Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund Framfarafélagsins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. maí 2017 18:45 Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund Framfarafélagsins sem haldinn var í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Formaður félagsins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði félagið eiga að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félagsmenn komi víða að úr samfélaginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fyrrum forsætisráðherra og nú formaður Framfarafélagsins sagði í ræðu sinni á fyrsta fundi félagsins í dag að stjórnmál væri að breytast í grundvallaratriðum. Tilgangur með stofnun félagsins væri að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og hvernig væri best að leysa hin ýmsu mál sem samfélagið standi frammi fyrir. Með fundinum í dag er félagsstarfið formlega farið af stað. „Nú nýtum við sumarið til þess að undirbúa öfluga innkomu í haust varðandi skipulag starfsins, söfnum fólki í félagið vonandi. Leitum hugmynda sem við svo kynnum í haust,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framfarafélagsins og þingmaður Framsóknarflokksins. Sigmundur segir að allir flokkar ekki bara Framsóknarflokkurinn eigi að geta nýtt sér það starf og þá vinnu sem félagið komi til með að skila af sér. Í ræðu sinni á fundinum í dag velti Sigmundur Davíð því fyrir sér hvernig samfélögum verði stjórnað í framtíðinni og spurningin er hvort hann sé orðinn afhuga lýðræðinu. „Ég var einmitt að reyna að útskýra það að lýðræðið þyrfti að eiga endurkomu sem byggist á því að menn takist á, rökræði, haldi fram ólíkum skoðunum, bjóði upp á ólíkar lausnir,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að samfélagið hafi verið að þróast úr lýðræði í kerfisræði þar sem stjórnmálaumræðan sé orðin einsleit og kerfinu eftirlátið að taka ákvarðanir og stjórna. Hann segir að félagið muni beita sér í komandi sveitar- og borgarstjórnarkosningum á næsta ári. „Ég á allt eins von á því að að við munum já ræða ýmis mál sem að varða sveitarfélögin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, skipulagsmál þar á meðal og vonandi muni það bara lyfta umræðunni,“ segir Sigmundur. Á fundinum í dag var ekki að sjá mótherja Sigmundar úr Framsóknarflokknum og spurningin er hvort stofnun félagsins komi til með að auka enn meira á þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins „Það er nú hellingur af Framsóknarmönnum hérna,“ segir Sigmundur.Ekki mótherjunum?„Ja, ég vona bara að allir Framsóknarmenn líti svo á að þetta sé eitthvað sem geti nýst flokknum,“ segir Sigmundur. Tengdar fréttir Eygló: „Það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn“ Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Ljóst sé að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. 27. maí 2017 16:05 Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Stjórnmálin verði að breytast | Ræða Sigmundar í heild sinni Formaður Framfarafélagsins segir að stjórnmálin þurfi að taka grundvallarbreytingum. 27. maí 2017 14:25 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund Framfarafélagsins sem haldinn var í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Formaður félagsins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði félagið eiga að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félagsmenn komi víða að úr samfélaginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fyrrum forsætisráðherra og nú formaður Framfarafélagsins sagði í ræðu sinni á fyrsta fundi félagsins í dag að stjórnmál væri að breytast í grundvallaratriðum. Tilgangur með stofnun félagsins væri að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og hvernig væri best að leysa hin ýmsu mál sem samfélagið standi frammi fyrir. Með fundinum í dag er félagsstarfið formlega farið af stað. „Nú nýtum við sumarið til þess að undirbúa öfluga innkomu í haust varðandi skipulag starfsins, söfnum fólki í félagið vonandi. Leitum hugmynda sem við svo kynnum í haust,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framfarafélagsins og þingmaður Framsóknarflokksins. Sigmundur segir að allir flokkar ekki bara Framsóknarflokkurinn eigi að geta nýtt sér það starf og þá vinnu sem félagið komi til með að skila af sér. Í ræðu sinni á fundinum í dag velti Sigmundur Davíð því fyrir sér hvernig samfélögum verði stjórnað í framtíðinni og spurningin er hvort hann sé orðinn afhuga lýðræðinu. „Ég var einmitt að reyna að útskýra það að lýðræðið þyrfti að eiga endurkomu sem byggist á því að menn takist á, rökræði, haldi fram ólíkum skoðunum, bjóði upp á ólíkar lausnir,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að samfélagið hafi verið að þróast úr lýðræði í kerfisræði þar sem stjórnmálaumræðan sé orðin einsleit og kerfinu eftirlátið að taka ákvarðanir og stjórna. Hann segir að félagið muni beita sér í komandi sveitar- og borgarstjórnarkosningum á næsta ári. „Ég á allt eins von á því að að við munum já ræða ýmis mál sem að varða sveitarfélögin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, skipulagsmál þar á meðal og vonandi muni það bara lyfta umræðunni,“ segir Sigmundur. Á fundinum í dag var ekki að sjá mótherja Sigmundar úr Framsóknarflokknum og spurningin er hvort stofnun félagsins komi til með að auka enn meira á þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins „Það er nú hellingur af Framsóknarmönnum hérna,“ segir Sigmundur.Ekki mótherjunum?„Ja, ég vona bara að allir Framsóknarmenn líti svo á að þetta sé eitthvað sem geti nýst flokknum,“ segir Sigmundur.
Tengdar fréttir Eygló: „Það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn“ Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Ljóst sé að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. 27. maí 2017 16:05 Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Stjórnmálin verði að breytast | Ræða Sigmundar í heild sinni Formaður Framfarafélagsins segir að stjórnmálin þurfi að taka grundvallarbreytingum. 27. maí 2017 14:25 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Eygló: „Það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn“ Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Ljóst sé að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. 27. maí 2017 16:05
Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00
Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51
Stjórnmálin verði að breytast | Ræða Sigmundar í heild sinni Formaður Framfarafélagsins segir að stjórnmálin þurfi að taka grundvallarbreytingum. 27. maí 2017 14:25
Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03
Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels