Borgar árlega hundrað milljónir fyrir leigubíla Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Landspítalinn við Hringbraut. vísir/vilhelm Kostnaður Landspítalans vegna leigubíla fyrir starfsfólk nam 94,9 milljónum króna á síðasta ári. Hann var 90,9 milljónir árið áður og 108,4 milljónir árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er aðallega skipt við leigubílastöðina Hreyfil en í gangi er samningur um viðskiptakort milli fyrirtækisins og Landspítala. Einnig er skipt við A-stöðina, Bifreiðastöð Oddeyrar og BSR. Sé kostnaður vegna bílaleigubíla tekinn með var heildarkostnaðurinn 100,8 milljónir í fyrra, 95,6 milljónir árið 2015 og 111,8 milljónir árið 2014. María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landspítalanum, segir að kostnaðurinn skýrist aðallega af því hve víða starfsemi Landspítalans fer fram. „Við erum með okkar starfsemi á sautján stöðum í meira en 100 byggingum. Það er verið að þjóna sjúklingum á flestum af þessum stöðum og það er sama starfsfólkið sem er að þjóna sjúklingum á mismunandi stöðum. Það leiðir til þess að okkar fólk þarf mikið að fara á milli,“ segir María. Þetta leiði bæði til beins kostnaðar fyrir spítalann en líka óbeins kostnaðar þar sem vinnutíma starfsfólks sé illa varið í leigubíl.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá LandspítalanumMynd/LSHHluti kostnaðar fellur til vegna þess að starfsfólk þarf að komast til eða frá vinnu á tímum þar sem strætisvagnar eru ekki á ferð. Þá eiga starfsmenn rétt á að nota leigubíla á kostnað spítalans. María segir þetta þó skýra aðeins lítinn hluta heildarkostnaðarins. Vaktaskipti séu yfirleitt þegar strætó gengur. „Þegar það er ekki þá reynum við að skipuleggja þetta sérstaklega þannig að sami leigubíllinn taki fleiri en einn starfsmann, ef þess er kostur.“ Landspítalinn nýtir sér ekki bara þjónustu leigubíla og bílaleiga því spítalinn á sjálfur nokkra bíla. Meðal annars á spítalinn bíla sem notaðir eru til að aka starfsfólki milli Fossvogs og Hringbrautar. Slíkar ferðir eru farnar á kortersfresti á dagvinnutíma og eru vel nýttar. „En þó við séum með skutluna á milli þessara stóru staða, Hringbrautar og Fossvogs, þá erum við með starfsemi á svo mörgum öðrum stöðum,“ segir María. Sérfræðingar með aðsetur annaðhvort á Hringbraut eða í Fossvogi þjóni sjúklingum sem eru til dæmis á Kleppi, Grensás, vestur á Landakoti og víðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Kostnaður Landspítalans vegna leigubíla fyrir starfsfólk nam 94,9 milljónum króna á síðasta ári. Hann var 90,9 milljónir árið áður og 108,4 milljónir árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er aðallega skipt við leigubílastöðina Hreyfil en í gangi er samningur um viðskiptakort milli fyrirtækisins og Landspítala. Einnig er skipt við A-stöðina, Bifreiðastöð Oddeyrar og BSR. Sé kostnaður vegna bílaleigubíla tekinn með var heildarkostnaðurinn 100,8 milljónir í fyrra, 95,6 milljónir árið 2015 og 111,8 milljónir árið 2014. María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landspítalanum, segir að kostnaðurinn skýrist aðallega af því hve víða starfsemi Landspítalans fer fram. „Við erum með okkar starfsemi á sautján stöðum í meira en 100 byggingum. Það er verið að þjóna sjúklingum á flestum af þessum stöðum og það er sama starfsfólkið sem er að þjóna sjúklingum á mismunandi stöðum. Það leiðir til þess að okkar fólk þarf mikið að fara á milli,“ segir María. Þetta leiði bæði til beins kostnaðar fyrir spítalann en líka óbeins kostnaðar þar sem vinnutíma starfsfólks sé illa varið í leigubíl.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá LandspítalanumMynd/LSHHluti kostnaðar fellur til vegna þess að starfsfólk þarf að komast til eða frá vinnu á tímum þar sem strætisvagnar eru ekki á ferð. Þá eiga starfsmenn rétt á að nota leigubíla á kostnað spítalans. María segir þetta þó skýra aðeins lítinn hluta heildarkostnaðarins. Vaktaskipti séu yfirleitt þegar strætó gengur. „Þegar það er ekki þá reynum við að skipuleggja þetta sérstaklega þannig að sami leigubíllinn taki fleiri en einn starfsmann, ef þess er kostur.“ Landspítalinn nýtir sér ekki bara þjónustu leigubíla og bílaleiga því spítalinn á sjálfur nokkra bíla. Meðal annars á spítalinn bíla sem notaðir eru til að aka starfsfólki milli Fossvogs og Hringbrautar. Slíkar ferðir eru farnar á kortersfresti á dagvinnutíma og eru vel nýttar. „En þó við séum með skutluna á milli þessara stóru staða, Hringbrautar og Fossvogs, þá erum við með starfsemi á svo mörgum öðrum stöðum,“ segir María. Sérfræðingar með aðsetur annaðhvort á Hringbraut eða í Fossvogi þjóni sjúklingum sem eru til dæmis á Kleppi, Grensás, vestur á Landakoti og víðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira