Enginn árangur á samningafundi Theresu May í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. desember 2017 22:45 Engin niðurstaða fékkst á samningafundi Theresu May forsætisráðherra Bretlands og Jean-Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í dag um framtíð landamæra Norður Írlands og Írlands eftir Brexit. Svo úrsögn Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika verður að ganga frá sérstökum úrsagnarsamningi samkvæmt 50. gr. Lissabon sáttamálans innan tveggja ára frá því ákvæðið er virkjað. Þetta þýðir að slíkur samningur þarf að liggja fyrir í allra síðasta lagi í lok mars 2019. Eitt af því sem greiða þarf úr er álitaefni sem lýtur að landamærum Írlands og Norður-Írlands eftir Brexit. Theresa May forsætisráðherra Bretlands átti í dag fund með Jean-Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar ESB um þetta mál í Brussel. Samhliða áttu sér stað viðræður um sama mál milli embættismanna Breta, Íra og framkvæmdastjórnar ESB. Í morgun lágu fyrir drög að samkomulagi um landamæri Norður-Írlands og Írlands eftir Brexit sem fælu í sér samræmingu reglna Írlands og Norður-Írlands. Þetta hefði í reynd þýtt að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði ESB eftir Brexit þrátt fyrir að tilheyra Bretlandi sem hefur sagt sig úr sambandinu. Ekkert samkomulag náðist hins vegar á fundinum í Brussel og því er engin niðurstaðan komin í viðræður um landamærin. Þetta þýðir að frekari tafir verða á viðræðum um fríverslun eftir Brexit. „Þrátt fyrir viðleitni okkar og verulegan árangur sem við og samningateymi okkar höfum náð undanfarna daga varðandi þau mál sem eftir standa, tókst okkur ekki að ná fullkomnu samkomulagi í dag. Ég er þess enn fullviss að við náum fullnægjandi árangri fyrir fund leiðtogaráðsins 15. desember. Þetta er ekki misbrestur, þetta er upphaf síðustu umferðarinnar og ég er viss um að við náum samkomulagi í þessari viku,“ sagði Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnarinnar. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Engin niðurstaða fékkst á samningafundi Theresu May forsætisráðherra Bretlands og Jean-Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í dag um framtíð landamæra Norður Írlands og Írlands eftir Brexit. Svo úrsögn Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika verður að ganga frá sérstökum úrsagnarsamningi samkvæmt 50. gr. Lissabon sáttamálans innan tveggja ára frá því ákvæðið er virkjað. Þetta þýðir að slíkur samningur þarf að liggja fyrir í allra síðasta lagi í lok mars 2019. Eitt af því sem greiða þarf úr er álitaefni sem lýtur að landamærum Írlands og Norður-Írlands eftir Brexit. Theresa May forsætisráðherra Bretlands átti í dag fund með Jean-Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar ESB um þetta mál í Brussel. Samhliða áttu sér stað viðræður um sama mál milli embættismanna Breta, Íra og framkvæmdastjórnar ESB. Í morgun lágu fyrir drög að samkomulagi um landamæri Norður-Írlands og Írlands eftir Brexit sem fælu í sér samræmingu reglna Írlands og Norður-Írlands. Þetta hefði í reynd þýtt að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði ESB eftir Brexit þrátt fyrir að tilheyra Bretlandi sem hefur sagt sig úr sambandinu. Ekkert samkomulag náðist hins vegar á fundinum í Brussel og því er engin niðurstaðan komin í viðræður um landamærin. Þetta þýðir að frekari tafir verða á viðræðum um fríverslun eftir Brexit. „Þrátt fyrir viðleitni okkar og verulegan árangur sem við og samningateymi okkar höfum náð undanfarna daga varðandi þau mál sem eftir standa, tókst okkur ekki að ná fullkomnu samkomulagi í dag. Ég er þess enn fullviss að við náum fullnægjandi árangri fyrir fund leiðtogaráðsins 15. desember. Þetta er ekki misbrestur, þetta er upphaf síðustu umferðarinnar og ég er viss um að við náum samkomulagi í þessari viku,“ sagði Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnarinnar.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira