Flutti í borgina árið sem Heim í Búðardal sló í gegn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 09:45 "Það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og vantaði texta í hvelli,“ segir Þorsteinn. Vísir/Anton Brink Ósjálfrátt tengi ég nafn Þorsteins Eggertssonar textahöfundar við Reykjanesbæ þegar ég leita að símanúmerinu hans en finn engan með því nafni þar. „Ég er búinn að búa í borginni síðan 1975, árið sem lagið Heim í Búðardal sló í gegn,“ upplýsir hann þegar ég hef upp á honum. „En ég er náttúrlega fæddur í Keflavík og ólst þar upp. Orti líka mikið fyrir tónlistarfólkið á Suðurnesjunum, Hljóma, Trúbrot, Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Júdas og Rut Reginalds.“ Tilefni símtalsins er að óska Þorsteini til hamingju með afmælið, hann er nefnilega 75 ára í dag. Svo berst talið að textunum mörgu sem hann hefur samið og kveðst ekki hafa tölu á. Þó kveðst hann eiga um 800 útgefna, þar af suma í mismunandi útfærslum. Í nýjasta hefti Heima er best er grein eftir Þorstein þar sem hann lýsir kvöldinu sem hann orti Slappaðu af og pressunni sem hann var undir. Skyldi hann eiga margar álíka sögur af eigin textagerð? „Ég á nokkrar. Sumar eru um eitthvað sem ég minnist sjálfur, aðrar hafa mér verið sagðar og sumar eru örugglega skáldaðar - en þær lifa. Ég man til dæmis ekki til að hafa samið texta í leigubíl á milli staða, eins og haldið hefur verið fram. En það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og texta vantaði í hvelli.“ Samkvæmt frásögninni í Heima er best tæmdi skáldið eina viskýflösku yfir Slappaðu af. Þarf hann alltaf áfengi til að koma sér í gírinn? „Nei, ég dreypi oft á viskýi en það má ekki vera of mikið, þá fer allt í tóma vitleysu. Enda sést það á Slappaðu af, sá texti byrjar ágætlega en höfundur er greinilega orðinn sauðdrukkinn í restina.“ Þorsteinn er enn að. „Ég er núna að klára texta fyrir Gunnar Þórðarson og það er stutt síðan ég samdi fyrir Helgu Möller. En þetta er bara einn og einn texti. Það semur enginn á heilar plötur lengur því hljómplötumarkaðurinn er hruninn og flestar plötubúðir dottnar upp fyrir.“ Auk textagerðarinnar kveðst Þorsteinn hafa kennt á námskeiðum hjá Fjölmennt undanfarin ár, bæði sögu alþýðutónlistar og ensku. Segir það skemmtilegt enda mæti þar fólk sem hafi áhuga. Í lokin er hann spurður út í afmælishaldið. „Ég ætla bara að vera með mínum nánustu og skreppa svo eitthvað út fyrir landsteinana í vor.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017 Lífið Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Ósjálfrátt tengi ég nafn Þorsteins Eggertssonar textahöfundar við Reykjanesbæ þegar ég leita að símanúmerinu hans en finn engan með því nafni þar. „Ég er búinn að búa í borginni síðan 1975, árið sem lagið Heim í Búðardal sló í gegn,“ upplýsir hann þegar ég hef upp á honum. „En ég er náttúrlega fæddur í Keflavík og ólst þar upp. Orti líka mikið fyrir tónlistarfólkið á Suðurnesjunum, Hljóma, Trúbrot, Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Júdas og Rut Reginalds.“ Tilefni símtalsins er að óska Þorsteini til hamingju með afmælið, hann er nefnilega 75 ára í dag. Svo berst talið að textunum mörgu sem hann hefur samið og kveðst ekki hafa tölu á. Þó kveðst hann eiga um 800 útgefna, þar af suma í mismunandi útfærslum. Í nýjasta hefti Heima er best er grein eftir Þorstein þar sem hann lýsir kvöldinu sem hann orti Slappaðu af og pressunni sem hann var undir. Skyldi hann eiga margar álíka sögur af eigin textagerð? „Ég á nokkrar. Sumar eru um eitthvað sem ég minnist sjálfur, aðrar hafa mér verið sagðar og sumar eru örugglega skáldaðar - en þær lifa. Ég man til dæmis ekki til að hafa samið texta í leigubíl á milli staða, eins og haldið hefur verið fram. En það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og texta vantaði í hvelli.“ Samkvæmt frásögninni í Heima er best tæmdi skáldið eina viskýflösku yfir Slappaðu af. Þarf hann alltaf áfengi til að koma sér í gírinn? „Nei, ég dreypi oft á viskýi en það má ekki vera of mikið, þá fer allt í tóma vitleysu. Enda sést það á Slappaðu af, sá texti byrjar ágætlega en höfundur er greinilega orðinn sauðdrukkinn í restina.“ Þorsteinn er enn að. „Ég er núna að klára texta fyrir Gunnar Þórðarson og það er stutt síðan ég samdi fyrir Helgu Möller. En þetta er bara einn og einn texti. Það semur enginn á heilar plötur lengur því hljómplötumarkaðurinn er hruninn og flestar plötubúðir dottnar upp fyrir.“ Auk textagerðarinnar kveðst Þorsteinn hafa kennt á námskeiðum hjá Fjölmennt undanfarin ár, bæði sögu alþýðutónlistar og ensku. Segir það skemmtilegt enda mæti þar fólk sem hafi áhuga. Í lokin er hann spurður út í afmælishaldið. „Ég ætla bara að vera með mínum nánustu og skreppa svo eitthvað út fyrir landsteinana í vor.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017
Lífið Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira