Borgar árlega hundrað milljónir fyrir leigubíla Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Landspítalinn við Hringbraut. vísir/vilhelm Kostnaður Landspítalans vegna leigubíla fyrir starfsfólk nam 94,9 milljónum króna á síðasta ári. Hann var 90,9 milljónir árið áður og 108,4 milljónir árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er aðallega skipt við leigubílastöðina Hreyfil en í gangi er samningur um viðskiptakort milli fyrirtækisins og Landspítala. Einnig er skipt við A-stöðina, Bifreiðastöð Oddeyrar og BSR. Sé kostnaður vegna bílaleigubíla tekinn með var heildarkostnaðurinn 100,8 milljónir í fyrra, 95,6 milljónir árið 2015 og 111,8 milljónir árið 2014. María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landspítalanum, segir að kostnaðurinn skýrist aðallega af því hve víða starfsemi Landspítalans fer fram. „Við erum með okkar starfsemi á sautján stöðum í meira en 100 byggingum. Það er verið að þjóna sjúklingum á flestum af þessum stöðum og það er sama starfsfólkið sem er að þjóna sjúklingum á mismunandi stöðum. Það leiðir til þess að okkar fólk þarf mikið að fara á milli,“ segir María. Þetta leiði bæði til beins kostnaðar fyrir spítalann en líka óbeins kostnaðar þar sem vinnutíma starfsfólks sé illa varið í leigubíl.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá LandspítalanumMynd/LSHHluti kostnaðar fellur til vegna þess að starfsfólk þarf að komast til eða frá vinnu á tímum þar sem strætisvagnar eru ekki á ferð. Þá eiga starfsmenn rétt á að nota leigubíla á kostnað spítalans. María segir þetta þó skýra aðeins lítinn hluta heildarkostnaðarins. Vaktaskipti séu yfirleitt þegar strætó gengur. „Þegar það er ekki þá reynum við að skipuleggja þetta sérstaklega þannig að sami leigubíllinn taki fleiri en einn starfsmann, ef þess er kostur.“ Landspítalinn nýtir sér ekki bara þjónustu leigubíla og bílaleiga því spítalinn á sjálfur nokkra bíla. Meðal annars á spítalinn bíla sem notaðir eru til að aka starfsfólki milli Fossvogs og Hringbrautar. Slíkar ferðir eru farnar á kortersfresti á dagvinnutíma og eru vel nýttar. „En þó við séum með skutluna á milli þessara stóru staða, Hringbrautar og Fossvogs, þá erum við með starfsemi á svo mörgum öðrum stöðum,“ segir María. Sérfræðingar með aðsetur annaðhvort á Hringbraut eða í Fossvogi þjóni sjúklingum sem eru til dæmis á Kleppi, Grensás, vestur á Landakoti og víðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Kostnaður Landspítalans vegna leigubíla fyrir starfsfólk nam 94,9 milljónum króna á síðasta ári. Hann var 90,9 milljónir árið áður og 108,4 milljónir árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er aðallega skipt við leigubílastöðina Hreyfil en í gangi er samningur um viðskiptakort milli fyrirtækisins og Landspítala. Einnig er skipt við A-stöðina, Bifreiðastöð Oddeyrar og BSR. Sé kostnaður vegna bílaleigubíla tekinn með var heildarkostnaðurinn 100,8 milljónir í fyrra, 95,6 milljónir árið 2015 og 111,8 milljónir árið 2014. María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landspítalanum, segir að kostnaðurinn skýrist aðallega af því hve víða starfsemi Landspítalans fer fram. „Við erum með okkar starfsemi á sautján stöðum í meira en 100 byggingum. Það er verið að þjóna sjúklingum á flestum af þessum stöðum og það er sama starfsfólkið sem er að þjóna sjúklingum á mismunandi stöðum. Það leiðir til þess að okkar fólk þarf mikið að fara á milli,“ segir María. Þetta leiði bæði til beins kostnaðar fyrir spítalann en líka óbeins kostnaðar þar sem vinnutíma starfsfólks sé illa varið í leigubíl.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá LandspítalanumMynd/LSHHluti kostnaðar fellur til vegna þess að starfsfólk þarf að komast til eða frá vinnu á tímum þar sem strætisvagnar eru ekki á ferð. Þá eiga starfsmenn rétt á að nota leigubíla á kostnað spítalans. María segir þetta þó skýra aðeins lítinn hluta heildarkostnaðarins. Vaktaskipti séu yfirleitt þegar strætó gengur. „Þegar það er ekki þá reynum við að skipuleggja þetta sérstaklega þannig að sami leigubíllinn taki fleiri en einn starfsmann, ef þess er kostur.“ Landspítalinn nýtir sér ekki bara þjónustu leigubíla og bílaleiga því spítalinn á sjálfur nokkra bíla. Meðal annars á spítalinn bíla sem notaðir eru til að aka starfsfólki milli Fossvogs og Hringbrautar. Slíkar ferðir eru farnar á kortersfresti á dagvinnutíma og eru vel nýttar. „En þó við séum með skutluna á milli þessara stóru staða, Hringbrautar og Fossvogs, þá erum við með starfsemi á svo mörgum öðrum stöðum,“ segir María. Sérfræðingar með aðsetur annaðhvort á Hringbraut eða í Fossvogi þjóni sjúklingum sem eru til dæmis á Kleppi, Grensás, vestur á Landakoti og víðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira