Lettnesk tennisstjarna mátti ekki heita því nafni sem móðir hennar vildi skíra hana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. júlí 2017 22:45 Jelena Ostapenko etur kappi á Wimbledon-mótinu í tennis. vísir/getty Lettneska tennisstjarnan Jelena Ostapenko gengur undir nafninu Alona í heimalandinu og skammar fólk fyrir að kalla hana Jelena. Ostapenko vann Opna franska risamótið í tennis í byrjun júnímánaðar og hvöttu áhorfendur á mótinu hana áfram sem Alona, ekki Jelena. „Það veit næstum enginn að ég heiti Alona. Í Lettlandi vita það flestir, en í alþjóðatennisheiminum vita það fáir,“ sagði Ostapenko í viðtali við New York Times. Ostapenko er um þessar mundir að keppa á Wimbledon-mótinu í Lundúnum. Þar er hún komin í fjórðu umferð mótsins í fyrsta skipti á ferlinum og mætir Elina Svitolina á morgun, mánudag. Móðir Ostapenko vildi skíra dóttur sína Alona en nafnið, sem er af úkraínskum uppruna, sé ekki löglegt í Lettlandi því það sé ekki á nafnadagatalinu þar í landi.Ostapenko með verðlaunagripinn á Opna franska risamótinuvísir/getty„Þegar foreldrar mínir nefndu mig Alona þá gátu þeir ekki skráð það á vegabréfið mitt. Þetta nafn var ekki á lettneska dagatalinu. Ég þurfti lettneskt nafn, eitthvað sem er á dagatalinu, svo ég var skírð Jelena því það er svipað nafn.“ Mörg lönd eru með ýmsar reglur varðandi nafngift á börnum, við þurfum ekki að leita lengra en til mannanafnanefndar hér á Íslandi. Sérfræðingar í lettneskri menningu segja þó að Ostapenko og móðir hennar séu ekki að fara með rétt mál. Lettneska dagatalið sem þær vitna í er notað til þess að halda upp á nafnadaga, hefð sem er við lýði til dæmis í Svíþjóð. Á hvern dag eru skráð nokkur nöfn og á þeim degi getur fólk sem heitir nöfnum dagsins haldið upp á nafnadaginn sinn. Paula Pralina, starfsmaður utanríkisráðuneytis Lettlands, sagði að það væru engin lög sem kæmu í veg fyrir að fólk skírði börnin sín nöfnum sem væru ekki á nafnadagatalinu. Ostapenko segist hafa hugsað um að breyta nafninu sínu í Alona, en telur það sé of mikil hætta á misskilningi í tennisheiminum geri hún það. Eftir að hún náði þeim frábæra árangri að vinna Opna franska risamótið þá er lettneska ríkisstjórnin að íhuga að bæta Alona-nafninu inn á nafnadagatalið. Tennis Tengdar fréttir Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Sjá meira
Lettneska tennisstjarnan Jelena Ostapenko gengur undir nafninu Alona í heimalandinu og skammar fólk fyrir að kalla hana Jelena. Ostapenko vann Opna franska risamótið í tennis í byrjun júnímánaðar og hvöttu áhorfendur á mótinu hana áfram sem Alona, ekki Jelena. „Það veit næstum enginn að ég heiti Alona. Í Lettlandi vita það flestir, en í alþjóðatennisheiminum vita það fáir,“ sagði Ostapenko í viðtali við New York Times. Ostapenko er um þessar mundir að keppa á Wimbledon-mótinu í Lundúnum. Þar er hún komin í fjórðu umferð mótsins í fyrsta skipti á ferlinum og mætir Elina Svitolina á morgun, mánudag. Móðir Ostapenko vildi skíra dóttur sína Alona en nafnið, sem er af úkraínskum uppruna, sé ekki löglegt í Lettlandi því það sé ekki á nafnadagatalinu þar í landi.Ostapenko með verðlaunagripinn á Opna franska risamótinuvísir/getty„Þegar foreldrar mínir nefndu mig Alona þá gátu þeir ekki skráð það á vegabréfið mitt. Þetta nafn var ekki á lettneska dagatalinu. Ég þurfti lettneskt nafn, eitthvað sem er á dagatalinu, svo ég var skírð Jelena því það er svipað nafn.“ Mörg lönd eru með ýmsar reglur varðandi nafngift á börnum, við þurfum ekki að leita lengra en til mannanafnanefndar hér á Íslandi. Sérfræðingar í lettneskri menningu segja þó að Ostapenko og móðir hennar séu ekki að fara með rétt mál. Lettneska dagatalið sem þær vitna í er notað til þess að halda upp á nafnadaga, hefð sem er við lýði til dæmis í Svíþjóð. Á hvern dag eru skráð nokkur nöfn og á þeim degi getur fólk sem heitir nöfnum dagsins haldið upp á nafnadaginn sinn. Paula Pralina, starfsmaður utanríkisráðuneytis Lettlands, sagði að það væru engin lög sem kæmu í veg fyrir að fólk skírði börnin sín nöfnum sem væru ekki á nafnadagatalinu. Ostapenko segist hafa hugsað um að breyta nafninu sínu í Alona, en telur það sé of mikil hætta á misskilningi í tennisheiminum geri hún það. Eftir að hún náði þeim frábæra árangri að vinna Opna franska risamótið þá er lettneska ríkisstjórnin að íhuga að bæta Alona-nafninu inn á nafnadagatalið.
Tennis Tengdar fréttir Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Sjá meira
Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30