Stjórn skáta segir gagnrýni ótímabæra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Frá stjórnarfundinum í gær. vísir/ernir Miklar væringar hafa verið innan skátahreyfingarinnar undanfarið. Milli jóla og nýárs lýstu fyrrverandi skátahöfðingi og núverandi stjórnarmaður hjá Bandalagi íslenskra skáta, Ólafur Proppé, vantrausti á bæði Braga Björnsson skátahöfðingja og Fríði Finnu Sigurðardóttur varaskátahöfðingja. Það gerði Ólafur í bréfi sem hann kvað sér „siðferðislega skylt“ að senda til félagsforingja og annarra leiðtoga skátastarfs á landinu. Í bréfinu lýsir Ólafur aðdraganda þess að meirihluti stjórnar Bandalags íslenskra skáta ákvað 13. desember að segja Hermanni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra bandalagsins, upp störfum. „Allt málið tengist langvarandi samskiptavanda Braga og Hermanns. Á þeim samskiptavanda ber Bragi meginábyrgð sem gerandi og sem leiðtogi hreyfingarinnar. Ástæður Braga og meirihluta stjórnar BÍS fyrir uppsögninni eru, að mínu mati, léttvægar og byggðar á sandi,“ segir Ólafur meðal annars í bréfi sínu. Ólafur bendir einnig á að á árinu sé fram undan stærsti viðburður sem skátar á Íslandi hafa staðið frammi fyrir, sem er afar stórt alþjóðlegt skátamót hérlendis. „Er hætt við að umræddur gerningur meirihluta stjórnar á vafasömum forsendum geti haft neikvæð áhrif á framkvæmd þessa stóra viðburðar og skátastarf á Íslandi á næstu mánuðum.“ Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils í Garðabæ, boðaði til opins fundar um málefni skátahöfðingjans síðastliðið mánudagskvöld. Þar samþykktu 45 fundarmenn vantraust á Braga og Fríði Finnu og skoruðu á þau að segja af sér „vegna framgöngu þeirra í eineltismáli innan skátafélagsins Ægisbúa og við brottvikningu framkvæmdastjóra BÍS“. Eineltismálið sem vísað er til tengist bróður skátahöfðingjans sem sagður er vera gerandi í því máli. Enn fremur skoraði fundurinn á stjórnir skátafélaga að krefjast aukaskátaþings til að fjalla um vantraustsmálið. Stjórn BÍS fundaði í gærkvöld en mál þetta var þar ekki á dagskrá. Í tilkynningu sem stjórnin sendi til Fréttablaðsins skömmu áður en það fór í prentun kom fram að efni fundarins hafi verið undirbúningur félagsforingjafundar sem er á dagskrá 14. janúar. „Okkur þykir miður að þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna skuli ekki hafa gefið sér tíma til að bíða eftir þeim fundi þar sem fyrir liggur að það á að fara yfir gögnin í kringum starfslok framkvæmdastjórans og meðferð eineltismála á fundinum,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir skáta lýsa yfir vantrausti á skátahöfðingja Er það gert vegna framgöngu hans og aðstoðarskátahöfðingjans í eineltismáli og vegna brottvikningar framkvæmdastjóra. 4. janúar 2017 15:58 Uppsögn framkvæmdastjóra skekur skátahreyfinguna Trúnaðarbrestur milli framkvæmdastjórans og stjórnar segir skátahöfðingi. 16. desember 2016 15:32 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira
Miklar væringar hafa verið innan skátahreyfingarinnar undanfarið. Milli jóla og nýárs lýstu fyrrverandi skátahöfðingi og núverandi stjórnarmaður hjá Bandalagi íslenskra skáta, Ólafur Proppé, vantrausti á bæði Braga Björnsson skátahöfðingja og Fríði Finnu Sigurðardóttur varaskátahöfðingja. Það gerði Ólafur í bréfi sem hann kvað sér „siðferðislega skylt“ að senda til félagsforingja og annarra leiðtoga skátastarfs á landinu. Í bréfinu lýsir Ólafur aðdraganda þess að meirihluti stjórnar Bandalags íslenskra skáta ákvað 13. desember að segja Hermanni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra bandalagsins, upp störfum. „Allt málið tengist langvarandi samskiptavanda Braga og Hermanns. Á þeim samskiptavanda ber Bragi meginábyrgð sem gerandi og sem leiðtogi hreyfingarinnar. Ástæður Braga og meirihluta stjórnar BÍS fyrir uppsögninni eru, að mínu mati, léttvægar og byggðar á sandi,“ segir Ólafur meðal annars í bréfi sínu. Ólafur bendir einnig á að á árinu sé fram undan stærsti viðburður sem skátar á Íslandi hafa staðið frammi fyrir, sem er afar stórt alþjóðlegt skátamót hérlendis. „Er hætt við að umræddur gerningur meirihluta stjórnar á vafasömum forsendum geti haft neikvæð áhrif á framkvæmd þessa stóra viðburðar og skátastarf á Íslandi á næstu mánuðum.“ Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils í Garðabæ, boðaði til opins fundar um málefni skátahöfðingjans síðastliðið mánudagskvöld. Þar samþykktu 45 fundarmenn vantraust á Braga og Fríði Finnu og skoruðu á þau að segja af sér „vegna framgöngu þeirra í eineltismáli innan skátafélagsins Ægisbúa og við brottvikningu framkvæmdastjóra BÍS“. Eineltismálið sem vísað er til tengist bróður skátahöfðingjans sem sagður er vera gerandi í því máli. Enn fremur skoraði fundurinn á stjórnir skátafélaga að krefjast aukaskátaþings til að fjalla um vantraustsmálið. Stjórn BÍS fundaði í gærkvöld en mál þetta var þar ekki á dagskrá. Í tilkynningu sem stjórnin sendi til Fréttablaðsins skömmu áður en það fór í prentun kom fram að efni fundarins hafi verið undirbúningur félagsforingjafundar sem er á dagskrá 14. janúar. „Okkur þykir miður að þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna skuli ekki hafa gefið sér tíma til að bíða eftir þeim fundi þar sem fyrir liggur að það á að fara yfir gögnin í kringum starfslok framkvæmdastjórans og meðferð eineltismála á fundinum,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir skáta lýsa yfir vantrausti á skátahöfðingja Er það gert vegna framgöngu hans og aðstoðarskátahöfðingjans í eineltismáli og vegna brottvikningar framkvæmdastjóra. 4. janúar 2017 15:58 Uppsögn framkvæmdastjóra skekur skátahreyfinguna Trúnaðarbrestur milli framkvæmdastjórans og stjórnar segir skátahöfðingi. 16. desember 2016 15:32 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira
Tugir skáta lýsa yfir vantrausti á skátahöfðingja Er það gert vegna framgöngu hans og aðstoðarskátahöfðingjans í eineltismáli og vegna brottvikningar framkvæmdastjóra. 4. janúar 2017 15:58
Uppsögn framkvæmdastjóra skekur skátahreyfinguna Trúnaðarbrestur milli framkvæmdastjórans og stjórnar segir skátahöfðingi. 16. desember 2016 15:32