Buska fyrsti hundurinn sem fær gangráð: Draumasjúklingur sem spratt á fætur, fékk kæfubita og fór heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 18:09 Teymið sem bjargaði lífi hinnar þriggja ára Busku, en Buska er íslenskur fjárhundur. Buska er í fangi eiganda síns, Hjartar Oddssonar, á þessari mynd. facebook/hjörtur oddsson Tíkin Buska varð í gær fyrsti hundurinn á Íslandi til þess að fá hjartagangráð. Þrír læknar af Landspítalanum auk dýralækna af Dýraspítalanum í Garðabæ framkvæmdu aðgerðina, sem gekk vonum framar, og er Buska hressari sem aldrei fyrr í dag.Spurning um að hrökkva eða stökkva Buska féll ítrekað í yfirlið vegna hjartveikinnar. Eigandi hennar, Hjörtur Oddsson sem starfar sem sérfræðingur í hjartsláttartruflunum, var ekki tilbúinn til þess að kveðja tíkina, enda er hún aðeins þriggja ára gömul, og fór að kynna sér hvort hægt væri að hjálpa henni. Hjörtur komst að því að það væri svo sannarlega hægt og hafði samband við kollega sína; Gunnar Mýrdal hjartalækni og Felix Valsson hjartasvæfingalækni, og Dýraspítalann í Garðabæ. Gunnar Mýrdal segir þetta hafa verið afar sérstaka, en skemmtilega reynslu að fá að taka þátt í svona verkefni. „Hundurinn var svo heppinn að eigandinn og hundapabbinn er sérfræðingur í hjartsláttartruflunum og hundurinn var orðinn verulega slappur. Þriggja ára gömul tík á sínum besta aldri en það var að líða yfir hana og hún var orðin ansi tæp,“ segir Gunnar. Aðspurður segir hann einkenni hennar þau sömu og hjá mannfólki. „Hún datt bara út eins og gerist hjá mannfólkinu. Nákvæmlega sömu einkenni. Það er engin framtíð í því fyrir hund að vera í sífelldum yfirliðum þannig að það var bara að hrökkva eða stökkva.“Við hundaheilsu Gunnar segir Busku hafa staðið sig með prýði í gær. „Hjörtur hringdi í mig í morgun með þær fréttir að hún væri við hesta... eða hundaheilsu eins og maður kannski segir, og hefði brugðist vel við þessu. Komin með góðan hvíldarpúls. [...] Ég hef ekki verið mikið í svona dýraaðgerðum en hún var draumasjúklingur því um leið og hún vaknaði eftir aðgerðina þá spratt hún á fætur, fékk sér kæfubita og fór heim. Hún var ekki að flækja þetta blessunin.“ Gunnar segist að lokum sannfærður um að Buska verði fljót að jafna sig og tekur fram að um sé að ræða yndislegan hund og skemmtilegt verkefni. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg og ný reynsla að koma og hjálpa þeim þarna á dýraspítalanum. Ég ætla nú bara að fara og athuga hvort það sé laus staða þarna hjá þeim,“ segir hann léttur í bragði. Rætt var við Gunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Tíkin Buska varð í gær fyrsti hundurinn á Íslandi til þess að fá hjartagangráð. Þrír læknar af Landspítalanum auk dýralækna af Dýraspítalanum í Garðabæ framkvæmdu aðgerðina, sem gekk vonum framar, og er Buska hressari sem aldrei fyrr í dag.Spurning um að hrökkva eða stökkva Buska féll ítrekað í yfirlið vegna hjartveikinnar. Eigandi hennar, Hjörtur Oddsson sem starfar sem sérfræðingur í hjartsláttartruflunum, var ekki tilbúinn til þess að kveðja tíkina, enda er hún aðeins þriggja ára gömul, og fór að kynna sér hvort hægt væri að hjálpa henni. Hjörtur komst að því að það væri svo sannarlega hægt og hafði samband við kollega sína; Gunnar Mýrdal hjartalækni og Felix Valsson hjartasvæfingalækni, og Dýraspítalann í Garðabæ. Gunnar Mýrdal segir þetta hafa verið afar sérstaka, en skemmtilega reynslu að fá að taka þátt í svona verkefni. „Hundurinn var svo heppinn að eigandinn og hundapabbinn er sérfræðingur í hjartsláttartruflunum og hundurinn var orðinn verulega slappur. Þriggja ára gömul tík á sínum besta aldri en það var að líða yfir hana og hún var orðin ansi tæp,“ segir Gunnar. Aðspurður segir hann einkenni hennar þau sömu og hjá mannfólki. „Hún datt bara út eins og gerist hjá mannfólkinu. Nákvæmlega sömu einkenni. Það er engin framtíð í því fyrir hund að vera í sífelldum yfirliðum þannig að það var bara að hrökkva eða stökkva.“Við hundaheilsu Gunnar segir Busku hafa staðið sig með prýði í gær. „Hjörtur hringdi í mig í morgun með þær fréttir að hún væri við hesta... eða hundaheilsu eins og maður kannski segir, og hefði brugðist vel við þessu. Komin með góðan hvíldarpúls. [...] Ég hef ekki verið mikið í svona dýraaðgerðum en hún var draumasjúklingur því um leið og hún vaknaði eftir aðgerðina þá spratt hún á fætur, fékk sér kæfubita og fór heim. Hún var ekki að flækja þetta blessunin.“ Gunnar segist að lokum sannfærður um að Buska verði fljót að jafna sig og tekur fram að um sé að ræða yndislegan hund og skemmtilegt verkefni. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg og ný reynsla að koma og hjálpa þeim þarna á dýraspítalanum. Ég ætla nú bara að fara og athuga hvort það sé laus staða þarna hjá þeim,“ segir hann léttur í bragði. Rætt var við Gunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira