Stjórn skáta segir gagnrýni ótímabæra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Frá stjórnarfundinum í gær. vísir/ernir Miklar væringar hafa verið innan skátahreyfingarinnar undanfarið. Milli jóla og nýárs lýstu fyrrverandi skátahöfðingi og núverandi stjórnarmaður hjá Bandalagi íslenskra skáta, Ólafur Proppé, vantrausti á bæði Braga Björnsson skátahöfðingja og Fríði Finnu Sigurðardóttur varaskátahöfðingja. Það gerði Ólafur í bréfi sem hann kvað sér „siðferðislega skylt“ að senda til félagsforingja og annarra leiðtoga skátastarfs á landinu. Í bréfinu lýsir Ólafur aðdraganda þess að meirihluti stjórnar Bandalags íslenskra skáta ákvað 13. desember að segja Hermanni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra bandalagsins, upp störfum. „Allt málið tengist langvarandi samskiptavanda Braga og Hermanns. Á þeim samskiptavanda ber Bragi meginábyrgð sem gerandi og sem leiðtogi hreyfingarinnar. Ástæður Braga og meirihluta stjórnar BÍS fyrir uppsögninni eru, að mínu mati, léttvægar og byggðar á sandi,“ segir Ólafur meðal annars í bréfi sínu. Ólafur bendir einnig á að á árinu sé fram undan stærsti viðburður sem skátar á Íslandi hafa staðið frammi fyrir, sem er afar stórt alþjóðlegt skátamót hérlendis. „Er hætt við að umræddur gerningur meirihluta stjórnar á vafasömum forsendum geti haft neikvæð áhrif á framkvæmd þessa stóra viðburðar og skátastarf á Íslandi á næstu mánuðum.“ Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils í Garðabæ, boðaði til opins fundar um málefni skátahöfðingjans síðastliðið mánudagskvöld. Þar samþykktu 45 fundarmenn vantraust á Braga og Fríði Finnu og skoruðu á þau að segja af sér „vegna framgöngu þeirra í eineltismáli innan skátafélagsins Ægisbúa og við brottvikningu framkvæmdastjóra BÍS“. Eineltismálið sem vísað er til tengist bróður skátahöfðingjans sem sagður er vera gerandi í því máli. Enn fremur skoraði fundurinn á stjórnir skátafélaga að krefjast aukaskátaþings til að fjalla um vantraustsmálið. Stjórn BÍS fundaði í gærkvöld en mál þetta var þar ekki á dagskrá. Í tilkynningu sem stjórnin sendi til Fréttablaðsins skömmu áður en það fór í prentun kom fram að efni fundarins hafi verið undirbúningur félagsforingjafundar sem er á dagskrá 14. janúar. „Okkur þykir miður að þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna skuli ekki hafa gefið sér tíma til að bíða eftir þeim fundi þar sem fyrir liggur að það á að fara yfir gögnin í kringum starfslok framkvæmdastjórans og meðferð eineltismála á fundinum,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir skáta lýsa yfir vantrausti á skátahöfðingja Er það gert vegna framgöngu hans og aðstoðarskátahöfðingjans í eineltismáli og vegna brottvikningar framkvæmdastjóra. 4. janúar 2017 15:58 Uppsögn framkvæmdastjóra skekur skátahreyfinguna Trúnaðarbrestur milli framkvæmdastjórans og stjórnar segir skátahöfðingi. 16. desember 2016 15:32 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Miklar væringar hafa verið innan skátahreyfingarinnar undanfarið. Milli jóla og nýárs lýstu fyrrverandi skátahöfðingi og núverandi stjórnarmaður hjá Bandalagi íslenskra skáta, Ólafur Proppé, vantrausti á bæði Braga Björnsson skátahöfðingja og Fríði Finnu Sigurðardóttur varaskátahöfðingja. Það gerði Ólafur í bréfi sem hann kvað sér „siðferðislega skylt“ að senda til félagsforingja og annarra leiðtoga skátastarfs á landinu. Í bréfinu lýsir Ólafur aðdraganda þess að meirihluti stjórnar Bandalags íslenskra skáta ákvað 13. desember að segja Hermanni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra bandalagsins, upp störfum. „Allt málið tengist langvarandi samskiptavanda Braga og Hermanns. Á þeim samskiptavanda ber Bragi meginábyrgð sem gerandi og sem leiðtogi hreyfingarinnar. Ástæður Braga og meirihluta stjórnar BÍS fyrir uppsögninni eru, að mínu mati, léttvægar og byggðar á sandi,“ segir Ólafur meðal annars í bréfi sínu. Ólafur bendir einnig á að á árinu sé fram undan stærsti viðburður sem skátar á Íslandi hafa staðið frammi fyrir, sem er afar stórt alþjóðlegt skátamót hérlendis. „Er hætt við að umræddur gerningur meirihluta stjórnar á vafasömum forsendum geti haft neikvæð áhrif á framkvæmd þessa stóra viðburðar og skátastarf á Íslandi á næstu mánuðum.“ Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils í Garðabæ, boðaði til opins fundar um málefni skátahöfðingjans síðastliðið mánudagskvöld. Þar samþykktu 45 fundarmenn vantraust á Braga og Fríði Finnu og skoruðu á þau að segja af sér „vegna framgöngu þeirra í eineltismáli innan skátafélagsins Ægisbúa og við brottvikningu framkvæmdastjóra BÍS“. Eineltismálið sem vísað er til tengist bróður skátahöfðingjans sem sagður er vera gerandi í því máli. Enn fremur skoraði fundurinn á stjórnir skátafélaga að krefjast aukaskátaþings til að fjalla um vantraustsmálið. Stjórn BÍS fundaði í gærkvöld en mál þetta var þar ekki á dagskrá. Í tilkynningu sem stjórnin sendi til Fréttablaðsins skömmu áður en það fór í prentun kom fram að efni fundarins hafi verið undirbúningur félagsforingjafundar sem er á dagskrá 14. janúar. „Okkur þykir miður að þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna skuli ekki hafa gefið sér tíma til að bíða eftir þeim fundi þar sem fyrir liggur að það á að fara yfir gögnin í kringum starfslok framkvæmdastjórans og meðferð eineltismála á fundinum,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir skáta lýsa yfir vantrausti á skátahöfðingja Er það gert vegna framgöngu hans og aðstoðarskátahöfðingjans í eineltismáli og vegna brottvikningar framkvæmdastjóra. 4. janúar 2017 15:58 Uppsögn framkvæmdastjóra skekur skátahreyfinguna Trúnaðarbrestur milli framkvæmdastjórans og stjórnar segir skátahöfðingi. 16. desember 2016 15:32 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Tugir skáta lýsa yfir vantrausti á skátahöfðingja Er það gert vegna framgöngu hans og aðstoðarskátahöfðingjans í eineltismáli og vegna brottvikningar framkvæmdastjóra. 4. janúar 2017 15:58
Uppsögn framkvæmdastjóra skekur skátahreyfinguna Trúnaðarbrestur milli framkvæmdastjórans og stjórnar segir skátahöfðingi. 16. desember 2016 15:32