Buska fyrsti hundurinn sem fær gangráð: Draumasjúklingur sem spratt á fætur, fékk kæfubita og fór heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 18:09 Teymið sem bjargaði lífi hinnar þriggja ára Busku, en Buska er íslenskur fjárhundur. Buska er í fangi eiganda síns, Hjartar Oddssonar, á þessari mynd. facebook/hjörtur oddsson Tíkin Buska varð í gær fyrsti hundurinn á Íslandi til þess að fá hjartagangráð. Þrír læknar af Landspítalanum auk dýralækna af Dýraspítalanum í Garðabæ framkvæmdu aðgerðina, sem gekk vonum framar, og er Buska hressari sem aldrei fyrr í dag.Spurning um að hrökkva eða stökkva Buska féll ítrekað í yfirlið vegna hjartveikinnar. Eigandi hennar, Hjörtur Oddsson sem starfar sem sérfræðingur í hjartsláttartruflunum, var ekki tilbúinn til þess að kveðja tíkina, enda er hún aðeins þriggja ára gömul, og fór að kynna sér hvort hægt væri að hjálpa henni. Hjörtur komst að því að það væri svo sannarlega hægt og hafði samband við kollega sína; Gunnar Mýrdal hjartalækni og Felix Valsson hjartasvæfingalækni, og Dýraspítalann í Garðabæ. Gunnar Mýrdal segir þetta hafa verið afar sérstaka, en skemmtilega reynslu að fá að taka þátt í svona verkefni. „Hundurinn var svo heppinn að eigandinn og hundapabbinn er sérfræðingur í hjartsláttartruflunum og hundurinn var orðinn verulega slappur. Þriggja ára gömul tík á sínum besta aldri en það var að líða yfir hana og hún var orðin ansi tæp,“ segir Gunnar. Aðspurður segir hann einkenni hennar þau sömu og hjá mannfólki. „Hún datt bara út eins og gerist hjá mannfólkinu. Nákvæmlega sömu einkenni. Það er engin framtíð í því fyrir hund að vera í sífelldum yfirliðum þannig að það var bara að hrökkva eða stökkva.“Við hundaheilsu Gunnar segir Busku hafa staðið sig með prýði í gær. „Hjörtur hringdi í mig í morgun með þær fréttir að hún væri við hesta... eða hundaheilsu eins og maður kannski segir, og hefði brugðist vel við þessu. Komin með góðan hvíldarpúls. [...] Ég hef ekki verið mikið í svona dýraaðgerðum en hún var draumasjúklingur því um leið og hún vaknaði eftir aðgerðina þá spratt hún á fætur, fékk sér kæfubita og fór heim. Hún var ekki að flækja þetta blessunin.“ Gunnar segist að lokum sannfærður um að Buska verði fljót að jafna sig og tekur fram að um sé að ræða yndislegan hund og skemmtilegt verkefni. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg og ný reynsla að koma og hjálpa þeim þarna á dýraspítalanum. Ég ætla nú bara að fara og athuga hvort það sé laus staða þarna hjá þeim,“ segir hann léttur í bragði. Rætt var við Gunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Tíkin Buska varð í gær fyrsti hundurinn á Íslandi til þess að fá hjartagangráð. Þrír læknar af Landspítalanum auk dýralækna af Dýraspítalanum í Garðabæ framkvæmdu aðgerðina, sem gekk vonum framar, og er Buska hressari sem aldrei fyrr í dag.Spurning um að hrökkva eða stökkva Buska féll ítrekað í yfirlið vegna hjartveikinnar. Eigandi hennar, Hjörtur Oddsson sem starfar sem sérfræðingur í hjartsláttartruflunum, var ekki tilbúinn til þess að kveðja tíkina, enda er hún aðeins þriggja ára gömul, og fór að kynna sér hvort hægt væri að hjálpa henni. Hjörtur komst að því að það væri svo sannarlega hægt og hafði samband við kollega sína; Gunnar Mýrdal hjartalækni og Felix Valsson hjartasvæfingalækni, og Dýraspítalann í Garðabæ. Gunnar Mýrdal segir þetta hafa verið afar sérstaka, en skemmtilega reynslu að fá að taka þátt í svona verkefni. „Hundurinn var svo heppinn að eigandinn og hundapabbinn er sérfræðingur í hjartsláttartruflunum og hundurinn var orðinn verulega slappur. Þriggja ára gömul tík á sínum besta aldri en það var að líða yfir hana og hún var orðin ansi tæp,“ segir Gunnar. Aðspurður segir hann einkenni hennar þau sömu og hjá mannfólki. „Hún datt bara út eins og gerist hjá mannfólkinu. Nákvæmlega sömu einkenni. Það er engin framtíð í því fyrir hund að vera í sífelldum yfirliðum þannig að það var bara að hrökkva eða stökkva.“Við hundaheilsu Gunnar segir Busku hafa staðið sig með prýði í gær. „Hjörtur hringdi í mig í morgun með þær fréttir að hún væri við hesta... eða hundaheilsu eins og maður kannski segir, og hefði brugðist vel við þessu. Komin með góðan hvíldarpúls. [...] Ég hef ekki verið mikið í svona dýraaðgerðum en hún var draumasjúklingur því um leið og hún vaknaði eftir aðgerðina þá spratt hún á fætur, fékk sér kæfubita og fór heim. Hún var ekki að flækja þetta blessunin.“ Gunnar segist að lokum sannfærður um að Buska verði fljót að jafna sig og tekur fram að um sé að ræða yndislegan hund og skemmtilegt verkefni. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg og ný reynsla að koma og hjálpa þeim þarna á dýraspítalanum. Ég ætla nú bara að fara og athuga hvort það sé laus staða þarna hjá þeim,“ segir hann léttur í bragði. Rætt var við Gunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira