Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. janúar 2017 23:00 Vísir/Getty UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. Donald Cerrone er einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann vill berjast sem oftast og er iðulega í stórskemmtilegum bardögum. Þá fer hann ekki í felur með ást sína á jaðaríþróttum og sést reglulega stunda hættulegar íþróttir aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Andstæðingur hans í nótt, Jorge Masvidal, er ekki síður áhugaverður. Masvidal fékk nefnilega sína fyrstu reynslu úr götuslagsmálunum með Kimbo Slice! Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að standa á sínu og verja sig. Masvidal komst þó fljótt af því að honum fannst ekkert leiðinlegt að þurfa að slást til að koma í veg fyrir að einhver stæli hjólinu sínu. Masvidal elskaði box og ólympíska glímu en var ekki með nægilega góðar einkunnir til að komast í skólaliðið í glímunni. Hann datt snemma úr skóla en fann MMA sem sameinaði áhuga hans á boxi og glímunni. Á þeim tíma var þó ekkert um áhugamannabardaga eins og gengur og gerist í dag. Til að fá reynslu tók hann þá furðulegu ákvörðun að fara í götuslagsmálin í Miami. Sú sena blómstraði um miðjan síðasta áratug og rakaði aðalstjarnan Kimbo Slice inn milljónum af myndböndum af slagsmálunum á YouTube. Masvidal sagði skilið við götuslagsmálin um leið og hann var farinn að fá tækifæri í alvöru MMA bardögum og saknar götuslagsmálanna ekki neitt. Hann er ekki stoltur af þessum bakgrunni sínum en skammast sín ekki heldur. Að sögn Masvidal er talsvert þægilegra að berjast í MMA enda á hann ekki í hættu á að vera stunginn af vinum andstæðinga sinna ef Masvidal sigrar. Helsta vandamál Masvidal í UFC er að hann fær ekki að berjast nógu oft. Masvidal barðist „bara“ þrisvar í fyrra en vill helst fá fjóra til fimm bardaga á ári. Hann fær þó að berjast í nótt en þeir Cerrone og Masvidal mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena en sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í bantamvigt kvenna. MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. Donald Cerrone er einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann vill berjast sem oftast og er iðulega í stórskemmtilegum bardögum. Þá fer hann ekki í felur með ást sína á jaðaríþróttum og sést reglulega stunda hættulegar íþróttir aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Andstæðingur hans í nótt, Jorge Masvidal, er ekki síður áhugaverður. Masvidal fékk nefnilega sína fyrstu reynslu úr götuslagsmálunum með Kimbo Slice! Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að standa á sínu og verja sig. Masvidal komst þó fljótt af því að honum fannst ekkert leiðinlegt að þurfa að slást til að koma í veg fyrir að einhver stæli hjólinu sínu. Masvidal elskaði box og ólympíska glímu en var ekki með nægilega góðar einkunnir til að komast í skólaliðið í glímunni. Hann datt snemma úr skóla en fann MMA sem sameinaði áhuga hans á boxi og glímunni. Á þeim tíma var þó ekkert um áhugamannabardaga eins og gengur og gerist í dag. Til að fá reynslu tók hann þá furðulegu ákvörðun að fara í götuslagsmálin í Miami. Sú sena blómstraði um miðjan síðasta áratug og rakaði aðalstjarnan Kimbo Slice inn milljónum af myndböndum af slagsmálunum á YouTube. Masvidal sagði skilið við götuslagsmálin um leið og hann var farinn að fá tækifæri í alvöru MMA bardögum og saknar götuslagsmálanna ekki neitt. Hann er ekki stoltur af þessum bakgrunni sínum en skammast sín ekki heldur. Að sögn Masvidal er talsvert þægilegra að berjast í MMA enda á hann ekki í hættu á að vera stunginn af vinum andstæðinga sinna ef Masvidal sigrar. Helsta vandamál Masvidal í UFC er að hann fær ekki að berjast nógu oft. Masvidal barðist „bara“ þrisvar í fyrra en vill helst fá fjóra til fimm bardaga á ári. Hann fær þó að berjast í nótt en þeir Cerrone og Masvidal mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena en sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í bantamvigt kvenna.
MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira