Afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu á hundrað ára fæðingarafmælinu atli ísleifsson skrifar 20. febrúar 2017 13:53 Listakonan Louisa Matthíasdóttir flutti í Höfða ásamt foreldrum sínum árið 1924, þegar hún var átta ára. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu Matthíasdóttur myndlistarkonu við Höfða fyrr í dag. Louisa var fædd þann 20. febrúar árið 1917 og fór athöfnin því fram á hundrað ára fæðingarafmæli listakonunnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Louisa hafi flutt í Höfða ásamt foreldrum sínum Matthíasi Einarssyni lækni og konu hans Ellen Einarsson árið 1924, þegar hún var átta ára. Fjölskyldan bjó þar til ársins 1937. „Louisa byrjaði snemma að teikna og mála og hafði næmt auga fyrir hinu nálæga og hinu einfalda. Hún eignaðist félaga í hópi ungs fólks sem hittist gjarnan í Unuhúsi, en þar var athvarf skálda og listamanna í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hún fór til listnáms í Danmörku og síðar til Parísar en sneri aftur heim árið 1939. Árið 1942 fór hún til New York til frekara myndlistarnáms og þar kynntist hún eiginmanni sínum listmálaranum Leland Bell. Þau settust að í borginni og eignuðust eina dóttur Temmu Bell.Borgarstjóri við menningarmerkið fyrr í dag.Reykjavíkurborg.Louisa vakti athygli í New York fyrir málverk sem fönguðu nær umhveri hennar á einstaklega næman hátt. Hún málaði myndir af fjölskyldunni, heimilisdýrunum og þegar líða tók á ferilinn málverk sem sýndu minningar frá Íslandi. Einfaldleiki verkanna og einlægni listakonunnar vöktu athygli listgagnrýnenda í hringiðu listalífs stórborgarinnar. Louisa tilheyrði hópi virtra listamanna vestanhafs og hélt sína fyrstu einkasýningu í Jane Street Galleríinu árið 1948 og árið 1958 í Tanager Gallery, auk þess sem hún tók þátt í fjölda samsýninga. Í áraraðir sýndi Louisa ekki mikið hér á landi en árið 1993 var efnt til sýningar á verkum hennar á Kjarvalsstöðum og hún var einnig meðal 28 íslenskra listamanna sem áttu verk á sýningunni íslensk málverk á 20. öld í Hong Kong og síðar í Peking árið 1998. Hún átti einnig verk á sýningu tólf kvenna í Norræna húsinu árið 1998 og það sama ár var fyrsta sýningin á pastelmyndum hennar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Listasafn Reykjavíkur undirbýr nú viðamikla yfirlitssýningu á verkum frá ferli listakonunnar sem opnuð verður þann 6. maí næstkomandi í vestursal Kjarvalsstaða. Þar gefst kærkomið tækifæri til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag. Sýningarstjóri er Jón Proppé og stendur sýningin til 17. september,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu Matthíasdóttur myndlistarkonu við Höfða fyrr í dag. Louisa var fædd þann 20. febrúar árið 1917 og fór athöfnin því fram á hundrað ára fæðingarafmæli listakonunnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Louisa hafi flutt í Höfða ásamt foreldrum sínum Matthíasi Einarssyni lækni og konu hans Ellen Einarsson árið 1924, þegar hún var átta ára. Fjölskyldan bjó þar til ársins 1937. „Louisa byrjaði snemma að teikna og mála og hafði næmt auga fyrir hinu nálæga og hinu einfalda. Hún eignaðist félaga í hópi ungs fólks sem hittist gjarnan í Unuhúsi, en þar var athvarf skálda og listamanna í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hún fór til listnáms í Danmörku og síðar til Parísar en sneri aftur heim árið 1939. Árið 1942 fór hún til New York til frekara myndlistarnáms og þar kynntist hún eiginmanni sínum listmálaranum Leland Bell. Þau settust að í borginni og eignuðust eina dóttur Temmu Bell.Borgarstjóri við menningarmerkið fyrr í dag.Reykjavíkurborg.Louisa vakti athygli í New York fyrir málverk sem fönguðu nær umhveri hennar á einstaklega næman hátt. Hún málaði myndir af fjölskyldunni, heimilisdýrunum og þegar líða tók á ferilinn málverk sem sýndu minningar frá Íslandi. Einfaldleiki verkanna og einlægni listakonunnar vöktu athygli listgagnrýnenda í hringiðu listalífs stórborgarinnar. Louisa tilheyrði hópi virtra listamanna vestanhafs og hélt sína fyrstu einkasýningu í Jane Street Galleríinu árið 1948 og árið 1958 í Tanager Gallery, auk þess sem hún tók þátt í fjölda samsýninga. Í áraraðir sýndi Louisa ekki mikið hér á landi en árið 1993 var efnt til sýningar á verkum hennar á Kjarvalsstöðum og hún var einnig meðal 28 íslenskra listamanna sem áttu verk á sýningunni íslensk málverk á 20. öld í Hong Kong og síðar í Peking árið 1998. Hún átti einnig verk á sýningu tólf kvenna í Norræna húsinu árið 1998 og það sama ár var fyrsta sýningin á pastelmyndum hennar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Listasafn Reykjavíkur undirbýr nú viðamikla yfirlitssýningu á verkum frá ferli listakonunnar sem opnuð verður þann 6. maí næstkomandi í vestursal Kjarvalsstaða. Þar gefst kærkomið tækifæri til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag. Sýningarstjóri er Jón Proppé og stendur sýningin til 17. september,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira