Tónlist

Kaleo og Frikki Dór sigurvegarar Hlustendaverðlaunanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kaleo og Frikki Dór með tvenn verðlaun.
Kaleo og Frikki Dór með tvenn verðlaun.
Hlustendaverðlaunin voru haldin í Háskólabíó í kvöld en undanfarnar vikur hafa hlustendur Bylgjunnar, FM957 og X977 kosið inni á Vísi.is.

Þessi tónlistarveisla var í beinni útsendingu á Stöð 2 og á Vísi.is. Hátíðin heppnaðist stórvel og komu fjölmargir listamenn fram. 

Íslenska rokksveitin Kaleo vann til tvenna verðlauna og það sama má segja um söngvarann Friðrik Dór Jónsson. 

Hér að neðan má sjá allar sigurvegara kvöldsins.

Lag ársins:

Friðrik Dór - Fröken Reykjavík

Plata ársins:

Emmsjé Gauti - Vagg og veltaSöngvari ársins:

Friðrik Dór

Söngkona ársins:

Salka Sól

Flytjandi ársins:

Kaleo

Nýliði ársins:

Aron Can

Myndband ársins:

Kaleo - Save Yourself

Erlenda lag ársins:

Justin Timberlake - Can´t Stop The Feeling
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.