Sport

Venesúla mótmælir harðlega meðferð Frakka á „versta skíðamanni heims“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adrian Solano.
Adrian Solano. Vísir/Getty
Skíðagöngumaðurinn Adrian Solano frá Venesúela hefur bauð upp á spaugilega frammistöðu á HM í skíðagöngu í Lahti í Finnlandi í gær eins og við sögðum frá á Vísi fyrr í dag.

Adrian Solano var næstum því dottinn í ræsingunni og datt svo hvað eftir annað á brautinni. Hann fékk í kjölfarið titilinn „versti skíðamaður heims“ á veraldarvefnum.

Adrian Solano ætlar að prófa snjó í fyrsta skipti í mánaðaræfingabúðum í Svíþjóð fyrir heimsmeistaramótið en komst aldrei á áfangastað.

Sjá einnig:Fékk titilinn „versti skíðamaður heims“ eftir þessa frammistöðu | Myndband

Þegar Solano lenti í París þá var hann sendur til baka til Venesúela. Ástæðan var að Frakkarnir trúðu því hreinlega ekki að hann væri skíðamaður og héldu þess í stað að hann væri að reyna að lauma sér í „góða lífið“ í Skandinavíu.

Fólkið í vegabréfaeftirlitinu í París efuðustu um að Solano væri skíðamaður og spurðu hann meðal annars hvort að þær væri yfir höfuð snjór í Venesúela.

Adrian Solano þurfti að fljúga til baka til Venesúela og þurfti í framhaldinu að safna fyrir annarri ferð til Evrópu. Hann missti af mánaðar æfingabúðum sem hefðu nú heldur betur hjálpað honum í þessari skrautlegu ferð hans um göngubrautina í Lahti.

Honum tókst að koma sér til Finnlands en fékk þar að kynnast snjó í fyrsta sinn með sprenghlægilegum afleiðingum. Hingað til hafði hann aðeins æft sig á hjólaskíðum.

Delcy Rodriguez, utanríkisráðherra Venesúela, brást við á Twitter þegar hann frétti af vandræðum Adrian Solano og sagði að ríkisstjórn Venesúela myndi senda Frökkum hörð mótmæli vegna meðferðarinnar á skíðamanni sínum.

„Svona móðgun gagnvart Venesúelamönnum er algjörlega óásættanleg“ skrifaði Delcy Rodriguez meðal annars inn á Twitter.  BBC sagði frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×