Féll fyrir frásögn Watts Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 09:15 Gerður fór í heimsreisu árið 2014 og kom til eyjunnar Trinidad þar sem Watts hvílir, skoðaði meira að segja kirkjuna þar sem útför hans fór fram árið 1921, svo þar var um hálfgerða pílagrímsför að ræða. Eyþór Árnason „Ég tel bókina Norður yfir Vatnajökul með bestu ferðabókum sem hafa verið skrifaðar um landið. Hún kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1962 en hefur verið ófáanleg í áratugi,“ segir Gerður Steinþórsdóttir íslenskufræðingur sem hefur endurútgefið téða bók með styrk frá Vinum Vatnajökuls. Höfundurinn, Englendingurinn William Lord Watts, var ævintýragjarn landkönnuður og vísindamaður. Markmið hans var að komast fyrstur yfir þveran Vatnajökul og honum tókst það árið 1875, í þriðju tilraun á fimm árum. Með honum voru fimm Íslendingar sem hann hrósar mikið, fremstur þeirra var Páll Pálsson sem fékk viðurnefnið jökull. Leiðangurinn hreppti illviðri og var tólf daga yfir jökulinn en bætti fjórum við með því að ganga norður að Grímsstöðum. Watts varð vitni að bæði Öskjugosi og Mývatnseldum. Hann segir ekki einungis frá ferðinni yfir jökulinn heldur lýsir bæjum og fólki, þannig að bókin er líka þjóðlífslýsing. Gerður er fjallageit. Hún hefur gengið á alla tinda í bókinni Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind. Sautján þeirra eru ýmist á Vatnajökli eða við rætur hans. „Einu sinni var ég að koma úr fjallgöngu og kom við á Jöklasafninu á Höfn. Þar las ég um fyrstu ferð Watts yfir Vatnajökul, og bókina um hana las ég í framhaldinu og féll fyrir frásögn Watts, brennandi ást hans á íslenskri náttúru og viðhorfi hans til þjóðarinnar,“ lýsir hún. Það var Jón Eyþórsson, veðurfræðingur og fyrsti formaður Jöklarannsóknafélagsins, sem þýddi bókina. Að sögn Gerðar er formáli hans mjög góður: „Jón birtir ágætan útdrátt úr bók sem Watts skrifaði eftir aðra ferð sína á Vatnajökul þegar hann þurfti að snúa við vegna veðurs og matarskorts. Jón vissi hins vegar sáralítið um Watts, auk þess sem hann fékk rangar upplýsingar um hann. Í þeim segir að Watts hafi látist tveimur árum eftir hina frækilegu ferð, þá 26 ára. Einnig að hann hafi verið lögfræðingur. En ég komst að því að hann lifði til sjötugs og hafði numið jarðfræði áður en hann kom í tvær seinni ferðir sínar til Íslands.“ Greinin birtist fyrst 21. janúar 2017. Lífið Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég tel bókina Norður yfir Vatnajökul með bestu ferðabókum sem hafa verið skrifaðar um landið. Hún kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1962 en hefur verið ófáanleg í áratugi,“ segir Gerður Steinþórsdóttir íslenskufræðingur sem hefur endurútgefið téða bók með styrk frá Vinum Vatnajökuls. Höfundurinn, Englendingurinn William Lord Watts, var ævintýragjarn landkönnuður og vísindamaður. Markmið hans var að komast fyrstur yfir þveran Vatnajökul og honum tókst það árið 1875, í þriðju tilraun á fimm árum. Með honum voru fimm Íslendingar sem hann hrósar mikið, fremstur þeirra var Páll Pálsson sem fékk viðurnefnið jökull. Leiðangurinn hreppti illviðri og var tólf daga yfir jökulinn en bætti fjórum við með því að ganga norður að Grímsstöðum. Watts varð vitni að bæði Öskjugosi og Mývatnseldum. Hann segir ekki einungis frá ferðinni yfir jökulinn heldur lýsir bæjum og fólki, þannig að bókin er líka þjóðlífslýsing. Gerður er fjallageit. Hún hefur gengið á alla tinda í bókinni Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind. Sautján þeirra eru ýmist á Vatnajökli eða við rætur hans. „Einu sinni var ég að koma úr fjallgöngu og kom við á Jöklasafninu á Höfn. Þar las ég um fyrstu ferð Watts yfir Vatnajökul, og bókina um hana las ég í framhaldinu og féll fyrir frásögn Watts, brennandi ást hans á íslenskri náttúru og viðhorfi hans til þjóðarinnar,“ lýsir hún. Það var Jón Eyþórsson, veðurfræðingur og fyrsti formaður Jöklarannsóknafélagsins, sem þýddi bókina. Að sögn Gerðar er formáli hans mjög góður: „Jón birtir ágætan útdrátt úr bók sem Watts skrifaði eftir aðra ferð sína á Vatnajökul þegar hann þurfti að snúa við vegna veðurs og matarskorts. Jón vissi hins vegar sáralítið um Watts, auk þess sem hann fékk rangar upplýsingar um hann. Í þeim segir að Watts hafi látist tveimur árum eftir hina frækilegu ferð, þá 26 ára. Einnig að hann hafi verið lögfræðingur. En ég komst að því að hann lifði til sjötugs og hafði numið jarðfræði áður en hann kom í tvær seinni ferðir sínar til Íslands.“ Greinin birtist fyrst 21. janúar 2017.
Lífið Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira