Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur.

Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þar verður líka rætt við veðurfræðing um mikla vatnavexti á Austurlandi í dag og farið yfir fyrirkomulag framboðslista stjórnmálaflokkanna fyrir komandi þingkosningar.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×