Málin útkljáð í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. mars 2017 21:30 Báðir fögnuðu eftir að fyrri bardaga þeirra lauk. Vísir/Getty UFC 209 fer fram í nótt í Las Vegas en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Tyron Woodley og Stephen ‘Wonderboy’ Thompson um veltivigtartitilinn. Bardaginn er endurat en kapparnir börðust fyrst um veltivigtartitilinn í New York í nóvember. Þá endaði bardaginn með jafntefli og ætla þeir nú að endurtaka leikinn. Veltivigtin er einn sterkasti þyngdarflokkurinn í UFC en þar berst Gunnar Nelson. Woodley er ríkjandi meistari og var nálægt því að klára Thompson í 4. lotu er þeir mættust í Madison Square Garden. Woodley tókst að kýla Thompson þrisvar sinnum niður í lotunni og reyndi einnig að klára hann með uppgjafartaki. Thompson sýndi hins vegar ótrúlega hörku með því að standa þetta af sér og náði að koma til baka og vinna fimmtu og síðustu lotuna. Nú er stóra spurningin; hvor lærði meira af síðasta bardaga og hvor kemur betur undirbúinn í þetta sinn? Það má reikna með að bardaginn verði hnífjafn líkt og síðasti bardagi en fyrri bardagann má sjá hér. Hinn 33 ára Wonderboy hefur sjálfur sagt að hann þurfi að sparka meira en hann gerði í síðasta bardaga. Spörkin hans eru hans besta vopn enda eru þau hárnákvæm og hröð. Það getur þó skapað hættu þar sem glímumaðurinn Woodley náði fellu með því að grípa spark Thompson í 1. lotu. Thompson var pikkfastur undir Woodley í heila lotu og verður athyglisvert að sjá hvers konar leikáætlun þeir koma með til leiks í nótt. UFC varð fyrir miklum missi í gær þegar bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson féll niður. Eftir erfiðan niðurskurð var Khabib sendur á spítala og var bardaginn felldur niður samkvæmt læknisráði. Það breytir því þó ekki að UFC 209 verður hörku bardagakvöld enda veltivigtartitillinn í húfi. UFC 209 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3. MMA Tengdar fréttir Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
UFC 209 fer fram í nótt í Las Vegas en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Tyron Woodley og Stephen ‘Wonderboy’ Thompson um veltivigtartitilinn. Bardaginn er endurat en kapparnir börðust fyrst um veltivigtartitilinn í New York í nóvember. Þá endaði bardaginn með jafntefli og ætla þeir nú að endurtaka leikinn. Veltivigtin er einn sterkasti þyngdarflokkurinn í UFC en þar berst Gunnar Nelson. Woodley er ríkjandi meistari og var nálægt því að klára Thompson í 4. lotu er þeir mættust í Madison Square Garden. Woodley tókst að kýla Thompson þrisvar sinnum niður í lotunni og reyndi einnig að klára hann með uppgjafartaki. Thompson sýndi hins vegar ótrúlega hörku með því að standa þetta af sér og náði að koma til baka og vinna fimmtu og síðustu lotuna. Nú er stóra spurningin; hvor lærði meira af síðasta bardaga og hvor kemur betur undirbúinn í þetta sinn? Það má reikna með að bardaginn verði hnífjafn líkt og síðasti bardagi en fyrri bardagann má sjá hér. Hinn 33 ára Wonderboy hefur sjálfur sagt að hann þurfi að sparka meira en hann gerði í síðasta bardaga. Spörkin hans eru hans besta vopn enda eru þau hárnákvæm og hröð. Það getur þó skapað hættu þar sem glímumaðurinn Woodley náði fellu með því að grípa spark Thompson í 1. lotu. Thompson var pikkfastur undir Woodley í heila lotu og verður athyglisvert að sjá hvers konar leikáætlun þeir koma með til leiks í nótt. UFC varð fyrir miklum missi í gær þegar bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson féll niður. Eftir erfiðan niðurskurð var Khabib sendur á spítala og var bardaginn felldur niður samkvæmt læknisráði. Það breytir því þó ekki að UFC 209 verður hörku bardagakvöld enda veltivigtartitillinn í húfi. UFC 209 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3.
MMA Tengdar fréttir Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00
Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15
Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30