Starfsemi Kvikmyndaskólans bjargað fyrir horn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. apríl 2017 22:58 Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands. Vísir/GVA „Fréttir af andláti eru stórlega ýktar. Það er ekki alveg komið að því,“ segir Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, í samtali við Vísi. Í dag var haldinn fundur þar sem stjórn skólans ásamt deildarstjórum fór yfir stöðu fyrir nemendur. Var nemendum greint frá því að ekki væri ljóst hvort skólastarf myndi halda áfram óbreytt. Dregist hafði að borga einhverjum kennurum við skólann laun og fyrirgreiðsla sem gert var ráð fyrir til að fjármagna skólastarfsins út árið hafði ekki verið afgreidd. Þau mál hafa nú verið leyst að sögn rektors og stjórnarformanns. „Það sem ég get sagt þér er að það hafa verið erfiðleikar að undanförnu en mér sýnist að hjálp hafi borist á ögurstundu og að við séum ekki að fara af sviðinu. Það var bara eitthvað sem gerðist í dag,“ segir Hilmar Oddsson. Hann segir að nú þurfi að koma starfi skólans aftur í eðlilegt horf og að fundurinn í dag hafi verið á sérlega viðkvæmum tíma. „Hann var á erfiðum tímapunkti, því hlutirnir gerðust svo hratt. Þetta var redding á elleftu stundu því björgunin kom seint, en hún er engu að síður staðreynd.“Þannig að nemendur kvikmyndaskólans geta andað léttar? „Já, kennsla heldur áfram með eðlilegum hætti.“Böðvar Bjarki Pétursson, stjórnarformaður Kvikmyndaskólans.Vísir/Anton BrinkBöðvar Bjarki Pétursson, stjórnarformaður Kvikmyndaskólans, tekur í sama streng. „Ég get staðfest að það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessari önn eða skólastarfinu yfirleitt,“ segir Böðvar Bjarki í samtali við Vísi. „Það var þannig að það dróst að greiða laun hjá hluta kennara og þegar það dregst að greiða laun þá er ástæða til að skýra það út og í framhaldinu, akkúrat á sama tíma, þá var gengið frá fjármögnun og það er búið að ganga frá fjármögnun bæði annarinnar og ársins.“ Hann segir að vandræðin skýrist af ójöfnu tekjuflæði. „Tekjuflæði í skólanum er ójafnt það er að segja að 80% af tekjunum koma seinni hluta ársins og það þarf ákveðna fyrirgreiðslu til að jafna út tekjurnar. Það dróst að fá afgreidda ákveðna fyrirgreiðslu en svo er búið að leysa það. Þannig að áhyggjufullir nemendur þurfa ekki að vera áhyggjufullir.“ Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
„Fréttir af andláti eru stórlega ýktar. Það er ekki alveg komið að því,“ segir Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, í samtali við Vísi. Í dag var haldinn fundur þar sem stjórn skólans ásamt deildarstjórum fór yfir stöðu fyrir nemendur. Var nemendum greint frá því að ekki væri ljóst hvort skólastarf myndi halda áfram óbreytt. Dregist hafði að borga einhverjum kennurum við skólann laun og fyrirgreiðsla sem gert var ráð fyrir til að fjármagna skólastarfsins út árið hafði ekki verið afgreidd. Þau mál hafa nú verið leyst að sögn rektors og stjórnarformanns. „Það sem ég get sagt þér er að það hafa verið erfiðleikar að undanförnu en mér sýnist að hjálp hafi borist á ögurstundu og að við séum ekki að fara af sviðinu. Það var bara eitthvað sem gerðist í dag,“ segir Hilmar Oddsson. Hann segir að nú þurfi að koma starfi skólans aftur í eðlilegt horf og að fundurinn í dag hafi verið á sérlega viðkvæmum tíma. „Hann var á erfiðum tímapunkti, því hlutirnir gerðust svo hratt. Þetta var redding á elleftu stundu því björgunin kom seint, en hún er engu að síður staðreynd.“Þannig að nemendur kvikmyndaskólans geta andað léttar? „Já, kennsla heldur áfram með eðlilegum hætti.“Böðvar Bjarki Pétursson, stjórnarformaður Kvikmyndaskólans.Vísir/Anton BrinkBöðvar Bjarki Pétursson, stjórnarformaður Kvikmyndaskólans, tekur í sama streng. „Ég get staðfest að það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessari önn eða skólastarfinu yfirleitt,“ segir Böðvar Bjarki í samtali við Vísi. „Það var þannig að það dróst að greiða laun hjá hluta kennara og þegar það dregst að greiða laun þá er ástæða til að skýra það út og í framhaldinu, akkúrat á sama tíma, þá var gengið frá fjármögnun og það er búið að ganga frá fjármögnun bæði annarinnar og ársins.“ Hann segir að vandræðin skýrist af ójöfnu tekjuflæði. „Tekjuflæði í skólanum er ójafnt það er að segja að 80% af tekjunum koma seinni hluta ársins og það þarf ákveðna fyrirgreiðslu til að jafna út tekjurnar. Það dróst að fá afgreidda ákveðna fyrirgreiðslu en svo er búið að leysa það. Þannig að áhyggjufullir nemendur þurfa ekki að vera áhyggjufullir.“
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira