðs og íbúðaskorts. Fjallað verður um þetta og rætt við mann sem búið hefur þar síðustu mánuði í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.
Í fréttatímanum hittum við líka foreldra ellefu mánaða gamallar stúlku sem hvergi fær pláss í dagvistun og kynnum okkur tímamótauppgötvun geimvísindamanna sem Nasa kynnir á blaðamannafundi nú klukkan sex. Loks hittum við hina dáðu risapöndu Bao Bao sem fór í mikla ævintýraferð í gær.
Innlent