Stjórn skáta segir gagnrýni ótímabæra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Frá stjórnarfundinum í gær. vísir/ernir Miklar væringar hafa verið innan skátahreyfingarinnar undanfarið. Milli jóla og nýárs lýstu fyrrverandi skátahöfðingi og núverandi stjórnarmaður hjá Bandalagi íslenskra skáta, Ólafur Proppé, vantrausti á bæði Braga Björnsson skátahöfðingja og Fríði Finnu Sigurðardóttur varaskátahöfðingja. Það gerði Ólafur í bréfi sem hann kvað sér „siðferðislega skylt“ að senda til félagsforingja og annarra leiðtoga skátastarfs á landinu. Í bréfinu lýsir Ólafur aðdraganda þess að meirihluti stjórnar Bandalags íslenskra skáta ákvað 13. desember að segja Hermanni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra bandalagsins, upp störfum. „Allt málið tengist langvarandi samskiptavanda Braga og Hermanns. Á þeim samskiptavanda ber Bragi meginábyrgð sem gerandi og sem leiðtogi hreyfingarinnar. Ástæður Braga og meirihluta stjórnar BÍS fyrir uppsögninni eru, að mínu mati, léttvægar og byggðar á sandi,“ segir Ólafur meðal annars í bréfi sínu. Ólafur bendir einnig á að á árinu sé fram undan stærsti viðburður sem skátar á Íslandi hafa staðið frammi fyrir, sem er afar stórt alþjóðlegt skátamót hérlendis. „Er hætt við að umræddur gerningur meirihluta stjórnar á vafasömum forsendum geti haft neikvæð áhrif á framkvæmd þessa stóra viðburðar og skátastarf á Íslandi á næstu mánuðum.“ Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils í Garðabæ, boðaði til opins fundar um málefni skátahöfðingjans síðastliðið mánudagskvöld. Þar samþykktu 45 fundarmenn vantraust á Braga og Fríði Finnu og skoruðu á þau að segja af sér „vegna framgöngu þeirra í eineltismáli innan skátafélagsins Ægisbúa og við brottvikningu framkvæmdastjóra BÍS“. Eineltismálið sem vísað er til tengist bróður skátahöfðingjans sem sagður er vera gerandi í því máli. Enn fremur skoraði fundurinn á stjórnir skátafélaga að krefjast aukaskátaþings til að fjalla um vantraustsmálið. Stjórn BÍS fundaði í gærkvöld en mál þetta var þar ekki á dagskrá. Í tilkynningu sem stjórnin sendi til Fréttablaðsins skömmu áður en það fór í prentun kom fram að efni fundarins hafi verið undirbúningur félagsforingjafundar sem er á dagskrá 14. janúar. „Okkur þykir miður að þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna skuli ekki hafa gefið sér tíma til að bíða eftir þeim fundi þar sem fyrir liggur að það á að fara yfir gögnin í kringum starfslok framkvæmdastjórans og meðferð eineltismála á fundinum,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir skáta lýsa yfir vantrausti á skátahöfðingja Er það gert vegna framgöngu hans og aðstoðarskátahöfðingjans í eineltismáli og vegna brottvikningar framkvæmdastjóra. 4. janúar 2017 15:58 Uppsögn framkvæmdastjóra skekur skátahreyfinguna Trúnaðarbrestur milli framkvæmdastjórans og stjórnar segir skátahöfðingi. 16. desember 2016 15:32 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Miklar væringar hafa verið innan skátahreyfingarinnar undanfarið. Milli jóla og nýárs lýstu fyrrverandi skátahöfðingi og núverandi stjórnarmaður hjá Bandalagi íslenskra skáta, Ólafur Proppé, vantrausti á bæði Braga Björnsson skátahöfðingja og Fríði Finnu Sigurðardóttur varaskátahöfðingja. Það gerði Ólafur í bréfi sem hann kvað sér „siðferðislega skylt“ að senda til félagsforingja og annarra leiðtoga skátastarfs á landinu. Í bréfinu lýsir Ólafur aðdraganda þess að meirihluti stjórnar Bandalags íslenskra skáta ákvað 13. desember að segja Hermanni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra bandalagsins, upp störfum. „Allt málið tengist langvarandi samskiptavanda Braga og Hermanns. Á þeim samskiptavanda ber Bragi meginábyrgð sem gerandi og sem leiðtogi hreyfingarinnar. Ástæður Braga og meirihluta stjórnar BÍS fyrir uppsögninni eru, að mínu mati, léttvægar og byggðar á sandi,“ segir Ólafur meðal annars í bréfi sínu. Ólafur bendir einnig á að á árinu sé fram undan stærsti viðburður sem skátar á Íslandi hafa staðið frammi fyrir, sem er afar stórt alþjóðlegt skátamót hérlendis. „Er hætt við að umræddur gerningur meirihluta stjórnar á vafasömum forsendum geti haft neikvæð áhrif á framkvæmd þessa stóra viðburðar og skátastarf á Íslandi á næstu mánuðum.“ Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils í Garðabæ, boðaði til opins fundar um málefni skátahöfðingjans síðastliðið mánudagskvöld. Þar samþykktu 45 fundarmenn vantraust á Braga og Fríði Finnu og skoruðu á þau að segja af sér „vegna framgöngu þeirra í eineltismáli innan skátafélagsins Ægisbúa og við brottvikningu framkvæmdastjóra BÍS“. Eineltismálið sem vísað er til tengist bróður skátahöfðingjans sem sagður er vera gerandi í því máli. Enn fremur skoraði fundurinn á stjórnir skátafélaga að krefjast aukaskátaþings til að fjalla um vantraustsmálið. Stjórn BÍS fundaði í gærkvöld en mál þetta var þar ekki á dagskrá. Í tilkynningu sem stjórnin sendi til Fréttablaðsins skömmu áður en það fór í prentun kom fram að efni fundarins hafi verið undirbúningur félagsforingjafundar sem er á dagskrá 14. janúar. „Okkur þykir miður að þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna skuli ekki hafa gefið sér tíma til að bíða eftir þeim fundi þar sem fyrir liggur að það á að fara yfir gögnin í kringum starfslok framkvæmdastjórans og meðferð eineltismála á fundinum,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir skáta lýsa yfir vantrausti á skátahöfðingja Er það gert vegna framgöngu hans og aðstoðarskátahöfðingjans í eineltismáli og vegna brottvikningar framkvæmdastjóra. 4. janúar 2017 15:58 Uppsögn framkvæmdastjóra skekur skátahreyfinguna Trúnaðarbrestur milli framkvæmdastjórans og stjórnar segir skátahöfðingi. 16. desember 2016 15:32 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Tugir skáta lýsa yfir vantrausti á skátahöfðingja Er það gert vegna framgöngu hans og aðstoðarskátahöfðingjans í eineltismáli og vegna brottvikningar framkvæmdastjóra. 4. janúar 2017 15:58
Uppsögn framkvæmdastjóra skekur skátahreyfinguna Trúnaðarbrestur milli framkvæmdastjórans og stjórnar segir skátahöfðingi. 16. desember 2016 15:32