Flutti í borgina árið sem Heim í Búðardal sló í gegn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 09:45 "Það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og vantaði texta í hvelli,“ segir Þorsteinn. Vísir/Anton Brink Ósjálfrátt tengi ég nafn Þorsteins Eggertssonar textahöfundar við Reykjanesbæ þegar ég leita að símanúmerinu hans en finn engan með því nafni þar. „Ég er búinn að búa í borginni síðan 1975, árið sem lagið Heim í Búðardal sló í gegn,“ upplýsir hann þegar ég hef upp á honum. „En ég er náttúrlega fæddur í Keflavík og ólst þar upp. Orti líka mikið fyrir tónlistarfólkið á Suðurnesjunum, Hljóma, Trúbrot, Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Júdas og Rut Reginalds.“ Tilefni símtalsins er að óska Þorsteini til hamingju með afmælið, hann er nefnilega 75 ára í dag. Svo berst talið að textunum mörgu sem hann hefur samið og kveðst ekki hafa tölu á. Þó kveðst hann eiga um 800 útgefna, þar af suma í mismunandi útfærslum. Í nýjasta hefti Heima er best er grein eftir Þorstein þar sem hann lýsir kvöldinu sem hann orti Slappaðu af og pressunni sem hann var undir. Skyldi hann eiga margar álíka sögur af eigin textagerð? „Ég á nokkrar. Sumar eru um eitthvað sem ég minnist sjálfur, aðrar hafa mér verið sagðar og sumar eru örugglega skáldaðar - en þær lifa. Ég man til dæmis ekki til að hafa samið texta í leigubíl á milli staða, eins og haldið hefur verið fram. En það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og texta vantaði í hvelli.“ Samkvæmt frásögninni í Heima er best tæmdi skáldið eina viskýflösku yfir Slappaðu af. Þarf hann alltaf áfengi til að koma sér í gírinn? „Nei, ég dreypi oft á viskýi en það má ekki vera of mikið, þá fer allt í tóma vitleysu. Enda sést það á Slappaðu af, sá texti byrjar ágætlega en höfundur er greinilega orðinn sauðdrukkinn í restina.“ Þorsteinn er enn að. „Ég er núna að klára texta fyrir Gunnar Þórðarson og það er stutt síðan ég samdi fyrir Helgu Möller. En þetta er bara einn og einn texti. Það semur enginn á heilar plötur lengur því hljómplötumarkaðurinn er hruninn og flestar plötubúðir dottnar upp fyrir.“ Auk textagerðarinnar kveðst Þorsteinn hafa kennt á námskeiðum hjá Fjölmennt undanfarin ár, bæði sögu alþýðutónlistar og ensku. Segir það skemmtilegt enda mæti þar fólk sem hafi áhuga. Í lokin er hann spurður út í afmælishaldið. „Ég ætla bara að vera með mínum nánustu og skreppa svo eitthvað út fyrir landsteinana í vor.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017 Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Ósjálfrátt tengi ég nafn Þorsteins Eggertssonar textahöfundar við Reykjanesbæ þegar ég leita að símanúmerinu hans en finn engan með því nafni þar. „Ég er búinn að búa í borginni síðan 1975, árið sem lagið Heim í Búðardal sló í gegn,“ upplýsir hann þegar ég hef upp á honum. „En ég er náttúrlega fæddur í Keflavík og ólst þar upp. Orti líka mikið fyrir tónlistarfólkið á Suðurnesjunum, Hljóma, Trúbrot, Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Júdas og Rut Reginalds.“ Tilefni símtalsins er að óska Þorsteini til hamingju með afmælið, hann er nefnilega 75 ára í dag. Svo berst talið að textunum mörgu sem hann hefur samið og kveðst ekki hafa tölu á. Þó kveðst hann eiga um 800 útgefna, þar af suma í mismunandi útfærslum. Í nýjasta hefti Heima er best er grein eftir Þorstein þar sem hann lýsir kvöldinu sem hann orti Slappaðu af og pressunni sem hann var undir. Skyldi hann eiga margar álíka sögur af eigin textagerð? „Ég á nokkrar. Sumar eru um eitthvað sem ég minnist sjálfur, aðrar hafa mér verið sagðar og sumar eru örugglega skáldaðar - en þær lifa. Ég man til dæmis ekki til að hafa samið texta í leigubíl á milli staða, eins og haldið hefur verið fram. En það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og texta vantaði í hvelli.“ Samkvæmt frásögninni í Heima er best tæmdi skáldið eina viskýflösku yfir Slappaðu af. Þarf hann alltaf áfengi til að koma sér í gírinn? „Nei, ég dreypi oft á viskýi en það má ekki vera of mikið, þá fer allt í tóma vitleysu. Enda sést það á Slappaðu af, sá texti byrjar ágætlega en höfundur er greinilega orðinn sauðdrukkinn í restina.“ Þorsteinn er enn að. „Ég er núna að klára texta fyrir Gunnar Þórðarson og það er stutt síðan ég samdi fyrir Helgu Möller. En þetta er bara einn og einn texti. Það semur enginn á heilar plötur lengur því hljómplötumarkaðurinn er hruninn og flestar plötubúðir dottnar upp fyrir.“ Auk textagerðarinnar kveðst Þorsteinn hafa kennt á námskeiðum hjá Fjölmennt undanfarin ár, bæði sögu alþýðutónlistar og ensku. Segir það skemmtilegt enda mæti þar fólk sem hafi áhuga. Í lokin er hann spurður út í afmælishaldið. „Ég ætla bara að vera með mínum nánustu og skreppa svo eitthvað út fyrir landsteinana í vor.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017
Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira