Erlent

Tugir slösuðust þegar lest fór af sporinu í New York

Atli Ísleifsson skrifar
Enginn ku vera í lífshættu.
Enginn ku vera í lífshættu. twitter
Á fjórða tug slasaðist þegar farþegalest fór af sporinu í Brooklyn-hverfi í New York í dag. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda segir að enginn þeirra sem slasaðist sé í lífshættu.

Í frétt CBS segir að slysið hafi orðið um klukkan 8:20 að staðartíma og voru margir í lestinni á leið til vinnu.

Lestin er svokölluð Long Island Rail Road lest og fór hún af sporinu við Atlantic Terminal lestarstöðina í Brooklyn.

Skammt frá lestarstöðinni er Barclays Center, íþróttahöllin þar sem NBA-liðið Brooklyn Nets og íshokkíliðið New York Islands spila heimaleiki sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×